Barack Obama er gegnheill Framsóknarmaður!
10.3.2008 | 08:58
Barack Obama er Framsóknarmaður. Já, gegnheill Framsóknarmaður. Það er ekkert flóknara en það! Velkist einhver í vafa ætti sá hinn sami að lesa bók Obamas: The Audacity of Hope: Thoughts on Reclaiming the American Dream.
Maðurinn talar nánast eins og hann væri á flokksþingi Framsóknarflokksins. Er ekki fjarri því að Obama og Eysteinn heitinn Jónsson séu andlega skyldir.
Ég hafði svo sem séð Framsóknartakta í Obama í kosningabaráttunni - en hafði ekki áttað mig á því hversu gegnheill Framsóknarmaður maðurinn er - fyrr en kunningi minn benti mér á að glugga í bókina The Audacity of Hope með þeim orðum að bókin væri klárlega skrifuð af Framsóknarmanni!
Fyrir þá sem telja að það séu ekki Framsóknarmenn í Bandaríkjunum - þá er rétt að leiðrétta þann misskilning. Það er fullt af þeim.
Fyrir þá sem telja að ekki séu samvinnufélög í Bandaríkjunum - þá er rétt að leiðrétta þann misskilning. Það er fullt af þeim.
Það stefnir því allt í að við fáum Framsóknarmann í Hvíta húsið - Bandaríkjunum og heiminum öllum til heilla!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.8.2008 kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt, ég er ekki frá því að hann sé af Jökuldalnum, Teigabóli til að vera aðeins nákvæmari.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 10.3.2008 kl. 09:45
Ekki ætla ég mér að leggja dóm á það hvort hann er framsóknarmaður eður ei. En sé hann það verðum við að vona Bandaríkjamanna vegna að hann komikst ekki til valda. Ef mið er tekið af því hvers lags óskunda íslenskir framsóknarmenn hafa unnið hér á landi, eiga vinir okkar í vestri ekki von á góðu verði Obama þeirra forseti.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:24
UFF....
Óskar Þorkelsson, 10.3.2008 kl. 10:32
Það er nú svo að Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir flestu því sem hefur orðið þessu þjóðfélagi til raunverulegra heilla. Undantekningin sennilega EES-samningurinn. Þessu munu menn átta sig á smátt og smátt þegar aðgerðaleysi þessa uppvaknings Viðeyjarstjórnarinnar sem nú er við völd fer að valda þjóðfélaginu skaða.
En það er öllum ljóst sem lesa það sem Obama skrifar að hann er að boða þessa skynsemishyggju og öfgalausu miðjuhugsjón sem Framsókn hefur alltaf staðið fyrir. Hvet alla til að glugga í bókina hans. Raunar ætti Framsókn sennilega bara að taka sig til og gefa hana út í íslenskri þýðingu.
Stefán Bogi Sveinsson, 10.3.2008 kl. 10:40
Óskar!
Meinar þú ekki FUF - Félag ungra framsóknarmanna?
Jú. Obama hefði verið þar ef hann væri Íslendingur.
Hallur Magnússon, 10.3.2008 kl. 11:08
Fyrir mér er Obama tækifærisinnaður rugludallur. Ekki vil ég trúa á að í mínum
gamla flokki séu margir slíkir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2008 kl. 11:33
Þar sem að Framsóknarmenn eru stefnulausir tækifærissinnar svona yfirleitt þá er í sjálfu sér hægt að benda á hvaða stjórnmálamann sem er og segja að hann sé Framsóknarmaður...
IG (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:46
Þarna er komin skýringin á því hvers vegna hann er allur svartur- ekki bara tungan eins og í þessum íslensku!
Björn Finnbogason, 10.3.2008 kl. 18:33
Björn!
Tungan er bleik - eins og hjá íslenskum Framsóknarmönnum.
Annað en tungan á sumum öðrum sbr.
Þarf ekki að efna kosningaloforðin?Hallur Magnússon, 10.3.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.