Skref í átt til Evruvæðingar?

Norræn samvinna borgar sig. Frændur okkar á Norðurlöndunum hafa komið til móts við okkur með gjaldmiðlaskiptasamningi Seðlabanka Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Væntanlega er þó ekki einungis um vinargreiða að ræða, mikil skuldsett umsvif Íslendinga á Norðurlöndunum kunna að hafa spilað inn í.

En þetta skref Seðlabankans er jákvætt, enda tími til kominn að grípa til aðgerða.

En það vekur athygli að gjaldmiðillinn í skiptasamningunum eru Evrur - ekki norskar krónur - ekki danskar krónur - heldur Evrur!

Ætli þetta sé skref í átt til Evruvæðingar - en eins og aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur réttilega bent á - þá er íslenska krónan akkilesarhæll íslensk efnahagslífs og uuptaka evrunnar tæki til aukins stöðugleika!

Það vita allir hvað þarf til svo við getum tekið upp Evrur.

Ætli þetta sé ástæðan fyrir því að Davíð Oddsson fyrrum forsærisráðherra og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins steinþegir í innanflokksátökum Sjálfstæðisflokksins um Evrópumálin, eins og fram kom í pistlinum: Bleikur Sjálfstæðisflokkurinn að klofna vegna Evrópusambandsins?


mbl.is Mikilvægt skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hallur,

Við getum ekki fyllst neinu stolti yfir þessum tíðindum þótt mörgum okkar er létt. 

Þetta er ömurlegt og neyðarlegt fyrir okkur Íslendinga. Þetta kemur í sögubækurnar eins og Kópavogsfundurinn forðum.  Harður dómur yfir hagstjórn síðustu ára. Hagstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins ekki má gleyma því. 
Hér skríðum við heim með víxil frá frændum okkar á Norðurlöndum sem skera okkur niður úr snörunni.  Við getum bara auðmjúklega þakkað þeim og skammast okkar. 

Þessu erum við öll meira eða minna samsek í. Bæði einstaklingar fólk með fullu viti hefur steypt sér í ótrúlegar skuldir á stuttum tíma auk fyrirtækja og ekki síst bankarnir "okkar".  Hér erum við öll taparar.

Núna verðum við að herða sultarólina. Eyðslufylleríið er búið. Vextirnir verða að vera háir til að verja gengið.  Markaðsverð á húsnæði á eftir að hrynja það er í raun óumflýjanlegt. Verðið er uppskúfað og ekki í neinum tengslum við kaupmátt.  Það er offramboð á húsnæði, háir vextir/verðtrygging vegna verðbólgu, minnkað framboð á lánsfé og búast má við stórlega minnkuðum kaupmætti vegna gengisfalls krónunnar.  Að halda fram einhverju öðru en stórfeldu verðfalli er algjört kjaftæði. Verð á húsnæði er ekki ákveðið í Seðlabankanum, það er ákveðið á markaðnum. Það verður bara að láta markaðinn rétta þetta upp og það gæti þýtt 30-60% fall á raunvirði húseigna á næstu 2 árum.  Að ausa inn lánsfé til að blása lífi í þetta er gjörsamlega út í hött. 

Ríkissjóði er spáð 7% halla frá 2010 vegna lækkaðra veltuskatta eftir spá Seðlabankans. Ef ríkið á að taka þátt í að niðurgreiða lánsfé sem síðast en ekki síst verður að koma erlendis frá grefur undan krónunni sem síðan hækkar vaxtastigið. 

Það er ekki hægt að lána sig frá raunveruleikanum.  Það er gjörsamlega veruleikafyrrt að fólk geti staðið undir 4-8 földum árstekjum sem lán.  Það á ekki að vera í hlutverki ríkisins að halda uppi of háum fasteignamarkaði eða gera fólk að lánaþrælum. Þessu þarf núna að linna.  Vonandi verða næstu árin tími hagsýni og sparnaðar ekki eyðslu og glópsku.

Gunn (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Flottur Gunn!

Hallur Magnússon, 19.5.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband