Auðurinn felst í konum og samfélagslegri ábyrgð!
28.4.2008 | 12:33
"Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna fram á að fyrirtæki sem njóta aðkomu kvenna í lykilhlutverkum skila betri arðsemi þegar til lengri tíma er litið... Við höfnum því viðhorfi að velja þurfi á milli fjárhagslegrar arðsemi og samfélagslegs ávinnings. Við teljum einfaldlega að það felist fjárhagslegur ávinningur í því að taka samfélagslega ábyrgð."
Þennan sannleik er að finna í skilgreindri hugmyndafræði Auðar Capital sem nú hefur fengi leyfi Fjármálaeftirlitsins sem verðbréfafyrirtæki. Ég fagna þessum áfanga hjá þeim stöllum sem hafa á undanförnum mánuðum byggt upp öflugt fjármálafyrirtæki á eigin forsendum - forsendum sem því miður hafa ekki átt upp á pallborðið í karllægum fjármálamarkaði.
Hópurinn sem stendur að Auði Capital er ekkert slor. Öflugar, vel menntaðar konur sem vita hvað þær vilja eins og fram kemur í þeirri hugmyndafræði Auðar Capital sem kynnt hefur verið:
"Auður telur skynsamlegt að nýta viðskiptatækifæri sem felast í samfélagsbreytingum. Þegar horft er til framtíðar eru tvær áberand breytingar sem munu skipta miklu hvað varðar framtíðarhagvöxt og verðmætasköpun.Í fyrsta lagi felast mikil tækifæri í vaxandi mann- og fjárauði kvenna, auknum kaupmætti þeirra og frumkvæði til athafna. Í öðru lagi eru ómæld vaxtartækifæri tengd fyrirtækjum sem ná að gera samfélagslega og siðferðislega ábyrgð að viðskiptalegum ávinningi. Þessi tækifæri eru hreinlega of góð til að láta fram hjá sér fara."
Ég hef mikla trú á Auði Capital! Gangi ykkur allt í haginn!
Auður Capital fær starfsleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.