Hvaða utanríkisráðherra hefur staðið sig bezt á undanförnum árum?

Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra sniðgekk utanríkismálanefnd Alþingis fyrir leiðtogafund NATO þangað sem hún flaug ásamt Geir Haarde fyrrum utanríkisráðherra með einkaþotu til Búkarest. Þau veittu völdum fjölmiðlum óbeinan ríkisstyrk með því að bjóða fulltrúum þeirra ókeypis far -  nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherrann skipaði að óþörfu þrjá nýja sendiherra - þar af fyrrverandi ráðherra og samflokksmann forsætisráðherra Íslands.

Í ljósi þessa og í ljósi áður óvæginnar gagnrýni núverandi utanríkisráðherra á fyrirrennara sína fyrir meint bruðl og meinta sniðgöngu utanríkismálanefndar hef ég sett á bloggið mitt skoðanakönnun þar sem spurt er: 

"Hvaða utanríkisráðherra hefur staðið sig bezt á undanförnum árum?"

Endilega takið þátt!


mbl.is Evrópu ekki skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jón Baldvin ber höfuð og herðar yfir alla sem starfað hafa í utanríkisráðherrastól.

Óskar Þorkelsson, 2.4.2008 kl. 20:05

2 identicon

Valgerður ber af!

Allt það jákvæða sem Ingibjörg Sólrún hefur unnið að lagði Valgerður grunn að í sinni ráðherratíð.

Hins vegar hefur Ingibjörg tekið upp nánast alla ósiði karlanna sem gegndu þessu embætti áður! 

Bruðl og hroka!

Mér skylst að það sé orðinn verulegur kurr í utanríkisráðuneytinu með hana - og fólk farið að sakna Valgerðar!

Kveldúlfur (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er kostuleg skoðanakönnun, ekki síst textinn sem fylgir henni

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Haraldur!

Er ekki allt satt og rétt í þessum texta?

Hallur Magnússon, 2.4.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það má vel vera. En ef þetta er ekki leiðandi texti, þá veit ég ekki hvernig slíkur texti er.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 20:51

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Búinn að kjósa og kaus Valgerði. Stóð sig mjöl vel þann stutta tíma sem hún var
utanríkisráðherra. Þá var bruðlið í ráðuneytinu í algjöru lágmarki, þvert á það
sem er í dag hjá núverandi utanríkisráðherra.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2008 kl. 21:18

7 identicon

Mér finnst að "Best" sé eiginlega ekki rétta orðið

DoctorE (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: Skarfurinn

Jón Baldvin ber af á því er enginn vafi, maður með vit og þorir.

Skarfurinn, 3.4.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband