Rúmlega 85% Íslendinga vill óbreyttan Íbúðalánasjóð

Lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs er  "...að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum."

Stjórnvöld geta því ekki að óbreyttum lögum ákvarðað útlánsvexti sjóðsins að vild, hvað sem Seðlabanka eða viðskiptabankana hugnast.

Reyndar er Íbúðalánasjóði væntanlega óheimilt að hafa vaxtaálag sitt of hátt vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Íbúðalánasjóður fjármagnar útlán sín með útboði íbúðabréfa á fjármálamarkaði. Ávöxtunarkrafa sú sem úr útboðum kemur leggur grunn að útlánsvöxtum Íbúðalánasjóðs, því fast vaxtaálag leggst ofan á niðurstöðu útboðsins.

Það eru meðal annars bankarnir sem bjóða í íbúðabréfin og taka þannig þátt í verðmyndun þeirra. Með öðrum orðum - bankarnir eiga óbeinan þátt í ákvörðun útlánsvaxta Íbúðalánasjóðs - en það er í raun fjármagnsmarkaðurinn sem vöxtunum ræður.

Það ríkir almenn sátt um tilvist Íbúðalánasjóðs meðal almennings á Íslandi. Í viðhorfskönnunum annars vegar meðal þeirra er festu kaup á fasteign á síðari hluta ársins 2007 og hins vegar meðal almennings kom fram skýr vilji til þess að Íbúðalánasjóður starfaði áfram í óbreyttri mynd. Hlutfall þeirra sem vilja óbreyttan Íbúðalánasjóð hefur aldrei áður verið svo hátt.

Meðal fasteignakaupenda vill 87,4% óbreytta starfsemi en það hlutfall var 82,8% í desember 2006. Í almennu könnuninni var þetta hlutfall 85,5% í desember 2007 á móti 74,2% í desember 2006.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband