Brýnt að tvöfalda Suðurlandsveg strax milli Hveragerðis og Selfoss!

Nú veit ég ekki hvernig áætlanir Vegagerðarinnar um tvöföldun Suðurlandsvegar er háttað, en það er brýnt að tvöfalda Suðurlandsveg strax á kaflanum milli Hveragerðis og Selfoss. Ég hef alla tíð verið smeykur við þennan kafla þar sem oft myndast langar bílaraðir vegna slóðagangs einstakra bílstjóra sem aka allt of hægt, þannig að ökumenn freistast til framúraksturs við ekki allt of góðar aðstæður.

Í ljósi þess að þarna fer ekki einungis í gegn öll umferð milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins, heldur er þarna að auki mikil umferð milli Hveragerðis og Selfoss, þá tel ég að þarna eigi að byrja.

Ég tel að það eigi að færa Suðurlandsveginn í vestur frá Hveragerði svo eðlileg byggðarþróun geti orðið í þeim annars ágæta bæ.

Eins og ég sagði í upphafi veit ég ekki hverjar áætlanir Vegagerðarinnar er um tvöföldun Suðurlandsvegar - en það kæmi mér ekki á óvart að hún muni byrja að tvöfalda hinn heimskulega nýja 2+1 veg - sem náttúrlega átti alltaf að vera 2+2 frá upphafi.

Þrátt fyrir að 2+1 sé ekki fullnægjandi - þá er hægt að lifa við þá vitleysu á meðan verið er að tvöfalda þrengstu 1+1 kaflana á leiðinni á Selfoss.

PS. Sé í frétt að maður lést í þessu slysi. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Tók einnig eftir að mbl.is leyfir ekki blogg við fréttina um banaslysið.  Ég er ánægður með þá ákvörðun mbl.is. Það er ekki við hæfi að slíkum fréttum fylgi misvitur blogg.


mbl.is Alvarlegt umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hvað ertu nú að bulla Hallur? 2+1 er það sem þarf á þessum vegi. Kynntu þér málið.

Birgir Þór Bragason, 11.4.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég heyrt því fleygt að mikilvægari samgöngubætur gangi fyrir suðurlandsvegi.. til dæmis Héðinsfjaragöng..  Vaðlaheiðagöng... einhverhólsgöng..

Óskar Þorkelsson, 11.4.2008 kl. 14:17

3 identicon

Tek undir með Birgi Þór. Breikkun í 2+1 veg með vegriði fækkar slysum jafnmikið og á 2+2 vegi, mun bera umferðina á Suðurlandsvegi með góðu móti mörg ár enn og kostar einungis rúman þriðjung af 2+2 vegi.

Guðmundur Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Birgir Þór kæri vin!

Ég hef kynnt mér 2+1 þvæluna.

Ég hef líka búið í Noregi - föðurlandi 2+1 dellunnar!

Þeir eru komnir niður í kjúkur eftir að hafa nagað á sér handabökin fyrir þá vitleysu!!!

Hættir að leggja 2+1 vegi vegna slæmrar reynslu.

Hættu þessu bulli!

Þetta er ekki einungis spurning um öryggishjálm.

Þetta er líka spurning um að anna á eðlilegan hátt þeirri framtíðarumferð sem þarf að vera á sameiginlegu atvinnusvæði sem liggur frá Markarfljoti að Hítará og Baulu!

Hvernig hefur þú það annars kæri vin?

Hallur Magnússon, 11.4.2008 kl. 18:37

5 Smámynd: Hallur Magnússon

... og Gylfi minn gamli vin?

Hvaðan í ósköpunum fékkst þú upplýsingar um að 2+1 fækkaði slysum jafn mikið og 2+2?

Frá Vegagerðinni - eða hjá verkfræðingunum í Gautaborg fyrir 30 árum?

Hallur Magnússon, 11.4.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

2+1 vegir eru bull.. það munar ekki það miklu á vegalagningunni ða leggja veg fyrir 4 akreinar en 3.. fúskararnir í vegagerðinni skilja það  bara ekki.

Óskar Þorkelsson, 11.4.2008 kl. 18:44

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég hef það sko fínt, dóttirin orðin 7 mánaða.

Vegagerðin hefur lagt til að gerður verði 2+1 vegur og sé sá kostur næstum jafn öruggur og 2+2 vegur og anni umferð næstu 20 – 30 árin.

- Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að aðgreina eigi akstursstefnur eins fljótt og við verður komið og nefnir þá í því tilliti byggingu 2+1 vegar sem hún telur að hafi reynst vel.

- Lögreglan á Selfossi leggur til að byggður verði 2+1 vegur og sé sú útfærsla nægilega örugg og vitnar hún í jákvæða reynslu af vegarkaflanum í Svínahrauni.

a) Bygging 2+2 vegar með mislægum gatnamótumvegar frá Reykjavík til Selfoss. Vegagerðin hefur metið að framkvæmdin kosti 10-12 milljarða og er þá miðað við veg eins og byggður hefur verið á Reykjanesbraut. Vegurinn mun fullnægja markmiðum um umferðaröryggi og greiða umferð til framtíðar.

b) Bygging 2+2 vegar frá Reykjavík að Hafravatnsvegi og 2+1 vegar með hringtorgum frá Hafravatnsvegi til Selfoss. Samkvæmt Vegagerðinni verður kostnaður um 5 milljarðar. Vegurinn mun fullnægja markmiðum um umferðaröryggi og greiða umferð að minnsta kosti næstu 20 til 30 árin.

Hallur þú hefur ekki kynnt þér málið!

Birgir Þór Bragason, 12.4.2008 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband