Enn vandræðagangur hjá Vegagerð og samgönguráðuneyti!

Enn er vandræðagangur hjá Vegagerð og samgönguráðuneyti! Þetta er með ólíkindum! Hvort ætli hafi verið óraunhæft - tilboð sem fyrir lá - eða kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar?

Hvar ætli Sundabrautin sé í ferlinu? Föst hjá Vegagerð sem þrjóskast við að fara bestu leiðina og að vilja borgarstjórnar Rerykjavíkur - það er gangnaleiðina?  Eða á borði hins málglaða samgönguráðherra - sem þó þegir þunnu hljóði yfir Sundabraut - en gjammar um Vaðlaheiðagöng?

Spyr sá sem ekki veit!

En ég verð að hrósa Vegagerðinni fyrir Óseyrarbrúnna og fumlaus vinnubrögð hennar í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi. Þeim er ekki alls varnaðar  - enda flottir verkfræðingar - þótt þeir setti í endalausar dellur - eins og 2+1 delluna og andstöðu við Sundagöng!


mbl.is Smíði Vestmannaeyjaferju boðin út á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú reyndar að velta fyrir mér afhverju í ósköpunum vegagerðin og ráðuneytið eru aðskilin fyrirbæri í dag. Það er ekki eins og það séu mörg önnur verkefni eftir hjá ráðuneytinu og vegagerðin nær eingöngu orðin umsýslustofnun fyrir aðkeypta vinnu.

Ég held að það sé víst alveg örugglega nóg skriffinnskan samt, þó hreinn tvíverknaður bætist ekki ofaná.

 Ég geri því að tillögu minni að annaðhvort samgönguráðuneytið eða vegagerðin verði lögð niður hið fyrsta.

Allavega verði Kristján Möller lagður niður.

Kv HM

Hrannar (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband