Innantóm ákvörðunarfælin ríkisstjórn?
8.4.2008 | 11:17
Ég hafði mikla trú á ríkisstjórninni þegar hún tók við og vonaðist til þess að mikill þingstyrkur Samfylkingarinnar yrði til þess að koma áfram ýmsum gagnlegum málum sem Framsóknarflokkurinn hafði ekki komið í gegn.
En eftir því sem liðið hefur á hafa runnið á mig tvær grímur og fyrir sjónum mér nú virðist blasa innantóm ákvörðunarfælin ríkisstjórn!
Helsta "afrek" ríkisstjórnarinna eru verðbólgufjárlög sem urðu til þess að skvetta olíu á verðbólgubálið með þeim afleiðingum sem við stöndum frammi fyrir í dag.
Að öðru leitin virðist nánast ekkert vera að gerast annað en innantóm orð án aðgerða. Sem betur fer eru á þessu einstaka undantekningar - en yfir það heila þá hrópar aðgerðarleysið á okkur!
Þetta aðgerðarleysi er enn háværara í ljósi þeirra kröftugu yfirlýsinga sem ráðherrar Samfylkingarinnar höfðu í upphafi - en ef eitthvað hefur gerst - þá hefur það einungis verið skugginn af þeim heitstrengingum.
Forsætisráðherrann sem ég bar mikla virðingu fyrir sem stjórnmálamanns og leiðtoga segist alltaf vera að ræða málin, hugleiða og undirbúa aðgerðir - sem aldrei virðast vera tímabærar. Ákvörðunarfælnin algjör - og ekkert gerist!
Er þetta innantóm ákvörðunarfælin ríkisstjórn - eða er ríkisstjórnin raunverulega að vinna eitthvað bak við tjöldin?
Við skulum vona að ríkisstjórnin sé ekki hol og innantóm - heldur sú sterka framfarastjórn sem hún hafði alla burði til að vera þegar hún tók við. En þá verðum við að fara að sjá einhverjar raunhæfar aðgerðir - ekki endalaus innantóm orð!
Innantómur fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála
Glanni (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:31
Á ekki bara ríkistjórn Íslands að taka yfir heiminn eða amk Evrópu til að koma þessu í lag? lækka heimsmarkaðsverð á olíu, afnema vökulögin fyrir bílstjórana okkar og fl. og fl.
Það eru ekki margir hér á Mbl. blogginu sem þakka það sem Jóhanna félagsmálaráðherra er að gera fyrir þá verst settu. Svo er það viðskiptaráðherrann sem líka er að taka til í sínu ráðuneyti. Mér finnst bara ýmislegt vera að gerast hjá þessari ríkistjórn betra en hjá henni fyrri en kannski ekki endilega fyrir ,,efri - og millistéttina" enda búið að moka svoldið mikið undir þær á undanförnum árum. Verst að heilbrigðisráðuneytið skuli enn vera undir hægri mönnum.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.4.2008 kl. 11:51
Ég er sammála um aðgerðaleysi þeirra mála sem aðkallandi eru. Jú, Jóhanna Sigurðard. hefur tekið til hendinni og það er gott mál. Umhverfisráðherrann virðist vera umhugað um náttúruna sem er nýlunda. Engu að síður verða menn að standa fyrir svörum um hvað eigi að gera í verðbólgumálum og krónunni. Ekki bíða þetta bara af sér. Einnig finnst mér bílstjórarnir eiga heimtingu á útskýringum eða einhverri svörun - þeir eru líka kjósendur og það þýðir ekki að skýla sér bak við að þeir séu með ólöglegar aðgerðir - það var heldur ekkert gert fyrir þá áður. Kannski væri ráð að ræða málin hver svo sem niðurstaðan verður.
Mér finnst afgerandi hvað gagnrýnisraddir eru hunsaðar af ráðamönnum þessa lands rétt eins og þær komi ekki frá kjósendum heldur einhverjum sem þá varðar ekki um.
Eva Ólafsd. (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 15:10
Þórdís, ríkisstjórnin þarf ekki að taka yfir heiminn til að komast hjá því að lenda á athugunarlistum matsfyrirtækja fyrir aðgerðarleysi. Hún þarf bara að hætta að tala og framkvæma. Ég ætla ekki að eyða orðum í niðurfellingu tekjutenginga hjá félagsmálaráðherra... þeir vest settu hafa sagt sitt álit á því. Hvað varðar viðskiptaráðherrann í minnsta ráðuneytinu þá hefur hann ekki lagt neitt fram sem ekki annaðhvort kom tilbúið frá Brussel eða var til í ráðuneytinu þegar hann tók við. Annar er bara snakk og aftur snakk, orð og engar efndir. Það er hægt að boða fallega fundi en þeir leysa engin vandamál... maðurinn hefur ekki lagt neina af sínum hugmyndum fram bara talað niður krónuna frá degi eitt.
G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2008 kl. 15:43
Ágæta Þórdís!
