Kolgeggjað fréttamat mbl.is!!!

Fréttamat mbl.is er orðið kolgeggjað ef marka má "fréttafyrirsögn" af fundi varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Mbl.is telur fréttina vera að Þorgerður "Hefur áhyggjur af borgarmálum" þegar hin raunverulega frétt er að varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild á næsta kjörtímabili!

Þvílík stefnubreyting í staðnarðri forystu Sjálfstæðisflokksins!

Sú afstaða er reyndar í fullu samræmi við opnun Þorgerðar Katrínar í Evrópumálum í Silfri Egils á dögunum. Reyndar er meira að segja Geir Haarde búinn að opna á að Evrópumálin séu rædd innan Sjálfstæðisflokksins.

Hvorutveggja er reyndar afleiðing þess að Guðni Ágústsson tók af skarið í Evrópumálunum og var farinn að leiða Evrópuumræðuna! Geir og Þorgerður Katrín sjá að Guðni gæti haft af þeim hluta fylgis hins stóra hóps Evrópusinna í Sjálfsstæðisflokknum - og bregðast því svona við!

En Mogginn stendur á sínu og vill lifa í fortíðinni. Felum Evrópumumræðuna í fáránlegum fyrirsögnum!

Það er ekki seinna vænna en að Ólafur Þ. taki við Mogganum!


mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hvernig er hægt að halda því fram að Guðni leiði Evrópuumræðuna, þegar allir vita að það var Samfylkingin sem hefur leitt þá umræðu nú vel á annað ár ef ekki nær tveimur árum. Og síðan þessi hroki í Þorgerði Katrínu að sjálfstæðismenn eigi að leiða Evrópuumræðuna þegar þeir hafa ekki viljað ljá máls á því að ræða þann möguleika að við gætum átt erindi inn í ESB.

Gísli Sigurðsson, 14.5.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er nú farinn að velta því fyrir mér hvernig grasi þið eruð stödd í,  þarna í (kvaðrat)rótinni af Framsókn.  Eina umræðan sem ég man eftir að Guðni hafi leitt upp á síðkastið eru umræðan um hættulegt útlent kjöt úr "Sambandinu".  Sú tillaga að taka upp matvælalöggjöf ESB virtist ekki meltast vel hjá Guðna.

G. Tómas Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 02:36

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Hallur!

Ég er algjörlega sammála þér að hér erum mjög einkennilegt fréttamat að ræða. Hér er um meiriháttar yfirlýsingu að ræða hjá Þorgerði Katrínu og mun skýrari afstaða til málsins en svipuð orð Geirs Haarde, sem féllu fyrir nokkrum dögum.

Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldinu. Auðvitað verður Sjálfstæðisflokkurinn aðvera leiðandi í þessari umræðu, því erfitt er að sjá við við förum inn í ESB án þess að stærsti stjórnmálaflokkur landsins sé því sammála.

Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.5.2008 kl. 13:31

5 Smámynd: Skarfurinn

Heyrðu Hallur ertu nokkuð veruleikafirrtur ? Guðni Ágústsson er einhver mesti þverhaus og andstæðingur ESB á Íslandi ásamt auðvitað Davíð seðlatalningarmanni, því ertu að snúa sannleikanum við ?  get samt tekið undir með þér að  grein Moggans var skrýtin og undir fölsku yfirskyni.

Skarfurinn, 15.5.2008 kl. 15:17

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Kæru bloggarar!

Ég held þið verðið að slaka aðeins á í fordómum ykkar um Guðna Ágústsson!  Veit ég vel að hann er ekki meðfylgjandi því að ganga í Evrópusambandið. Enn hvað sem þið segið þá tók hann af skarið á miðsstjórnarfundi - og tók frumkvæði - þar sem hann lagði til leið sem byggir á þjóðaratkvæðagreiðslum!

Þetta frumkvæði Guðna - og ekki síst af því að það var Guðni sem tók það - hefur sett skrið á Evrópumálin nánast alls staðar!  Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sanna það!

Hvað varðar Samfylkinguna og Evrópumálin - þá eru þau einungis á dagskrá rétt fyrir kosningar - og síðan ekki meir! Nema hjá Björgvini!

Hallur Magnússon, 15.5.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband