Forsendur eru fyrir vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs í allt að 4,95%!
4.3.2008 | 09:57
Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs hefur lækkað verulega í þeim miklu viðskiptum sem verið hafa með skuldabréf í kauphöll undanfarnar vikur og því hafa skapast forsendur fyrir þónokkra lækkun á útlánavöxtum Íbúðalánasjóðs.
Ef Íbúðalánasjóður hefði farið í útboð á íbúðabréfum undanfarnar vikur þá hefðu útlánavextir sjóðsins lækkað. Ef sjóðurinn færi í útboð í dag og ávöxtunarkrafan yrði á svipuðu róli og við lokun markaða í gær, þá væri að líkindum unnt að lækka vexti sjóðsins úr 5,50% niður í allt að 4,95% á lánum með uppgreiðsluálagi og lækkun úr 5,75% allt niður í 5,20% á lánum sem alltaf er unnt að greiða upp á sérstaks uppgreiðslugjalds!
Ekki veit ég af hverju forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa ekki farið í útboð á íbúðabréfum og lækkað vexti - ekki veitir af í því ástandi sem nú er á húsnæðismarkaði - þar sem allt er að frjósa.
Vonandi er það ekki vegna þrýstings ríkisstjórnarinnar sem vill ekki auka styrk Íbúðalánasjóðs með því að hafa enn meiri vaxtamun á íbúðalánum Íbúðalánasjóðs og vaxtaokurs bankanna - sem reyndar eru ekki að lána!
Almenningur bíður eftir þessari vaxtalækkun sem allar forsendur eru fyrir!
Annar veltumesti mánuðurinn með skuldabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Athugasemdir
Það skildi þá ekki vera að þetta fáránlega háa vaxtastig hentaði stjórnvöldum !!
Flottar upplýsingar sem eiga vonandi eftir að fara hærra í umræðunni.
Kv
Jón Örn
Jón Örn (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:56
Það er mikil þörf á íls á jafn litlu þjóðfélagi og við búum þar sem eitt pennastrik getur haft gífurleg áhrif.
Mig minnir að það hafi verið yfirlýst stefna að íls fylgdi ávöxtunarkröf íbúðabréfanna. Er það ekki rétt ?
hia
Halldór Ingi Andrésson, 4.3.2008 kl. 16:51
Halldór Ingi!
Íbúðalánasjóður fylgir ekki ávöxtunarkröfu á markaði frá degi til dags - heldur fylgir ávöxtunarkröfu í útboðum íbúðabréfa. Ef sjóðurinn hefði farið í slík útboð undanfarnar vikur hefði það þýtt lækkun vaxta.
Hallur Magnússon, 4.3.2008 kl. 17:29
Á meðan Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti væri það efnahagslegt glapræði af íbúðarlánasjóði að lækka sína vexti. Íbúðarlánsjóður getur ekki litið svo á að hann sé einn í heiminum og þurfi ekki að taka þátt í stjórn peningamála hér á landi
Stefán (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 18:53
Stefán.
Í fyrsta lagi er hávaxtastefna Seðlabankans glapræði, sjá td. http://stiklur.blogspot.com/2008/03/fyllibyttur-og-selabanki-slands.html
Í öðru lagi - þá er glapræði að taka handbremsubeygju á fasteignalánamarkaði - en sá markaður er gersamlega frosinn eftir brotthvarf bankanna þaðan.
Í þriðja lagi er lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs ekki að taka þátt í misheppnaðri stjórn peningamála heldur:
Rúmlega 85% Íslendinga vill óbreyttan Íbúðalánasjóð
Hallur Magnússon, 4.3.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.