Tapsárir Svíar reyna enn að beita bolabrögðum!
1.6.2008 | 20:10
Tapsárir Svíar reyna enn að beita bolabrögðum til að knésetja Íslendinga eftir að hafa tapað fyrir þeim í handbolta. Það er rétt að rifja upp þegar Svíar sem þá höfðu evrópsku handboltamafíuna í vasanum fengu Víkinga dæmda úr Evrópukeppni meistaraliða eftir að Víkingar höfðu lagt sænsku meistarana!
Ástæðan! Meint rúðubrot eins farastjórans klukkustundum eftir að leik lauk. Þá hefði verið athyglisvert að sjá Víkingsliðið fara áfram enda þá sterkasta íslensdka félagslið sem uppi hefur verið allt fram á þennan dag.
Miðað við fyrri skandala kring um Svía í handboltanum þá megum við alveg eins búast við að tekið verið mark á þessari fáránlegu kæru. En við skulum vona að það sé ekki sama spillingin nú og hér fyrir 25 árum síðan!
Nú ef við þurfum að spila aftur - þá tökum við Svíana bara aftur!!!
PS: Eftirfarandi komið fram í fréttum:
Formaður sænska handknattleikssambandsins tilkynnti fréttamönnum í Wroclaw nú í kvöld að Svíar myndu ekki kæra úrslit leiksins gegn Íslandi í dag en þeir myndu leggja inn kvörtun til Alþjóða handknattleikssambandsins.
Svíar ætla að kæra leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svíar samir við sig ! Var þetta eins marka munur? Til hamingju með þetta.
Guðrún H. Brynleifsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:16
Ég er það ungur að ég man ekki eftir þessu atviki með Víkingana. Geturðu útskýrt það mál í aðeins lengra máli?
Guðmundur H (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:35
Væriru nokkuð til í að segja aðeins meira frá þessari evrópukeppni sem Víkingar tóku þátt í og hvenær þetta var. Væri til í að vita aðeins meira um þetta.
Steini (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:39
Leikurinn var við Ystad árið 1979.
Ég held það sé einfaldast að vísa í upphaf leiðara Jónasar Kristjánssonar frá þeim tíma:
Framkvæmdanefnd alþjóðlega handknattleikssambandsins hefur staðfest þann úrskurð aganefndar sama sambands, að Víkingur fái ekki að halda áfram í Evrópukeppninni. Víkingur hafði áður unnið sér þann rétt með því að sigra sænska handknattleiksliðið Ystad.
Dómurinn byggist á kæru sænsks handknattleiksleiðtoga vegna drykkjuláta leikmanna Víkings og meðreiðarmanna þeirra eftir sigurleik þeirra í Ystad. Voru sumir þeirra bókaðir hjá lögreglunni í Ystad vegna rúðubrota, en voru samt ekki kærðir. Meðferð aganefndar og framkvæmdanefndar alþjóðlega handknattleikssambandsins á þessu máli er mjög sérstæð.
Í fyrsta lagi eru dómarnir miklum mun strangari en áður hefur tíðkazt í slíkum tilvikum, sem því miður eru anzi mörg.
Í öðru lagi eru lögformin úr lagi gengin hjá sambandinu. Sá maður, sem persónulega kærir drykkjulætin, situr síðan sjálfur í dómstólum og hefur forustu um úrskurði.
Og í þriðja lagi gerir hann það með símtölum út um heim, án þess að mótaðili hafi tækifæri til málflutnings.
Af hálfu Víkings munu vafalaust fylgja eftirmál vegna þessara atriða. Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur orðið sér til minnkunar, svo mikillar, að rétt er að fylgja málinu eftir af fremsta megni.
http://www.jonas.is/leidarar/greininl.lasso?id=33671
Hallur Magnússon, 1.6.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.