Umboðslaus borgarfulltrúi slær um sig í Afríku!
12.4.2008 | 13:47
Hvað ætli hinn snaggaralegi borgarstjóri Ólafur Friðrik segi um það að guðfaðir hans sem borgarstjóri - Kjartan Magnússon - slái um sig umboðslaus í Afríku? Ætli borgarstjórinn taki á þessu af festu og yfirvegun eins og hans er von og vísa? Tekur hann Kjartan á teppið?
Eftirfarandi frétt er að finna á vef DV:
"Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, hefur skrifað undir samninga um virkjunarframkvæmdir í Afríkuríkinu Djíbútí. Hvorki stjórn Orkuveitunnar né félögum Kjartans í borgarstjórnarflokknum hefur verið kynnt innihald samninganna.
Samkvæmt heimildum DV.is hefur Kjartan Magnússon ekki umboð til þess að gera slíka samninga. Stjórnarmenn í Orkuveitunni, sem rætt hefur verið við, segjast telja að um viljayfirlýsingar hafi verið að ræða. Nú bendi ýmislegt til annars."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já sjálftektarflokkurinn er samur við sig.
Óskar Þorkelsson, 12.4.2008 kl. 13:50
er þetta bara komið í sam ferlið og hjá Villa, merkilegt með þetta xD fólk það heldur að það geti bara gert eitt hlutina í fjáls/einkavæðingunni, því miður OR/REI er opinber stofnun og í eigi Reykjavík, enn aðila innan borgarstjórnar hefur engin völd til að samþykkja eitt né neitt nema með samþykki meirihluta borgarstjórnar, maður harmar það að Ólafur skuli blandast í þetta Nazista kerfi xD
TBEE (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 17:12
Hvernig getur ábyrgur borgarfulltrúi skifað undir yfirlýsingu eða samning er hann veit að hann hefur ekkert umboð til að skifa undir.? Verður ekki að víkja honum úr embætti stax og hann kemur heim?
haraldurhar, 12.4.2008 kl. 22:34
Þeir hafa ekki lært mikið á því sem undan er gengið. Komnir í sama gírinn...enginn veit neitt hvað hinn er að gera og hann er að gera það umboðslaus.... Villi hvað !!!!!!!!!!!!
Jón Ingi Cæsarsson, 13.4.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.