Guðni Ágústsson ætti frekar að vera Evrópumaður ársins en Björgvin G!

Guðni Ágústsson ætti miklu frekar að vera Evrópumaður ársins en Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, en Evrópusamtökin völdu Björgvin sem Evrópumann ársins 2008!

Þá er ég ekki að gera lítið úr dugnaði Björgvins við að halda Evrópumálunum á lofti. Því fer fjarri enda maðurinn mikill talsmaður aðildar að Evrópusambandinu.

Ég er hins vegar ekki viss um að barátta Björgvins G. sem staðið hefur um langt árabil breyti miklu til eða frá. Hins vegar gæti útspil Guðna Ágústssona, þessa glæsilega leiðtoga Framsóknarflokksins, á síðasta miðstjórnarfundi miklu frekar skipt sköpum!

Guðni er búinn að varða leið sem unnt er að fara til að ná niðurstöðu í hinum mikilvægu Evrópumálum. Leið sem allir flokkar ættu að geta náð saman um!

Kannske verður Guðni Ágústsson þá bara Evrópumaður ársins 2009!

Guðni styrkir stöðu sína með nýrri sýn á Evrópumálin!

PS. Mér hefur verið bent  á að þetta hafi verið Evrópumaður ársins 2007 - ekki 2008 eins og ég las á bloggi stórkratans Björvins Guðmundssonar. Þá á Björgvin G. þetta skilið - en ljóst að Guðni verður óumdeilanlega Evrópumaður ársins 2008!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Heldurðu Hallur að við getum treyst því að Guðni snúist ekki aftur áður en þeirri útnefningu lyki.

Haraldur Bjarnason, 11.5.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tek undir með þeim félögum hér að ofan.. ég treysti því ekki að Guðna sé alvara..

Óskar Þorkelsson, 11.5.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Ég fékk það skemmtilega hlutverk að afhenda þessi verðlaun á föstudaginn. Þetta voru verðlaun sem veitt voru Evrópumanni ársins 2007.

Varla getur Guðni hafa verið rétti maðurinn til að hljóta þau verðlaun. Ef rétt er á spilum haldið í framsóknarflokknum er aldrei að vita hvað verður að ári.

Anna Kristinsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Þá skil ég þetta Anna!

Ljóst að þetta steinliggur hjá Guðna á næsta ári!

Hallur Magnússon, 11.5.2008 kl. 14:39

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Með fullri virðingu fyrir Guðna, þá er ég verulega efins um að hugur fylgi máli. Gæti sem best trúað að þetta sé hinn"alræmdi"populismi sbr. fylgið, fari hann ekki til Kanarí að grenja inn fylgi þá er þessi leið farin SORGLEGT.

Eiríkur Harðarson, 11.5.2008 kl. 15:26

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Ægir.

Samfylkingin er að lenda í því sama og Framsóknarflokkurinn. Ótrúlega þvermóðska Sjálfstæðisflokkins í velferðarmálum. Sjálfstæðismennirnir munu reyna að klípa af smávegis hér og smávegis þar - þetta er eilíf barátta!

Til að mynda þegar gerðar voru miklar úrbætir í ótekjutengdu barnabótunum á sínum tíma - þá mátti ekki kalla það barnakort - vegna þess að Framsóknarflokkurinn hafði talað um barnakort. Eins í samningum við Öryrkja á sínum tíma - þá var það ekki Framsóknarflokkurinn sem stóð í vegi fyrir því að bæta við þeim smápeningum sem þurfti til að bæta við milljarðinn sem samiið var um - það var Sjálfstæðisflokkurinn.  Á sama hátt er Samfylkingin að lenda í því að ekki er fullkomlega staðið við gefin loforð. Hvað sem vinur minn Hrannar segir - þá er Samfylkingin að draga úr því sem samið var um - hvað sem Hrannar og co reyna að réttlæta með orðaleikfimi og reiknikúnstum.

Bíddu bara - þetta er einungis upphafið.

Hallur Magnússon, 12.5.2008 kl. 10:00

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta er grátbrosleg umræða. Hrun Framsóknar á höfuðborgarsvæðinu var vega 12 ára R-listasamstarfi í hræðslubandalagi vinstrisinna undir pílsfaldri Ingibjargar
Sólrúnar. Framsókn hefur aldrei náð sér á strík á höfuðborgarsvæðinu síðan.
Og núna á að rústa flokkinn á landsvísu með ESB-daðri. Jú, með sama áframhaldi
lendir hann sem ör-esb-sinnaður krataflokkur við hliðina á Samfylkingunni.
Það yrði göfugt hlutverk elsta flokks Íslands, eða hitt þó heldur.

Og talandi um Evrópumál. Tel mig MJÖG MIKLAN Evrópusinna þót ég vilji alls ekki
að þjóð mín gangi í ESB. Er fæddur Evrópubúi, og tilheyri henni að sjálfsögðu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband