Óskar Bergsson stimplar sig inn í borgarstjórn
28.2.2008 | 13:11
Óskar Bergsson hefur stimplað sig inn í borgarstjórn undanfarið á ákveðinn og málefnalegan hátt. Óskar hefur gagnrýnt hinn nýja meirihluta í nokkrum málum af festu og með vel ígrunduðum rökum. Ég spái því að Óskar eigi eftir að koma borgarbúum þægilega á óvart sem nýr borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, enda þrautseigur baráttumaður og hokinn af reynslu úr borgarkerfinu.
Hinn nýji borgarfulltrúi hefur ekki síst tekið á óðagoti nýja meirihlutans við ótímabær kaup á Laugavegi 4 og 6.
Óskar hittir naglan á höfuðið - enda bæði húsasmíðameistari og rekstrarfræðingur - þegar hann segir í bókun sinni vegna kaupanna:
"...Kaupin á Laugavegi 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A hafa dregið úr trúverðugleika borgarinnar sem skipulagsvalds, hafa sett skipulag Laugavegsreita í uppnám og hleypt upp verði á gömlum húsum í miðborginni. Þessi vinnubrögð eru fáheyrð þar sem virðing fyrir almannafé og vandaðri stjórnsýslu er gefið langt nef..."
og einnig:
"...Í stað þess að nýta alla þá vönduðu vinnu sem borgarstarfsmenn, borgarfulltrúar og húsverndarsérfræðingar hafa lagt til og hér hefur verið lögð fram, hefur Sjálfstæðisflokkurinn og borgarstjóri gert þessa vinnu að engu og hleypt upp verði á óbyggðum fermetrum í miðborg Reykjavíkur..."
Vandaðri stjórnsýslu gefið langt nef | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Virkar mun málefnalegri en aðrir borgarfulltrúar.
Steinn Hafliðason, 28.2.2008 kl. 13:41
Þarna er Óskar Bergsson að sega okkur að allt skipulagsklúður í borginni er gert fyrir kaupmenn á laugaveginum, öll jarðgangavitleysan og umferðaröngþveitið. Hagur borgarbúa er látin fjúka fyrir hag einstakra kaupmanna.
Sturla Snorrason, 28.2.2008 kl. 14:14
Alltaf gaman að heyra frá þér Sturla
Hallur Magnússon, 28.2.2008 kl. 14:24
Þakka þér Hallur, við erum svo skemmtilega ósamála.
Sturla Snorrason, 28.2.2008 kl. 15:17
Talandi um umferðaröngþveiti.
Er á leið á íbúasamtakafund í kvöld vegna umferðar á Bústaðarvegi og Réttarholtsvegi! Sturla, hefur þú kynnt þér það mál?
Hallur Magnússon, 28.2.2008 kl. 16:24
Ný þungamiðja við Elliðaárósa mun létta á Bústaðarvegi, Miklubraut og Sæbraut. Nú ætti ríkið að slá tvær flugur í einu, leggja Sundabraut og byggja sjúkrahús við Elliðavog.
Sturla Snorrason, 28.2.2008 kl. 18:56
Sæll, Hallur Óskar kom sterkur inn í 10 fréttum í kvöld.
Rauða Ljónið, 28.2.2008 kl. 22:35
Gott hjá Óskari að benda á þetta. Mig minnir samt að allir aðrir flokkar en jólasveinarnir tveir í meirihlutanum hafi verið á móti þessum kaupum.
Mér fannst yfirborgarstrumpur (núverandi) sleppa allt of vel frá fréttamanni, þar sem hann þuldi bara sömu eldgömlu lummuna um að það þyrfti nú að vernda gömul hús og halda í einhverja heildarmynd.
Það var hinsvegar alls ekki deilt um það, heldur hvort meirihlutinn hefði ekki hlaupið á sig með því að kaupa húsin á Laugarvegi 4-6 þegar það var í raun óþarfi, þar sem hefði mátt friða þau á annan hátt, án þess að fleygja hálfum milljarði af skattfé Reykjavíkur út um gluggann.
Theódór Norðkvist, 28.2.2008 kl. 23:49
Sjarmi? Heitir það ekki kjörþokki á máli framsóknarmanna?
Sigurður Sveinsson, 29.2.2008 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.