Drottning íslenskra fréttaskýringa virtist ósátt við Hall Magnússon í Silfrinu!

Drottning íslenskra fréttaskýringa - þar sem iðulega er vitnað til ónefndra heimildarmanna - Agnes Bragadóttir - virtist ekki alveg sátt við mig í Silfri Egils í dag.

Ástæða óánægju hennar var sú að ég sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með þann mæta mann Þorstein Pálsson fyrir að hafa ekki svarað afdráttarlaust með jái eða nei fyrirspurn Karls Th. Birgissonar um það hvort Þorsteinn hafi orðið vitni að samtali Styrmir Gunnarssonar - hins vandaða ritstjóra Morgunblaðsins - við Kristin Björnsson um "yfirvofandi tíðindi" hjá Baugi tiltekinn dag.

Herðubreið heldur því fram að upphaf Baugsmálsins megi rekja til Morgunblaðsins og áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum - og að ritstjóri Morgunblaðsins hafi vitað af aðgerðum gegn Baugi fyrirfram. Einnig að Þorsteinn Pálsson hafi orðið vitni að slíku samtali Styrmis og Kristins Björnssonar.

Nú hef ég enga skoðun á því hvernig málavextir voru - en tel þá staðreynd að Þorsteinn Pálsson hafi ekki svarað spurningu ritstjóra Herðubreiðar með jái eða nei - hafi orðið til þess að ýta undir grunsemdir almennings um að eitthvað sé til í staðhæfingum Herðubreiðar. Það vita það allir að vandaður og heiðvirður maður eins og Þorsteinn Pálsson myndi aldrei segja beinlínis ósatt. En hann svaraði hvorki já - né nei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér fannst drottingin lítt málefnaleg og afar æst. Gerði þau grundvallarmistök að vega persónulega að fjarstöddum mönnum sem mér finnst alltaf afar dapurt.... mér fannst þú flottur þarna og misstir ekki málið

Jón Ingi Cæsarsson, 30.3.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Stóðst þig bara vel innan um um skætinginn í Agnesi

Haraldur Bjarnason, 30.3.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú stóðst þig vel. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 16:04

4 identicon

"Drottningin" breyttist í beiningakonu með sínu orðafrussi. Var ekki hissa að það sló þögn á ykkur hina. Hvað var að henni? Ofnæmi fyrir sminki?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sá þetta Hallur þú varst málefnalegur og góður í þessum þætti. "Drottningin" eins og þið kallið hana, greip bara fram í, hefur greinilega ekki lært þau grunnatriði að þegja þegar aðrir tala.

Hún fór hamförum í að vera flokksbræður sína. Hún var svo æst. vona að blóðþrýstingurinn sé í lagi hjá henni.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.3.2008 kl. 17:50

6 identicon

Styrmir Gunnarsson er öndvegismaður. Ég hef þekkt hann að  góðu einu í áratugi. Agnes gerði honum engan greiða með framkomu sinni í  Silfrinu í dag. Held að  hún hafi gengið fram af mörgum með orðbragði sínu. Þú hélst ró þinni og komst vel frá þessu..

Eiður (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:06

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þú varst góður í Silfrinu Hallur, rólegur og mjög málefnalegur.

Hallgrímur Guðmundsson, 30.3.2008 kl. 18:26

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú ert samt yngri en myndin af þér hér á blogginu gefur til kynna

Óskar Þorkelsson, 30.3.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þú varst BARA fínn í Silfrinu.

Eiríkur Harðarson, 30.3.2008 kl. 21:29

10 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þú átt erindi í umræðu dagsins Hallur.  Bæði á blogginu og í Silfrinu.

Haltu áfram að pirra Agnesi og alla aðra sem fara  með yfirgangi.    Mér finnst hún "æði" - þegar hún fer þessum hamförum eins og ég hef bloggað um núþegar . . . . . . . . . .

Benedikt Sigurðarson, 30.3.2008 kl. 22:16

11 Smámynd: Þórir Kjartansson

Agnes er að mörgu leyti frábær fréttaskýrandi. En ef málefnið tengist Sjálfstæðisflokknum eitthvað er hún vonlaus.  Þar er hún greinilega blinduð af  sínum pólitíska rétttrúnaði.

Þórir Kjartansson, 30.3.2008 kl. 23:32

12 identicon

Agnes er bara eins og Staksteinar. Rætin, dónaleg og ómarktæk...

IG (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:03

13 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú varst góður....kv. B

Baldur Kristjánsson, 31.3.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband