Íbúðalánasjóður til aðstoðar bönkum í sjálfskaparvíti og skuldsettum heimilum?

Stjórnvöld geta beitt Íbúðalánasjóði til þess að leggja lausafjársveltum bönkum í sjálfskaparvíti og skuldsettum heimilum lið í þeirri kreppu sem nú virðist vera að leggjast yfir landið eftir  10 mánaða setu ríkisstjórnarinnar. Ef heldur fram sem horfir og stjórnvöld halda áfram að sitja aðgerðarlaus hjá,  þá mun fasteignamarkaðurinn og í kjölfarið byggingariðnaðurinn hrynja með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Vaxtabyrði þeirra heimila sem tóku lán hjá bönkum og sparisjóðum þar sem vextir eru endurskoðaðir á 5 ára fresti mun að líkindum aukast verulega í kjölfar slíkrar endurskoðunar sem hefst á elstu lánunum haustið 2009.  Sú vaxtahækkun bankanna kann að verða dropinn sem fyllir mælin hjá mörgum fjölskyldum og sett fjölda heimila í þrot með skelfilegum afleiðingum fyrir  fjölda barna og foreldra! 

Alfeiðingar slíkrar stöðu setur mark á þessar fjölskyldur langtum lengur en tímabundin efnahagskreppa – jafnvel ævilangt!

Aðgerðir stjórnvalda til þess að koma í veg fyrir kollsteypu fasteignamarkaðar og byggingariðnaðarins gætu verið:

  1. Afnám úrelts viðmiðunar lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat
  2. Leiðrétting á hámarksláni Íbúðalánasjóð úr 18 milljónum í þær 25 sem hámarkslánið ætti að vera ef fyrra viðmiði hefði verið haldið
  3. Afnám stimpilgjalda
  4. Uppsetning skattfrjáls húsnæðissparnaðarreikninga þar sem ungt fólk leggur til hliðar fjármagn vegna innborgunar samhliða því að ríkið taki upp beina styrki til fyrstu kaupenda á móti húsnæðissparnaðinum.

Fyrstu þrír liðirnir gætu tekið gildi strax ef ríkisstjórnin vaknar af dvalanum og stuðlað að mjúkri lendingu efnahagslífsins, en fjórði liðurinn tæki að virka eftir nokkur misseri þegar ungt fólk hefur lagt til hliðar á húsnæðissparnaðarreikninga um eitthvert skeið.

Í bloggi mínu á morgun mun ég skýra frá því hvernig stjórnvöld geta beitt Íbúðalánasjóði til að losa bankakerfið undan því sjálfskaparvíti sem þeir sköpuðu sér í fljótfærni þeirra í vanfjármögnuðum íbúðalánum til langs tíma 2004-2005 og varð til þess að setja efnahagslífið á hvolf. 

Einnig hvernig þær aðgerðir stjórnvalda geta dregið úr fyrirsjáanlegum vaxtahækkunum fjölda heimila haustið 2009 og vorið 2010 á sama tíma og aðerðirnar geta aðstoðað bankakerfið í lausafjárkrísunni.

PS. Vegna fréttarinnar sem þetta blogg tengist - þá gætu stjórnvöld beint því til stjórnar Íbúðalánasjóðs að fara í útboð strax þar sem slíklt útboð myndi tryggja nauðsynlega vaxtalækkun á íbúðalánum. Það yrði liður í að koma í veg fyrir hrun fasteignamarkaðarins.


mbl.is Engin útboð hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að markmiðið er að auka enn frekar verðbólgu þá eru þessar tillögur 'right on the money'. Íbúðalánasjóður hefur frá því að Framsóknarmenn byrjuðu að leika sér með hann verið mesti verðbólguvaldur á Íslandi. Öflugasta og öruggasta leiðin til aukinnar verðbólgu er að niðurgreiða vexti og það er það sem starsfemi Íbúðalánasjóðs snýst um.

IG (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Hallur Magnússon

IG.

Vextir Íbúðalánasjóðs eru ekki niðurgreiddir. Þú getir rembst eins og rjúpan við staurinn að halda því fram - en það mun ekki breyta þeirri staðreynd að almennir vextir Íbúðalánsjóðs eru ekki niðurgreiddir. Einu niðurgreiddum vextir sjóðsins eru lán til félagslegra leiguíbúða.

Það er einnig rangt að Íbúðalánasjóður hafi verið helsti verðbólguvaldurinn á Íslandi.  Verðbólgan undanfarin misseru er vegna óhefts flæðis fjármagns bankanna inn á fjármálamarkaðinn - stór hluti þess niðurgreiddur af bönkunum.

Lán Íbúðalánasjóðs hafa hins vegar verið hófleg.

Núverandi staða er ekki hvað síst verðbólgufjárlögum ríkisstjórnarinnar að kenna.

Hallur Magnússon, 31.3.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Hallur Magnússon

IG - til viðbótar!

Ég get hins vegar  tekið undir að ef þensla væri í gangi á fasteignamarkaði - þá væru þessar aðgerðir ekki efnahagslega skynsamlegar. En vandamálið er ekki lengur þensla - heldur gífurlegur samdráttur á fasteignamarkaði sem gæti endað í kollsteypu - og sett byggingariðnaðinn í mikla erfiðleika.

Þótt við viljum ekki of mikla hlýnun jarðar - þá viljum við ekki ísöld - er það?

Ef ekkert er að gert gætum við séð fram á svipaða kreppu og atvinnuleysis og við upplifðum í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á árunum fyrir 1995.

Hallur Magnússon, 31.3.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: unglingur

Vextir ÍLS eru að sjálfsögðu niðurgreiddir Hallur minn þótt þeir séu það ekki á beinan hátt, það veistu vel! Það er gert með YFIRLÝSTRI ríkisábyrgð á íbúðalánasjóði. Þannig fær sjóðurinn sömu lánshæfiseinkunn og ríkissjóður (AAA hjá Moody's, toppeinkunn!) og getur í krafti hennar farið í útboð þar sem niðurstaðan er lægri vextir en annars hefði orðið. Þar með getur íbúðalánasjóður boðið lægri vexti en hef hann hefði ekki YFIRLÝSTA ríkisábyrgð.

Ekki benda á bankanna í þessu samhengi! Þeir eru ekki með YFIRLÝSTA ríkisábyrgð heldur eru færð rök fyrir því að hlaupið yrði undir bagga hjá þeim ef illa færi (sem er ekki að fara gerast svo það sé á hreinu). Það er stór munur þar á og að sjálfsögðu ætti ríkið ekki, eins og það hefur ekki gert, lýsa því yfir að bönkunum yrði bjargað. Þá fyrst myndu þeir byrja að taka áhættu. 

IG hittir alveg naglann á höfuðið: "Öflugasta og öruggasta leiðin til aukinnar verðbólgu er að niðurgreiða vexti og það er það sem starsfemi Íbúðalánasjóðs snýst um."

unglingur, 31.3.2008 kl. 11:23

5 identicon

Nú er það svo að Kaupthing sem er stærsti banki Íslands er með fasta vexti á sínum íbúðarlánum svo lengi sem ekki er skipt um skuldara á láninu. Þeir komu líka fyrstir inn á þennan markað af bönkunum. Kaupthing lýsti því einnig yfir þegar þeir hófu innreið sína á þennan markað að ástæða þess að þeir gætu boðið fasta vexti til 25 eða 40 ára væri að þeir hefðu eitt skuldabréf bakvið lánin sem væru til sama lánstíma og þeir endurlánuðu svo aftur á. Þetta verður að teljast skynsamlegt hjá þeim. Þess vegna væri ekki endurskoðunarákvæði  hjá þeim. Ef þetta er rétt hjá mér þá er nú ekki alveg rétt að láta svo liggja að að allt sé slæmt í þessu hjá bönkunum, og ekki réttmætt að segja að þeir hafi allir komið inn á markaðinn með vanhugsuð, skammtímafjármögnuð íbúðarlán um mitt ár 2004. 

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Magnús Orri.

Það er bara ekki rétt. Kaupþing er EKKI með eitt skuldabréf bak við lánin til sama lánstíma. Þar liggur vandinn. Vanhugsunin í íbúðalánunum liggur ekki í að þeir hafi komið inn á markaðinn. Það var löngu tímabært.  Vanhugsunin liggur í því að koma svo skart inn á markaðinn sem fram að þeim tíma hafði búið við takmörkun á lánssfjármögnun sem var hámarkslán Íbúðalánasjóðs - og að útlán bankanna voru minnst til kaupa á íbúðum - heldur ótakmarkaðri endurfjámögnun og nýveðsetningu eigna - og þetta gerðist nánast yfir nótt! Að auki voru vextir útlána þeirra undir fjármögnunarkostnaði í einhverjum tilfellum - og útlánin einungis fjármögnuð með skammtímalánum - og jafnvel eigin fé.

Úthugsuð innkoma hefði verið að koma vel undirbúnir inn á markaðinn í smærri skrefum. Byrja á því að lána til íbúðakaupa, síðan til takmarkaðra endurjármögnunar á lægri vöxtum en áður tíðkaðist og svo koll af koll. Þá hefðu hvorki bankarnir, efnahagslífið né fasteignamarkaðurinn lent í þeirri stöðu sem varð.

Unglingur!

Ríkið greiðir ekki krónu með Íbúðalánasjóði né almennum útlánum hans. Það er staðreynd - hvað sem þú rembist.

Ekki heldur reyna að segja mér hvað það er sem skiptir máli í mati matsfyrirtækjanna - og þar af leiðir vaxtakjörum við fjármögnun. Ég var í beinum viðræðum við þá aðila þegar Íbúðalánasjóður var fyrst metinn af matsfyrirtækjunum - og ég hef verið í sambandi við þau vegna þessa síðan.

Ekki heldur reyna að draga úr því að matsfyrirtækin - og þar af leiðir fjármálamarkaðurin - ganga út frá því að íslensku bankarnir beri óbeina ríkisábyrgð. Gott lánshæfismat bankanna endurspeglaði þessa staðreynd.  Það er staðreynd - vað sem þú rembist.

Hallur Magnússon, 31.3.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Mikilvægt Hallur að berja niður þá "MEGA-lygi" a'ð Íbúðalánasjóður sé verðbólguvaldur nr. 1 - - meðan þær takmarkanir sem þú telur fram hafa verið alfarið í gildi.

Versta lygin er í samfelldum áróðri Viðskiptaráðs og þeirra aðila sem eru á launum hjá bönkunum (við ýmsar greiningar) - eða jafnvel launaðir "trúboðar" frjálshyggjunnar - Þar sem klifað er á einkavæðingu eða markaðsvæðingu íbúðalána(sjóðs) - - á sama tíma og menn eru í alvöru að þjóðnýta eða ríkisvæða slík lán í USA og Bretlandi  - og strangar takmarkanir ríkja um viðskipti með slík lán í Skandínavíu og Kanada.

Áfram í þessa umræðu Hallur

Benedikt Sigurðarson, 31.3.2008 kl. 14:08

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú sem veist allt um íbúðalánasjóð; segðu mér hver er mánaðarleg afborgun af 10 m kr. láni hjá Íbúðalánasjóði?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2008 kl. 17:40

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Mánaðarleg greiðsla á nýj 10 milljón króna láni til 40 ára er 53.364 krónur miðað við 5,75% vexti í dagsins í dag á lánum sem unnt er að greiða upp en 51.652 krónur ef um er að ræða 5,50% - sem eru vextir lána með uppgreiðslugjaldi.

Ef verðbólga er 5% er greiðslubyrðin á fyrra láninu orðin 56.256 eftir árið, en 54.452 á fyrra láninu.

Mánaðargreiðsla á húsnæðislán Kaupþings á lægstu mögulegu vöxtum, 6,40% er 58.060 á mánuði. Munurinn er 81.696 krónur á ári - eða tæpar 3,3 milljónir - á lánstímanum á föstu verðlagi.

Hallur Magnússon, 31.3.2008 kl. 19:01

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hugheilar þakkir Hallur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband