Bill Clinton næsti varaforseti Bandaríkjanna?
3.6.2008 | 19:30
Ætli Bill Clinton verði ekki bara næsti varaforseti Bandaríkjanna?
Hillary Rodham Clinton hefur reyndar heldur betur sýnt styrk sinn sem öflugur sjálfstæður frambjóðandi sem hefði ekki síður erindi sem forsetaframbjóðandi en Framsóknarmaðurinn Barak Obama - sem verður næsti forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins!
Helsti veikleiki Obama hefur verið talinn reynsluleysi á ákveðnum sviðum - ekki hvað síst í alþjóðamálum. Hillary Rodham hefur ákveðna reynslu á því sviði en þó ekki eins mikla og Bill!
En afhverju ekki að nýta reynsluboltann Bill Clinton - sem enginn mun geta frýjað um reynsluleysi á neinu sviði - og alls ekki í alþjóðamálum - sem varaforsetaefni Demókrata?
Málið er nefnilega það að Clinton eru ekki bara Bill og Hillary Rodham! Clinton er öflug hreyfing innan Demókrataflokksins sem sýnt hefur mikinn styrk og ekki er unnt að ganga framhjá. Þeirra stefnumál er líka ákveðin pólitík sem ekki er unnt að hunsa innan flokksins. Hillary hefur lagt áherslu á heilbrigðismálin - og mun leggja áherslu á að Obama taki tillit til þess - því Obama þarf á stuðningi Clinton að halda.
Ég hef semsagt skipt um skoðun. Ég hef hingað til viljað Barak Obama og Hillary Rodham Clinton sem forsetaframbjóðendateymi Demókrata - teymið sem vinnur Hvíta húsið heimsbyggðinni til heilla - en vil núna Barak Obama og Bill Clinton!
Þeir geta svo skipað Hillary í hæstarétt!!!
Clinton mun játa sig sigraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Athugasemdir
Má það? Hvað segir bandaríska stjórnarskráin?
Birnuson, 3.6.2008 kl. 20:38
Varð að kommenta á lýsinguna af þér, finnst algjör snilld að nota "af vondu fólki" en ég er einmitt ein af þeim líka
Kær kveðja og takk fyrir gott blogg!
Vilborg, 3.6.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.