Á leið í Silfur Egils!

Er á leið í Silfur Egils! Spennandi að taka þátt í flottasta þjóðmálaþætti í  íslensku sjónvarpi. Vonandi missi ég ekki málið í beinni útsendingu - en mér skilst að ég verði með stórkanónum sem eru svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið!  Agnesi Bragadóttur blaðamanni og Sigurði G. Guðjónssyni lögfræðingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Mér sýnist að stórkanónurnar í þættinum verði nú þrjár.  Hef ekki nokkra einustu trú á að þú missir málið.  Gangi þér vel.   Bifrastarkveðja húsmóðirin

Húsmóðir, 29.3.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gangi þér vel :)

Óskar Þorkelsson, 29.3.2008 kl. 22:28

3 identicon

Ég verð að viðurkenna, frændi, að ég hef afskaplega sjaldan horft á þennan þátt en við hjónin erum samt löngu búin að átta okkur á formúlunni miðað við hvað er í gangi hvert sinn sem við sjáum þáttarhluta. Trixið er að tala allir í einu - alltaf .

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Gísli Tryggvason

Gott gengi; talaðu um eitthvað sem er með gott gengi.

Gísli Tryggvason, 29.3.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Júlíana

hahaha, þú að missa málið! Hefur það einhvern tímann gerst?

Júlíana , 29.3.2008 kl. 23:52

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hafðju bara vit á að koma Þeim þjóðþrifamálum að sem þú telur vera þess virði að leggja nafn þitt við. Gangi þér vel!

Haukur Nikulásson, 29.3.2008 kl. 23:53

7 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Já var það ekki... Þetta lýst mér á. Látti Egil heyra það. Ps. verða ekki konur þarna líka?

Sveinn Hjörtur , 30.3.2008 kl. 00:59

8 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Jæja Hallur minn eru menn þá ekki búnir að"meika það"annars hef ég nú meiri áhyggjur af því að þú myndir bulla einhverja vitleysu.

Eiríkur Harðarson, 30.3.2008 kl. 01:01

9 Smámynd: Auðun Gíslason

 Agnes má muna sinn fífil fegri!  Er orðin óttaleg kjaftamaskína.  Henni hefur hnignað með ritstjóranum og Blaðinu!  

Auðun Gíslason, 30.3.2008 kl. 10:42

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála Auðun,  agnes virkar á mig sem borguð kjaftamaskína og ekki nokkuð mark takandi á henni ásamt því að hún bíður af sér afskaplega slæman þokka.

Óskar Þorkelsson, 30.3.2008 kl. 11:32

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þætti þínum var að ljúka Halli.  Agnes kom ekkert á óvart hún er bitch.. og hún er ákaflega ókurteis , dóni fram í fingurgóma.  Þegar hún sagði við þig Hallur, haltu þig bara við húsnæði !! Halló hvað heldur þessi gribba að hún sé ?

Ég var sáttur við þinn hlut og gott að þú lést ekki gribbuna vaða yfir þig.

Óskar Þorkelsson, 30.3.2008 kl. 13:36

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Hallur. Stóðst þig mjög vel í Silfri Egils, og til hamingju með það.
Mesta athygli  fannst mér hjá þér þetta með Íbúðalánasjóðinn og viðmið hans
við brunabótamatið. Mjög athyglisverður punktur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.3.2008 kl. 15:07

13 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sæll Hallur,

mjög góð frammistaða hjá þér í Silfrinu. Sammála Guðmundi að þetta var góður punktur varðandi breytta viðmiðun hjá Íbúðalánasjóði. Það myndi skipta sköpum fyrir ungt og efnalítið fólk að hætta að miða við brunabótamat og gæti verið góð leið til að fyrirbyggja algjöra kulnun á fasteignamarkaði.

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.3.2008 kl. 17:43

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú varst fínn í Silfrinu Hallur.

Frábært að benda á þetta atriði varðandi brunabótamatið.

Það þarf að fara í alveg sértækar aðgerðir til að styðja við ungt fólk sem er að kaupa fyrstu eign. Þar er neyðin mest.

Marta B Helgadóttir, 30.3.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband