Jákvætt hænuskref á húsnæðismarkaði!

Afnám stimpilgjalda hjá fyrstu kaupendum er jákvætt hænuskref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði! Vandamálið er að þetta hænuskref dugar ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu ekki til! Ungt fólk fær nefnilega ekki íbúðalán til að standa undir kaupum á fyrstu íbúð þar sem bankarnir eru hættir að lána og stjórnvöld halda Íbúðalánasjóði í gíslingu með því að takmarka lán sjóðsins við brunabótamat!

Auk þess lækkaði ríkisstjórnin hámarkslánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Ekki að það breytti miklu á höfuðborgarsvæðinu þar sem hamlandi áhrif brunabótamatsins verður nánast alltaf til þess að veðhlutfall Íbúðalánasjóðs nær aldrei 80% af kaupverði.

Ofan í kaupið er hámarkslán Íbúðalánasjóðs allt of lágt til þess að fjármagna eðlilega, hóflega íbúð fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu.

Tillögur að raunhæfum aðgerðum er að finna á öðru bloggi mínu: Íbúðalánasjóður til aðstoðar bönkum í sjálfskaparvíti og skuldsettum heimilum? 


mbl.is Stimpilgjöld af fyrstu íbúð burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er mismunun þegnanna eitthvað jákvæð? Er ekki mismunun almennt neikvæð? Af hverju að hygla sumum en ekki öðrum? Ekki að kaupendur að sinni fyrstu íbúð eigi ekki allt gott skilið. Samt er miklu eðlilega, almennt, að niðurfelling gjalda nái til allra en ekki útvaldra. Skrefið því jákvætt í sjálfu sér en allt of stutt ... ætti að ná til allra ... og framkvæmdin .. mismununin .. því  neikvæð.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 07:54

2 identicon

Ánægður með þína skeleggu umræðu um þessi mál. Það er í raun ótrúlegt að ekki skuli vera meira rætt um þessi mál þar sem þetta er einn mikilvægasti málaflokkurinn í öllum samfélögum.  Núverandi ástand er ekki boðlegt fyrir íslenskt samfélag og ég skammast mín fyrir að vera sjálfstæðismaður!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:00

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta dugar bara engu ungu fólki, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né annars staðar. Það á einfaldlega að leggja þennan furðulega skuldaskatt af. Hann er og hefur alltaf verið óréttlátur og skiptir þá engu hvort fólk er að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn eða ekki.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 10:11

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm þýðir þetta þá að ég fái afnám stimpilgjalda á íbúð frá og með 1 júlí ?  Ég ekki íbúð fyrir en átti fyrir nokkrum árum áður en ég flutti út.. eða er bókstaflega meint fyrstu íbúð ?

Óskar Þorkelsson, 2.4.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband