Gengur Samfylkingin í Sjálfstæðisflokkinn?
14.5.2008 | 13:50
Á dauða mínum átti ég von frekar en gamli góði kratinn Gísli S. Einarsson myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn! Og það út af Frjálslyndaflokknum!
Hvað næst?
Mun Samfylkingin ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta á Alþingi og hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?
Það myndi náttúrlega leysa forystuvanda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík - þar sem Dagur yrði að sjálfsögðu borgarstjóri og nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík!
En að öllu gríni slepptu - þá er pólitíkin afar sérstök þessa dagana - svo ekki sé meira sagt!
Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta gekk betur hérna um árið hjá okkur Árborgurum, Árið sem íhaldið sprengdi upp fyrri meirihluta.
Eiríkur Harðarson, 14.5.2008 kl. 13:58
Hallur, satt að segja hélt að Gísli væri fyrir löngu genginn í Sjálfstæðisflokkinn enda voru Sjálfstæðismenn á Akranesi með hann sem bæjarstjóraefni fyrir síðustu kosninga. Svo máttu nú ekki gleyma því að Gunnar "bakari" Sigurðsson oddviti Sjálfstæðismanna á Akranesi byrjaði pólitíska ferilinn með Framsóknarflokknum. - Þetta eru bara pólitískir flóttamenn Hallur eins og Gisli Bal. bendir á í kommenti á bloggsíðu minni. - Pólitískir flóttamenn í eigin landi, svolítið líkt og hjá Palestínumönnunum sem annað hvort Skagamenn eða Reykvíkingar taka á mótí í sumar!!!!
Haraldur Bjarnason, 14.5.2008 kl. 15:22
Hélt reyndar á tímabili að framsókn væri svona lítil deild í sjálfstæðisflokknum, en svo hraktist hann á vergang greyið og samfylkingin kom í staðinn.
Gísli Sigurðsson, 15.5.2008 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.