Augsýnilega jákvætt skref!

Samningar við einkafyrirtæki um augnsteinsaðgerðir á grundvelli útboðs eru augsýnilega jákvætt skref og augljóst að fjöldi fólks sér fram á úrlausn sinna mála miklu mun fyrr en annars hefði orðið þar sem augnlæknar á sjúkrahúsunum hafa ekki annað þessum aðgerðum.

Aðferðafræðin er einnig rétt. Hér eru markaðslögmálunum beitt til þess að fá hagkvæmustu niðurstöðu á sama tíma og og gæðakröfum er fullnægt enda um skýrt afmarkað verkefni að ræða.

Lykillinn að þessu eru sú tæknibreytingar sem orðið hafa á aðgerðum sem þessum. Það er einfalt eð gera þær utan sjúkrahúsa. 

Með þessu ætti að aukast svigrúm innan spítalanna til að sinna annars konar augnaðgerðum sem ekki er unnt að vinna utan veggja sjúkrahússins. Það er reyndar mikilvægt að aðgerðir þessar verði einnig unnar innan LSH - vegna eðlis spítalans sem háskólasjúkrahúss.

Þótt hér hafi verið tekið enn eitt skref í að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustunni í takt við það sem gert hefur verið á undanförnum árum þar sem einkaframtakið hefur verið nýtt innan hins opinbera heilbrigðiskerfis, þá er mikilvægt að standa vörð um öflugan Landsspítala sem alltaf hlýtur að vera grunnstoð heilbrigðiskerfisins ásamt heilsugæslukerfinu. Þær grunnstoðir má ekki undir neinum kringumstæðum veikja.


mbl.is Biðlistar tilheyra sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Undarlegt að þú skulir komast að þeirri ályktun að einkarekstur henti betur en ríkisrekstur.  Hvers vegna skyldi ríkissjóður ekki niðurgreiða ríkisrekna starfsemi í samkeppni við einkaaðila rétt eins og þér þykir sjálfsagt að gert sé með rekstur Íbúðalánasjóðs ?

Sambærilegt við "ókeypis" ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs væri ef einkaaðilar væru látnir innheimta virðisaukaskatt af hverri aðgerð en ríkisaðgerðirnar væru undanþegnar.

Arnar Sigurðsson, 6.5.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er bara ekkert undarlegt við þetta ágæti Arnar!

Ég er ekki að álykta að einkarekstur henti betur en ríkisrekstur. Ég er heldur ekki að álykta að ríkisrekstur henti betur en einkarekstur. Ég er hins vegar að segja að á ákveðnu sviði er ríkisrekstrur æskulegur - einkarekstrur á öðrum - og algengt að blanda þessa tveggja sé harla gott!

Mín skoðun er sú að rekstur heilbrigðiskerfisins á að vera fyrst og fremst á ábyrgð samfélagsins. Í þeim rekstri tel ég rétt að beita einkarekstri á ákveðnum sviðum - þar sem það á við. Að sjálfsögðu á samfélagið að beita lögmálum markaðarins þar sem það á við í rekstri - þmt. í ríkisrekstri.

Það er grundvallaratriði í rekstri heilbrigðiskerfisins að þar hafi allir sama rétt og sama aðgang. Um það var Guðlaugur Þór að semja um hvað varðar þjónustusamning við einkafyrirtæki - að undangengnu útboði.

Hvað íbúðalán varðar - þá er fyrst að halda því til haga að almenn lán Íbúðalánasjóðs eru ekki niðurgreidd. Hvað sem þú segir um ríkisábyrgð - þá ber ríkið ber ekki kostnað af henni - en almenningur nýtur hennar í betri lánakjörum.

Hins vegar stefnir allt í að ríkið beri kostnað af óbeinni ríkisábyrgð sinni á einkavæddu viðskiptabönkunum!

Reyndar eru vextir félagslegra leiguíbúðalán sjóðsins  hins vegar niðurgreidd að hluta. 

Þegar kemur að húsnæðismálunum - þá er það eins og í heilbrigðismálunum - þá eiga allir að eiga jafnan rétt til hóflegra lána sem eiga að duga til þess koma sér upp  hóflegu húsnæði. Til þess er Íbúðalánasjóður. Sjóðurinn beitir einmitt markaðslögmálunum til að fá hagkvæmustu kjör sem unnt er í fjármögnun íbúðalána - annars vegar vegna öflugra og stórra skuldabréfaflokka - og hins vegar vegna ríkisábyrgðarinnar. Það er markaðurinn sem tryggir bestu lánskjör hverju sinni.

Að sjálfsögðu á einkaframtakið að vera á þessum markaði á sínum forsendum. En það er ekki unnt að gera kröfu á einkabanka að hann tryggi jafnan aðgang og jafnan rétt allra að lánum þeirra.

Það er farsælast fyrir almenning að á íbúðalánamarkaði sé traustur opinber íbúðalánasjóður sem tryggi öllum rétt á láni á bestu kjörum til að koma sér upp hóflegu húsnæði og að það séu öflugir viskitpabankar sem veita viðskiptavinum sínum góð íbúðalána jafnt sem önnur lán. Það er kjarni málsins.

Hallur Magnússon, 6.5.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband