Fjögur spor í stórutánna á Styrmi!
19.5.2008 | 13:39
Það voru saumuð fjögur spor í stóru tánna á honum Styrmi mínum eftir hlaupahjólsslys í stofunni í gær! Skurður inn að beini. Styrmir er því kominn á sjúkralista í fótboltanum og missir af Reykjavíkurmótinu í 6. flokki um næstu helgi. Mikil sorg því tilhlökkunin fyrir Reykjavíkurmótið verið töluverð!
Þetta eru reyndar önnur meiðslin á stuttum tíma - því Styrmir hafði hrotið á hnéð í skólanum í síðustu viku - þegar hann var að taka skærin í fótbolta í frímínútunum. Skólahjúkrunarfræðingurinn gekk reyndar frá þeim skurði með lími og sterastrippum - en einhvern tíma hefði þetta verið saumað.
Reyndar hittust þeir bræðurnir Styrmir og Magnús hjá skólahjúkkunni þann daginn, en Magnús hafði fengið stelpu í andlitið með þeim afleiðingum að það sprakk fyrir vörinni!
Það var í fyrsta sinn sem hjúkkan hafði fengið bræður til sín á sama tíma eftir óskyld slys!
Meiðsli Magnúsar eru hins vegar ekki alvarleg - og reyndar gleymd - svo hann getur spilað í Reykjavíkurmótinu með 7. flokki um næstu helgi. Ætli stóri bróðir sitji þá ekki með fótinn upp í loft og hvetji litla bróður?
Athugasemdir
Hvernig er þetta með börnin þín, eru þau að reyna að slá okkur út í heimsóknum á slysó. Kannski verðum við að bera saman bækur okkar í næstu fjölskyldusammenkomst.
Kveðja
Þóra
Þóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:51
kræst, og Magnús Már er krambúleraður á augabrún.
en já, hvenær er næsta fjölskyldusammenkomst (þvílíkt orð, Þóra)? Júrópartý eða??
Júlíana , 19.5.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.