Visir.is - fréttavefur eða fréttaannáll?

Mér sýnist visir.is vera að breytast í fréttaannál frekar en fréttavef. Í næstum því viku hefur ofarlega á forsíðu visir.is blasað við mér sama myndin af glæsilegum ungum þingmanni, Birki Jóni Jónssyni, ásamt fyrirsögn sem í marga daga hefur verið ljóst að er rangfærsla. 

Bak við fyrisögnina er sérkennileg umfjöllun Andra Ólafssonar fyrrum formanns ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði - sem ku vera blaðamaður á Fréttablaðinu. Samfylkingarmaðurinn fjallar í hneykslunartón um að þingmaðurinn - sem er afar öflugur bridgespilari - hafi tekið í spil um daginn.

Samfylkingarmanninum er frjálst að hneykslast á því að þingmaðurinn taki í spil - en ég get ómögulega séð ástæðu til þess að visir.is sem vill láta taka sig alvarlega sem fréttavefur - skuli breyta sjálfum sér í fréttaannál - og það lélegan fréttaannál - með því að hafa sömu "ekkifréttina" á áberandi stað í heila viku.  Jafnvel þó spilamennska þingmannsins hefði brotið í bága við lög - sem hún gerði alls ekki eins og alþjóð ætti nú að vita þótt Samfylkingarmaðurinn hefði viljað gefa annað í skyn - þá réttlætti það ekki þessa framsetningu "fréttavefjarins".

Hvað þá að halda inni allan þennan tíma fyrirsögn sem ekki stenst - eins og ítrekað hefur komið fram í öðrum fjölmiðlum. 

Það er alveg ljóst hvaða hvatir liggja að baki umfjöllunar Samfylkingarmannsins - en hvaða hvatir liggja þarna að baki hjá visir.is?

Annars skrifar Pétur Tyrfingsson skemmtilegan pistil á Eyjunni um fjaðrafokið sem saklaus - og lögleg - spilamennska þingmannsins unga og öfluga hefur valdið.

PS: Fréttaannállinn hefur verið fjarlægður af forsíðu visir.is - eftir amk. 5 daga veru. Kannske voru þetta bara mistök hjá visir.is. Ég kýs allavega að líta svo á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband