Stórskipahöfn á Selfoss?
31.3.2008 | 18:20
Eigum við ekki að byggja stórskipahöfn á Selfossi!
Það er álíka gáfulegt og að byggja varanlega flugstöð í Vatnsmýrinni þegar ljóst er að flugvöllurinn mun fara þaðan fyrr en síðar. Sama hvaða óra Ólafur Friðrik bæjarstjóri í Reykjavík og Kristján Möller sveitamálaráðherra hafa um varanlegan flugvöll í miðbæ Reykjavíkur.
Mér þætti gaman að sjá framan í Gísla Martein og Hönnu Birnu - sem fram að þessu hafa tekið skynsamlega á málunum.
Á virkilega að kasta milljörðum í vitleysu í Vatnsmýrinni - bara til að sitja nokkra mánuði í meirihluta í Reykjavík - þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ekki einu sinni að ná málum sínum fram?
PS. Ætli snillingarnir hafi minnst á það sem skiptir máli - Sundagöng?
Samgöngumiðstöð hýsi alla samgöngustarfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hann Óli ætlar ekki bara að stúta miðbænum í misskilinni verndurarstefnu heldur ætlar hann að halda í úrsérgengið breskt hernaðarmannvirki til frambúðar..
Hann Óli Falski er versti stjórnmálamaður sem Reykjavík hefur nokkurntíma haft í borgarstjórn.. hrikalega klikkaður greyið.
Hvar er Villi núna ?
Óskar Þorkelsson, 31.3.2008 kl. 18:25
Góð hugmynd með stórskipahöfn á Selfossi. - Þetta er ábyggilega vel framkvæmdanlegt en talsvert dýrt...."Vanadísin" fór náttúrlega þarna einu sinni þann 1. apríl!!!!.......Hinsvegar er þessi samgöngumiðstöð þarfaþing. - Ætli Reykjavík að vera höfðuborg áfram, þarf þar að vera flugvöllur og enginn staður er betri fyrir hann en Vatnsmýrin. - Með álíka rökum og þú færir þarna fram má segja að verið sé að kasta fjármunum á glæ að byggja hátæknisjúkrahús í Reykjavík. - Væri ekki nær að hafa það bara í Keflavík? - Ég býst við að þú hafir þurft að fljúga eitthvað nýlega Hallur þótt langt sé orðið síðan þú bjóst fyrir austan. - Þá hefurðu væntanlega kynnst stríðsminjunum, sem kallaðar eru flugstöð og því ógnarplássi og fyrirmyndaraðstöðu, sem þar er. Svo á nú samgöngumiðstöðin að þjóna áætlunar- og hópbílum, strætó, leigubílum og kannski lestakerfinu í framtíðinni. - Svo er það Sundabrautin, einhverja lausn þarf náttúrlega að finna á henni en eru ekki bara Gísli Marteinn og Hann Birna að draga lappirnar þar líka? - Svo er nú ekki gott útlit fyrir þessi göng ef miðað er við það sem kom fram í Mogganum í gær.
Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 19:03
Ódýr bráðabirgðaaðstaða er það sem þarf í Vatnsmýrina.
Ég vil fá ítarlegri gögn til að slá af Sundabrautargöng! Aðrir sérfræðingar í jarðfræði hafa staðhæft að gangnaleiðin sé vel fær.
Þegar Sundabrautargöngin eru komin - þar af hluti þeirra lestarhæf- þá er kominn grundvöllur fyrir innanlandsflugvelli í Melasveitinni - en það ku vera - þrátt fyrir sífelldan strekking á Kjalarnesinu og undir Hafnarfjalli - vera fín skilyrði.
Auðvitað yrði Grunnafjörður þveraður með brú vestast í firðinum - og skottúr í bæinn - tala bú ekki um ef við legðum lest!
Hallur Magnússon, 31.3.2008 kl. 19:14
Melasveitin af öllum stöðum!! - Þetta er algjört rokrassgat í nágrenni Hafnarfjallsins. - Þetta hlýtur að vera grín - Útsynningurinn úr suð-vestri frá opnu hafi og svo rokhvellir niður úr Hafnarfjallinu í suð-austanátt. Galopið fyrir norðanáttinni líka. - Ég flaug að vísu nokkrum sinnum hér áður fyrr frá flugbrautinni við Ölver undir Hafnarfjalli, en það var ekki nema í blíðu og þetta er ekki svæði sem hægt er að treysta á fyrir alvöru flugvöll.
Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 19:28
Var það kannske Leirársveitin!
Ekki ætla ég að hengja mig upp á það - en mér skylst að skilyrðin þarna séu alveg ágæt - ekki síðri en á Hólmsheiðinni - og snjóalög miklu léttari.
... svo höfum við náttúrlega Löngusker
Ef hvorugur þessara kosta gengur - þá mun innanlandsflugið flytjast til Keflavíkur - hvað sem hver segir! Eitt er ljóst að flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni - enda landið það allt of dýrmætt til að spandera því á þann hátt. Milljarða flugstöð breytir því ekki!
Hallur Magnússon, 31.3.2008 kl. 19:44
.. afsakið mér SKILST - en ekki skylst
Hallur Magnússon, 31.3.2008 kl. 19:44
Þú ert sauðþrár í þessum efnum ! - Legg til að þá verði öll sú starfsemi sem höfuðborg fylgir flutt með....og hana nú!!! (sagði hænan )
Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 20:02
Það væri líka áhugavert að sjá hvað svona framkvæmd muni kosta, hvort þetta muni auka á þensluna í þjóðfélaginu. Líst ekkert á þessar framkvæmdir.
Hallgrímur Snær Frostason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:28
Það væri líka áhugavert að sjá hvað það kostar að fjarlægja flugvöll, breyta meirihluta svæðisins í tjörn, leggja hringbraut í stokk, byggja 20.000 manna hverfi og síðan e.t.v. fylla upp í skerjafjörðinn og reisa nýjan flugvöll þar og sjá hvort það muni auka þensluna í þjóðfélaginu. Líst ekkert á þetta raus um flugvöllinn burt.
Kristján (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:20
Það er nú meiri andskotinn hvað þú ert þver Hallur, eða ertu í þeim flokki sem finnst betra að vera vitur eftirá. Þú hlýtur að hafa skoðað lausnina á blogginu hjá mér, flestir átta sig á þrem dögum, en þú virðist þurfa tíu ár.
Leiðin Breiðholt-Borgarnes og til baka er 20 km lengri en að hafa samgöngumiðstöð við Ártúnshöfðann sem dæmi.
Annað dæmi, launþegi í Breiðholti þarf að bæta á sig 1/2 vinnu á dag til að borga af sundagöngum næstu 20 árin og eiða 10 mín. á dag ofaní þeim að óþörfu af því að miðbærinn var ekki settur við Elliðaárósa. Það sama á við um 70% borgarbúa.
Sturla Snorrason, 31.3.2008 kl. 21:35
Og hvað haldið þið að Geir H. og Kristján M. muni rukka fyrir landið í Vatnsmýrinni? Þið megið ekki gleyma því drengir mínir að það er ríkið sem á landð..... og Hólmsheiðin jafn handónýtt flugvallarstæði eftir sem áður. Ég tek undir með Haraldi, ef Reykjavík ætlar að vera höfuðborg allra landsmanna áfram, þá verður flugvöllur áfram í Vatnsmýrinni. Og ef mig misminnir ekki, þá eru Lundúnabúar heldur að stækka sinn flugvöll (já, það er flugvöllur inni í miðri Lundúnaborg), og efla þá starfsemi sem þar fer fram.
Sigríður Jósefsdóttir, 31.3.2008 kl. 21:49
Það er langt frá því ljóst að flugvöllurinn verði ekki áfram í Vatnsmýrinni. Þvert á móti. Það er ljóst að þegar skynsemin nær yfirhöndinni aftur þá verður hann bara áfram þar, þ.e.a.s ef ætlunin er að hafa Reykjavík áfram sem höfuðborg landsins. Og ég sé ekki að hægt sé að tilnefna aðra höfuðborg sem stendur. Keflavík og Egilsstaðir koma þó til greina. Nægt er landrýmið.
Byggingarland "my foot" ... Það er nægt byggingarland í Reykjavík. Og miðborgin þegar gjörsamlega umferðarstífluð. Fyrir löngu.
Það er meira en nóg komið með tveim 10.000 manna vinnustöðum í nánd flugvallarins hvað það varðar, að ekki sé bætt við tugþúsunda mannabyggð til að bæta við stífluna.
Hættið þessu tali og snúið ykkur að öðru, þið sem viljið flugvöllinn burt. Það er af nógu að taka.
Gerum ekki Vatnsmýrina að enn einni "Félagsmálastofnun verktaka og arkitekta". Þær hafa þegar of margar verið.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:20
Hvar er hann þessi stóri og stækkandi flugvöllur í miðri London? Ég hef leitað og finn hann ekki. Eru æfðar snertilendingar þar og er það ekki örugglega miðstöð innanlands- og kennsluflugs á Englandi?
Annars finnst mér að það þurfi bara að flytja Félagsmálaráðuneytið til Keflavíkur, þá fylgir innanlandsflugið með, enda stór hluti notkunarinnar sveitarstjórnarfólk að fara að væla og það myndi aldrei nenna að keyra til Keflavíkur úr Vatnsmýrinni -- et voila.
Svo má flytja Alþingi til Akureyrar. Þá skapast þar 63 ný störf og töluvert af afleiddum störfum í leiðinni.
Pétur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:01
....meinarðu ekki frekar afleitum störfum?......annars er þetta bráðskemmtilegt komment hjá þér, Pétur .....segir okkur hinum ótrúlega margt.
Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 23:08
Skemmtilegt að þú skulir nefna þetta með umferðina Ólafur, því þetta er virkilega algengur misskilningur meðal Íslendinga.
Þvert á það sem flestir halda, mun umferðin mun einmitt MINNKA við það að færa byggð í Vatnsmýrina. Ef 20.000 manns yrði bætt við jaðar byggðarinnar þá myndu flestir vera að meðaltali hátt í 10 km frá vinnustað og nánast allir keyra í vinnuna. Ef 20.000 manns yrði bætt við Vatnsmýrina þá myndu flestir vera að meðaltali innan við 2 km frá vinnustað sínum þannig að strætó, hjól, eða tveir jafnfljótir verða raunhæfur og hagkvæmur valkostur.
Þið getið líka hugsað það þannig að 20.000 manns ferðist 20 km á dag => 400.000 km af akstri.
20.000 manns ferðast 4 km á dag => 80.000 km af akstri (og sennilega talsvert minna vegna ofangreindra ástæðna).
Það er nákvæmlega af þeirri ástæðu sem miðborgarhugmynd Snorra (sem flestir hafa eflaust séð til þessa) gengur ekki upp. Hún er byggð á úreltri hugmyndafræði sem gerir ráð fyrir að allir ferðist um á einkabílum. Þannig hverfi verða aldrei að miðborgum. Ef svo væri, væri Skeifan nú þegar orðin að miðborg Reykjavíkur.
Sigrún Helga Lund (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:21
Til Péturs ef ég má: London City er í East End. Finndu bara London Docks á kortinu. Victoria Dock, Albert´s dock. Milljónabyggð í nánd. Háhýsabyggð . Hef oft lent þar. Þægilegt og tímasparandi. Gott aðflugskerfi. Snertilendingar í góðu lagi eins og annað. Mér er er ekki kunnugt um hvort þar er kennsluflug. Enda skiptir það engu máli. Engin mótmæli. Engin vandræði. "Eastenders" eru skynsamt fólk og jarðbundið. Engin hætta. Frekar en í Reykjavík.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:23
Sigrún: Það óskemmtilega við þetta er að það fer bara enginn í Strætó. Enginn. Og mun ekki fara. Come on.
Og ég lít alltaf á það sem Óþægindi þegar ég er staddur í þungri umferð Miklubrautar og Hringbrautar. Ekki misskilning.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:32
Ég veit ekki með þig, en nú hef ég búið í tveimur öðrum löndum sem lengra eru komin í skipulagsmálum en blessaða Ísland og í báðum tilvikum ferðuðust nánast allir Íslendingar sem ég kynntist með almenningssamgöngum, þó ekki gerðu þeir það á Íslandi. Þannig að "plís" ekki koma með rökin "Íslendingar fíla bara ekki strætó".
Fólk ferðast ekki (ekki) með strætó vegna þess að því þykir það púkó. Heldur vegna þess að kerfið er lélegt og byggðin illa skipulögð.
Væri ekki einmitt tilvalið fyrir þig að flytja í Vatnsmýrina (þegar að því kemur)? Þá geturðu allavega kvatt fúla bílamorgna á Hringbrautinni fyrir fullt og allt!
Sigrún Helga Lund (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:51
Takk Sigrún, virði þína skoðun. En ég flyt út á land. Og ég hef átt heima í Chicago, London og París. Góðar samgöngur. Yndislegt. Reykjavík verður aldrei þannig. Reykjavík verður "kaos". Því miður. Og því meira "kaos" sem meira er veist er að tilvist Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er ekki Evrópuborg og verður ekki í okkar tíð.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 00:01
Kæru vinir!
Takk fyrir skemmtilega umræðu um þessi mikilvægu mál!
Það er skoðun mín - eins og þið vitið - að flugvöllurinn muni fara úr Vatnsmýrinni - og það sé best fyrir okkur öll.
Ég skil hins vegar sjónarmið landsbyggðarinnar - enda bjó ég út á landi í 7 ár og notaði flugvöllinn mikið. Flugsamgöngur til höfuðborgarinnar skipta miklu máli fyrir landsbyggðina!
En ég verð að benda ykkur á að þegar ég bjó á Vopnafirði - þá fannst engum tiltökumál að "skjótast" 70 km neðan af Tanga og upp í Möðrudal - og aðra 70 km til baka - til að sækja gesti sem áttu leið hjá með rútum eða sem farþegar í bílum sem áttu leið hjá um þjóðveg 1. Þetta voru 140 km og allt að tveggja tíma akstur - jafnvel lengur ef það var snjór og hálka!
Þegar ég bjó á Borgarfirði eystra - þá tók varla að nefna það að skjótast 71 km í Egilsstaði til að sækja ættmenni og vini í flug - og aka 71 km til baka - jafnvel þótt maður þyrfti að moka sig í gegnum skaflana í Vatnsskarðinu á leið í Egilsstaði - og jafnvel aftur á bakaleiðinni þegar fennt hafði í förin!
Þegar ég bjó á Hornafirði - þá var það ekkert tiltölumál að aka 480 km til Reykjavíkur - gegnum rigninguna í Vík - og endalausar raðir bíla á 1+1 veginum milli Selfoss og Reykjavíkur - ef maður átti brýnt erindi.
Af hverju í skaparans nafni eru menn þá að væla yfir örfáum kílómetrum og örfáum mínútum sem bætast við flugferðina þegar flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verður færður - og það á flottum 2+2 hraðbrautum - eða jafnvel með hraðskreiðum lestum?
Er ekki í lagi með ykkur?
PS.
Sturla!
Af gefnu tilefni þá vil ég segja að ég er mjög hrifinn af hugmyndunum þínum! Tel einboðið að það eigi að byggja upp stjórnsýslukjarna og þjónustu á þessum nótum á þessu svæði - og íbúðabyggð austan við - en slíkur kjarni mun aldrei koma í stað miðbæjarins - og hann leysir ekki Sundabrautarmálið. Sundabraut í göngum þarf að koma - og þau göng þurfa líka að fara í gegnum Öskjuhlíðina og suðurfyrir borgina - finnst mér! Veit að þú ert ekki sammála.
Hallur Magnússon, 1.4.2008 kl. 00:38
Að gefnu tilefni vil ég taka fram Hallur minn að þetta var skemmtileg og góð umræða. Lokaorðin þín segja margt. Þegar fólk þarf að komast snögglega, t.d. vegna sjúkdóma eða slysa, þá þarf að nota flugið. Í gær var t.d. frétt um að sjúkrabíll hafi verið milli 4 pog 5 klst. milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða með aðstoð björgunarsveita, þetta eru 25 kílómetrar. Síðan tók við klukktíma flug og sem betur fer stuttur tími eftir það á sjúkrahús með þann slasaða sem var í bílnum.- Hinsvegar er svo innanlandsflugið, sem ég held að menn þurfi ekki að hafa stórar áhyggjur af flytjist flugvöllurinn frá Reykjavík. Þá leggst líklega feitasti bitinn, Akureyrarflugið, af vegna þess hve litlu munar á tima með flugi og bíl og þar með er grundvöllurinn brostinn. - Habbbðu það gott í dag og látu nú engan púkann plata þig í dag.
Haraldur Bjarnason, 1.4.2008 kl. 07:17
Fluvöllurinn mun fara burt fyrr eða síðar, vonandi fyrr. Því hvað er í aðal aðflugslínunni? Hjarta íslenskrar stjórnsýslu, þéttasta byggð íslands og rísastór olíubirgðarstöð! Flugvöllurinn þarf að fara burt þaðan áður en lögmál Murphy´s minnir á sig.
Talandi um tíma í ferðalög, þá tekur ca sama tíma að keyra á Reykjvíkurvöll og að fljúga á t.d. Ísafjörð (sem er 35 mín flug) frá mosó, grafarholti og garðarbæ. Þannig að færa flugvöllin til á borgarlandinu mun ekki breyta innanlandsfluginu neitt, ekki einu sinni fyrir þann hóp manna sem eru mest hlynntir flugvellinum, sem eru þeir sem borga ekki flugmiðan sinn sjálfur.
Það sem tefur sundagöngin er sundurlindin borgarstjórnar að geta ekki komið fram saman að krafti og heimtað ákveðna lausn og vera sammála um hana. Ef svo væri þá myndir málið renna í gegn, en málið er að sundurlindi Reykvíkinga er að tefja þetta mál. Reykvíkingar ættu að læra af norðlendingum, málið fyrir Kristján Möller er einfalt, ef hann skaffar ekki fyrir sitt kjördæmi þá verður honum refsað í næstu kosningum.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:12
Mig langar að benda á eitt sem að virðist ekki nógu úthugsað hjá andstæðingum flugvallarins og það er þetta með að farþegar í innanlandsflugi séu "aðeins alþingis-og sveitarstjórnarmenn sem ferðast frítt, þ.e. við hin borgum"
Samkvæmt hagstofunni voru sveitarstjórnarmenn árið 2002 samtals 657 talsins.
Alþingismenn eru jú 63. Saman gera þetta 720 manns.
Farþegar til og frá Reykjavíkurflugvelli voru samtals yfir 900.000 á síðasta ári.
Þetta gera 1250 ferðir á mann...
Meðal "leggur" í innanlandsflugi er um 45 mínútur, þannig að hver sveitarstjórnarmaður ferðaðist í 56250 mínútur, eða í rúmlega 2 og hálfa klukkustund á hverjum degi í fyrra...
....er það nokkuð?
Kristján (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.