Óskar Bergsson rassskellir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks!
16.4.2008 | 00:29
Óskar Bergsson rassskellir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bókun á borgarstjórnarfundi í gær:
Sjálfstæðismennirnir sem settu allt í loft upp í október s.l. vegna útrásarverkefna Orkuveitunnar fara nú fremstir í flokki í að fylgja eftir þeirri stefnu sem samræmdist ekki grundvallarlífsýn þeirra sjálfra fyrir rétt rúmum 5 mánuðum síðan og sprengdi þáverandi meirihluta, segir Óskar í tilefni af samningi sem Kjartan Magnússon Umboðslaus borgarfulltrúi slær um sig í Afríku!
Útrásarstefna meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks virðist vera sú sama og mörkuð var í tíð 1. meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þar sem útrásarverkefni Orkuveitu Reykjavíkur voru sameinuð í fyrirtækinu REI, (Reykjavík Energy Invest) ... Sjálfstæðisflokkurinn hljóp hins vegar frá þeirri stefnu vegna þess að það samræmdist ekki grundvallarhugmyndafræði þeirra að Orkuveita Reykjavíkur sinnti öðrum verkefnum en kjarnastarfsemi. Það samræmdist ekki grundavallarhugsjónum þeirra að blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri í áhættusömum samkeppnisgreinum. Núna fer fyrir útrásarfyrirtækinu REI, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann undirritar viljayfirlýsingar um auknar fjárskuldbindingar til útrásarverkefna. Sjálfstæðismennirnir sem settu allt í loft upp í október s.l. vegna útrásarverkefna Orkuveitunnar fara nú fremstir í flokki í að fylgja eftir þeirri stefnu sem samræmdist ekki grundvallarlífsýn þeirra sjálfra fyrir rétt rúmum 5 mánuðum síðan og sprengdi þáverandi meirihluta.
Ég er farinn að finna verulega til með þeim Sjálfstæðismönnum! Klúðrið algjört í Orkuveitumálunum - og svo sitja þeir upp með Ólaf Friðrik sem borgarstjóra í stað þess að eiga borgarstjórann sjálfir í traustu meirihlutasamstarf!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei Kristinn!
Þetta er ekki rangur misskilningur. Ef þú ferð gegnum viðbrögð og viðtöl sexmenninganna á sínum tíma - þá var gagnrýni þeirra í öllum regnbogans litum! Ekki hvað síst á útrás REI.
Reyndar var upphlaup sexmenningaklíkunnar algjör steypa - og illa ígrunduð. Málið snerist heldur ekki um OR heldur REI.
Hallur Magnússon, 16.4.2008 kl. 10:00
PS. Hallur Magnússon, fyrrverandi varamaður í stjórn Veitustofnanna Reykjavíkur.
Man einhver eftir þeim þríhöfða þurs - sem varð eitt öflugasta fyrirtæki landsins undir stjórn eins umdeildasta stjórnmálamanns landsins - Alfreð Þorsteinssonar - og R-listans!
Hallur Magnússon, 16.4.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.