Kæri Davíð Oddsson seðlabankastjóri!

Kæri Davíð Oddsson seðlabankastjóri.

Mig langar að spyrja þig nokkra spurninga vegna bréfs sem þú sendir vini mínum Guðna Ágústssyni og birst hefur í fjölmiðlum.

Hvernig getur lækkun heildarútlána Íbúðalánasjóðs úr 482 milljörðum 1. júlí 2004 í  377 milljarða þann 1.janúar 2006 verið þensluvaldandi? 

Hvernig getur það verið að fækkun raunverulegra 90% lána úr 33% allra útlána Íbúðalánasjóðs á árinu 2003 í innan við 20% allra útlána Íbúðalánasjóðs á árinu 2005 og síðar í um 1% allra útlána sjóðsins á árinu 2007 geti verið þensluvaldandi? 

Eru ekki meiri líkur á því að ástæðan þenslunnar sé:  “útlánabylgja í kjölfar einkavæðingar bankanna sem þöndu efnahagsreikning sinn ört út í krafti ódýrs erlends fjármangs”  eins og segir orðrétt í bréfi þínu til Guðna vinar míns? 

Er ekki rétt að ein ástæða þeirrar útlánabylgju hafi verið lækkun Seðlabankans á bindiskyldu bankanna árið 2003? 

Er ekki líka rétt að Seðlabankinn hefði getað dregið úr útlánabylgju bankanna haustið 2004 með því að hækka bindiskylduna aftur? 

Ég vonast til þess að það taki ekki tvo mánuði að fá svör við þessum spurningum – en það tók Seðlabankann tvo mánuði að svara Guðna og félögum í þingflokki Framsóknarmanna! 

Kær kveðja 

Þinn gamli aðdáandi

Hallur Magnússon


mbl.is Engin rök fyrir örvandi aðgerðum ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er dálítið kjarni málsins, Hallur.  Lækkun bindiskyldunnar, sem jók peningamagn í umferð um 20 milljarða milli áranna 2003 og 2004 og í reynd um aðra 30 milljarða á næstu árum.  Hvernig skýri ég það?  Þetta fyrra má lesa úr upplýsingum frá Kaupþing (sérefni KB banka um efnahagsmál frá 28. maí 2004) en ég fjallaði um það á blogginu mínu nýlega (sjá Blame it on Basel).  Hitt má lesa út úr því að bindiskylda bankanna (skv. Peningamálum) nemur nú 50 milljörðum miðað við 2% bindingu, en væri 100 milljarðar miðað við 4% bindingu.

En það er annað vandamál.  Bankinn lækkaði áhættustuðul til útreiknings á eiginfjárkröfu vegna útlána tvisvar á þessu tímabili (sjá Blame it on Basel) og önnur af þessum lækkunum kom beint ofan í lækkun á matarskatti (sjá blogg mitt Var Seðlabankinn undanþeginn aðhaldi?).

Marinó G. Njálsson, 29.4.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þetta eru afar góðar spurningar Hallur.   Reiknaðu samt ekki með að Davíð svari þér - þótt þú játir á honum aðdáun og allt það - - því þú hefur tjáð afstöðu sem ekki felur í sér neina tegund af staðfestingu á aðdáun þinni á iðju "vættarins við Arnarhól" - - nú um stundir.  Jafnvel felst í spurningum þínum vottur af efasemdum á ágæti stjórnarathafna Davíðs forsætisráðherra.

Það ætlar annars að verða lífseig höfuð-lygi og áróðurssíbylja að hækkun lána Íúðalánasjóðs í 90% hafi verið sérlegur þensluvaldur - - og neytt bankana til að yfirbjóða - - með stuðningi Seðlabankans.    Það er líka haldið áfram að skrökva því að OECD og IMF og fleiri erlendum aðilum að þenslan hafi orðið einmitt vegna Íbúðalánasjóðs  - - þó staðreyndirnar tali sínu máli og minnnkandi útlán ÍLSJ liggi fyrir  - - auk þess sem verðþróun á fasteignamarkaði gerði óbreytt hámarkslán ÍLsj að smámynt - - og viðmið af brunabótamati kippti grunninum undan því að Ílsj gæti fjármagnað kaup annarra en vel stæðra á Reykjavíkursvæðinu.

Guðjón Rúnarsson er nú einmitt einn af þeim sem taka laun sín ekki síst fyrir að halda úti áróðrinum gegn Íbúðalánasjóði . . . .

Bankarnir á Íslandi þurfa að stíga inn í sambærilegan fasa við það sem er í gangi í Bretlandi og USA - þar sem ríkisstjórnir og seðlabankar - ásamt bönkum sem eru í fasteignabransanum vinna saman að því að greiða úr fjármagnskreppunni.   Um þetta hef ég tjáð mig á http://blogg.visir.is/bensi

Benedikt Sigurðarson, 30.4.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir þetta Bensi!

Hallur Magnússon, 30.4.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband