Helblá frostrós í stað rauðrar kratarósar?

Frostrósirnar breiðast nú yfir fasteignamarkaðinn á sama tíma og vorið leggst yfir höfuðborgarsvæðið og hinn fallegi græni litur er að verða allsráðandi.  Ef jafnaðarmenn í ríkisstjórninni fara ekki að taka sig á - þá mun fallega rauða kratarósin falla í frostinu - og í stað hennar kemur nýtt tákn Samfylkingarinnar - hin helbláa frostrós!

Fasteignamat ríkisins staðfestir að fasteignamarkaðurinn er að nálgast frostmark. Útlán Íbúðalánasjóðs voru 20% lægri fyrstu fjóra mánuði ársins en fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Bankarnir eru nánast horfnir af markaði.

Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að setja sjónaukan fyrir blinda augað. Það er kominn tími til aðgerða svo fasteignamarkaðurinn frjósi ekki alveg - með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Meira um þetta í pistlunum:

Kalár í fasteignatúnum eða tími Jóhönnu kominn sem vorboðinn ljúfi?

Hálfsannleikur hjá Jóhönnu um fasteignalánamarkaðinn! 


mbl.is Kaupsamningum fækkar um 61,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist betur Hallur.  90% lánahugmynd Dagnýjar Jónsdóttur, þandi verðbólguna. Það varð íbúðarveisla langt umfram lánþol. Þess vegna kom skellur en þetta mun rétta sig við. Þú getur alveg verið málefnalegri en þetta Hallur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Gísli!

Hvað ertu að tala um?

Hallur Magnússon, 9.5.2008 kl. 22:47

3 identicon

Þetta má alveg frjósa,þá getum við unga fólkið loksins farið að kaupa á EÐLILEGU verði, við komandi kynslóð sem erum á kaupskónum virðumst alveg gleymast ..........Og ég vorkenni fólki ekkert sem keypti á uppsprengdu verði jafnvel með 100% fjármögnun, þetta er þeirra heimska ég er búin að bíða í 2.ár í litlu herbergi...... og safna................Minn tími er að koma .....NIÐUR MEÐ ÍBÚÐAVERÐ!!!!!!!!!!!!!

Davíð (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband