Félagi Össur guðfaðir Sjálfstæðisflokksins á Akranesi?
14.5.2008 | 20:32
Er félagi Össur Skarphéðinsson orðinn guðfaðir Sjálfstæðisflokksins á Akranesi?
Er hann kannske að undirbúa inngöngu Samfylkingarinnar í Sjálfstæðisflokkinn?
Er félagi Össur svo Geirnegldur í aðgerðarleysi íhaldsskruggunnar sem hann prísar svo reglulega upp á síðkastið að hann afsali sér sjálfsákvörðunarrétti Krata og gamalla Allaballa í Samfylkingunni?
Þetta eru spurningar sem skjóta upp í kollinum þegar ég les aftur pistil Össurar, Frjálslyndir kolfalla á prófinu , frá því í gær!
Var það Össur sem fékk hinn gamla góða eðalkrata Gísla S. Einarsson til að ganga í lið með hinni frjálslyndu Kareni Jónsdóttur sem sinnti kalli Össurar, sleit samstarfi við Frjálslyndaflokkinn - og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn!
Ja hérna Össur, minn gamli vin!
Ég held samt ekki
Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Athugasemdir
Hver veit nema að Össur okkar gamli góði umhverfisráðherrann sá eini sem hefur haft einhverja vigt, fari í endurvinnsluna hjá Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og Gísli Einars, Oktavía og Sigbjörn á Akureyri.
Sigurjón Þórðarson, 14.5.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.