Þú segir að það séu ekki margir sem þakki Jóhönnu fyrir það sem hún gerir gott. Ég er ekki sammála þér. Ég og aðrir hafa gert það! Tók þrjú blogg frá mér þar sem Jóhanna kemur við sögu!
Jóhanna fær loksins að taka jákvætt skref í húsnæðismálum!
Ánægjulegar aðgerðir í þágu aldraðra!
Frábært framtak hjá Jóhönnu!
Hallur Magnússon, 8.4.2008 kl. 17:23
Ég held ég verði að taka undir með þér Hallur. Mér hefur lengi fundist ríkisstjórnin er risi á brauðfótum. En ertu að segja að Framsóknarflokkurinn hafi haft áhrif langt fram yfir þingstyrk sinn að koma málum til vegar sem Samfylkingunni virðist ekki takast? Ef það varð til góðs þá er það ágætt, en það er ekki mjög lýðræðislegt er það?
Theódór Norðkvist, 8.4.2008 kl. 18:19
vera risi!
Theódór Norðkvist, 8.4.2008 kl. 18:19
Hvaða hvaða Hallur, fékkstu þetta í þig í Hlíðarfjalli? Ertu núna að tala um löngu samþykkt fjárlög sem skiluðu 40 mia. afgangi? Hvaða verðbólgustungur eru í fjárlögum? Þú átt reyndar þakkir skyldar fyrir hrós-bloggin. Þú mátt heldur ekki gleyma því að þegar ríkisstjórn tekur við í júní er nánast búið að semja frumvarpið fyrir næsta ár. Ertu nokkuð að skamma Framsóknarflokkinn? Skiluðu þeir ekki góðu búi, heldurðu?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:00
40 milljarðar í fjárlagaafgang þrátt fyrir 20% aukningu á fjárlögum!
Jú, það er að skila góðu búi.
Hins vegar var það galið að ganga frá svona verðbólgufjárlögum á sama tíma og allir málsmetandi aðiljar sem fylgjast með íslensku efnahagslífi mæltu með samdrátti ríkisútgjalda til að ná jafnvægi á efnahagsmálin.
Það er ennþá galnara að fara í 20% aukningu á fjárlögum - rétt áður en ríki og sveitarfélög þurfa að hækka verulega kjör vel menntaðra láglaunastétta í opinberri þjónustu. Hefði ekki verið skynsamlegar að halda niðri verðbólgu - og eiga eitthvað eftir´uppi í erminni til að koma á móts við kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, leikskólakennara og fleiri vel menntaðar láglaunastéttir ríkisins? Eða ætla menn að tæma skólana af kennurum og loka heilbrigðisstofnunum og elliheimilum?
20% aukningin er ekki á ábyrgð Framsóknarflokksins - heldur núverandi ríkisstjórnar og meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á Alþingi.
Ríkisstjórnin skaut sig í fótinn - og virðist vera að blæða úr því hún veit ekki hvað eða hvort hún eigi að gera eitthvað til að stoppa blæðinguna. Vonandi tekur hún sig þó til í andlitinu og stoppar blæðinguna áður en henni og þjóðinni blæðir út. Hún á að hafa allt til þess - líka kjarkinn - þótt ég sé farinn að óttast að svo sé ekki!
Hallur Magnússon, 8.4.2008 kl. 21:47
Já, einkar ákvörðunarfælin ríkisstjórn. Hún er ekkert að vinna bakvið tjöldin heldur.
Góðir leiðtogar eru sýnilegir og aðgerðir þeirra líka!
Ég ætla að vona að fólk fari að gera sér grein fyrir því að það var nú ekki allt það illa Framsóknarflokknum að kenna þrátt fyrir allt. Ég ætla að vona að fólk sjái að sér fyrir næstu kosningar og geri sér grein fyrir því hve miklu hæfari fyrri ríkisstjórnin var heldur en þessi.
Einar Freyr Magnússon, 8.4.2008 kl. 22:38
Bara svo þú vitir það þá eru leik- og grunnskólakennarar á launum hjá sveitarfélögunum. 20% hækkun fjárlaga eru ekki endilega verðbólguhvetjandi. Í ljós kom að tekjur ríkisins urðu 16% meiri en lokaáætlun gerði ráð fyrir. Menn verða að skoða þetta í samhengi. En af því ég er gestur á þessari síðu þá eftirlæt ég þér að slá botninn í umræðuna.
p.s. Er það "ákvörðunarfælni" að hækka húsaleigubætur um allt að 50% ?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:58
Ákvörðunarfælni? Eru sjórnmálamenn ekkert að fatta að þeir ráða ekki við þá sem eru á bak við tjöldinn og hefna sín á Davíð sérstaklega í að spila "viðskiptapóker?
Merkilegar skræfur sem er sama orðið og ákvörðunarfælni.
Davíð myndi gera mest gagn með að hætta og láta ekki sjá sig nálægt neinum fjármálum þjóðarinnar.
Næst vill hann verða flugstjóri líklegast og mig langar ekki að vera farþegi í þeirri vél sem hann sest við stjórtækin á..
Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.