Undirbúum umsókn um aðild að Evrópusambandinu!
26.2.2008 | 08:19
Það er hagur okkar Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Það er ljóst. Þjóðin er að átta sig á því. Ríkisstjórnin á því að undirbúa umsókn að Evrópusambandinu. Til lengri tíma mun það verða til þess að auka stöðugleika í íslensku hagkerfi. Enda er krónan 20. aldar gjaldmiðill - en ekki gjaldmiðill fyrir 21. öldina.
Þeir sem óttast að við Íslendingar séum að afsala okkur fullveldi með slíkri inngöngu - verð ég að benda á að fullveldið fór með EES samningnum - hvort sem okkur líkar betur eður verr.
Stuðningur við ESB rúm 55% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Athugasemdir
Elías Theódórsson, 26.2.2008 kl. 09:05
Ég hélt að sjálfstæði og fullveldi væri forsenda þess að ganga í ESB? En auðvitað eigum við að undirbúa inngöngu...helst í gær!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.2.2008 kl. 09:16
Meðan ESB veitir ekki undanþágu frá því að taka stjórn fiskveiða úr okkar höndum, er þetta tómt mál að tala um. Auk þess skulum við bíða í eins og 10 ár og sjá þá hver áhrifin verða af stækkun sambandsins til fátækari Austur-Evrópu. Það er ekki útséð með það...
Sigurjón, 26.2.2008 kl. 09:17
út með tollaokur, út með vaxtaokur.. inn með ESB :)
Óskar Þorkelsson, 26.2.2008 kl. 10:13
Við þurfum ekki aðild að ESB til að lifa vel á Íslandi. Við þurfum manndóm til að uppræta okkar eigin dellur í opinberum rekstri (ofurtollar, vörugjöld, landbúnaðarstyrkir, útgjöld í varnar- og utanríkismálum o.fl.). Þetta eru bestu úrræðin til að losna við okrið en ekki innganga í ES með tilheyrandi sjálfstæðisafsali.
Svo má sníða opinberan rekstur til samræmis við raunverulegt umfang og mannfjölda á landinu. Til að verða hið fullkomna land frelsis, jafnréttis og tækifæra á að fella niður tolla og vörugjöld með öllu á innflutningi og gera Ísland að alvöru vörumiðstöð og tollfrísvæði. Með þessu getur orðið til veruleg verðmætasköpun.
EES var ekki sjálfstæðisafsal. Hvernig mönnum dettur það í hug er mér óskiljanlegt. Við getum sagt þessum samningi upp ef við kjósum svo.
Haukur Nikulásson, 26.2.2008 kl. 11:16
Það er hægt að segja sig úr EES og ESB.
Það eru bara 3 rök fyrir því að ganga í ESB í þessu bloggi:
Stöðuleiki
Tollaokur
Vaxtaokur
Það sem menn kalla óróleika núna, hefði kallast stöðuleiki áður, þá aðallega fyrir 1990 þegar verðbólga fór hér hamförum.
Opin hagkerfi búa við eitthvað sem menn kalla hringrás atvinnulífsins, þar skiptist á háir vextir og sterkt gengi til að kæla efnahaginn og lágir vextir og veikt gengi til að fá atvinnulífið í gang.
Sem dæmi um þetta má nefna USA núna, vextir 3% gengið veikt og ríkistjórninn að reyna að eiða til að sporna við atvinnuleysi og lækkun húsnæðis og svo framvegis. Erum við ekki bara heppinn?
Alþingi ákveður tolla samkvæmt núverandi kerfi, það þarf bara að setja nokkur núll á tollkvóta á ost og kjúklinga og eða leggja alla tolla niður og lækka gjöld á bensín og áfengi td.
Vaxtaokur er svo svolítið flóknara mál, ef við hefðum hér 4% stýrivexti myndi fjárfestinginn verða of mikil, húsnæði myndi hækka um 75% á einni nóttu og verðbólga myndi mælast í tugum ef ekki hundruðum prósenta. Gengið myndi veikjast gríðalega.
Ef ríkistjórninn tæki hlutverk sitt alvarlega með að skila hagnaði á góðum árum til að kæla efnahaginn og hafa fjárlega halla þegar atvinnuleysi og of lágir vextir eru. Svo er það að láta stýrivexti seðlabanka hafameiri áhrif þá þyrftu þeir ekki að breytast jafn skart og myndu þá vonandi vera 6-8% en ekki 4% eitt árið og svo 14% 2ár seinna.
En það er nánast bara joke að tala um að fólk sé óánægt með vextina þegar skuldirnar á yfirdrætti telja mörg hundruð þúsund á hvern íbúa. Opið hagkerfi er bara svona stundum verða menn að hætta að lána og lifa um efni fram. En menn kenna alltaf eitthverju öðru um og leita að patent lausnum.
Johnny Bravo, 26.2.2008 kl. 11:27
Alveg sammála þér, við eigum heima inn í ESB, en áður en að því getur orðið þurfum við að vinna mikla heimavinnu. Það er ekki miklar líkur á því að sú heimavinna geti farið fram á meðan íhaldsmennirnir bremsa málið af og ræða bara um e-h allt annað. Það verður ekki fyrr en stuðningur við aðild er byrjaður að haldast stöðugur fyrir ofan 60% að líkur á aðild fari að vænkast. Á meðan þarf að halda málinu vakandi og svara öllum rangfærslum.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:42
Ég er gersamlega ósammála þér, Hallur Páll – við þurfum enga evrópska hækju við að styðjast og verðum að varðveita yfirráð okkar yfir sjávarauðlindunum, en þau munu glatast við inngöngu í bandalagið og áhrif þess sýna sig á næstu 2–3 áratugum. Einhverjar bezt stæðu þjóðir Evrópu eru utan ESB: Ísland, Sviss og Noregur. Og að reyra okkur fasta í evruna myndi skapa mjög erfiðan vanda fyrir okkur með tímanum. Þar að auki ber ESB vart gæfu til að hafna aðild Tyrkja, og þar með verður mestöll álfan á fáeinum áratugum suðupottur sundurlyndis og átaka.
Vísa annars á þessa efnismöppu mína: Evrópubandalagið, t.d. ekki sízt greinarnar Ragnar Arnalds tekur tvo evrusinna á kné sér og Atlagan að fullveldi landsins.
Jón Valur Jensson, 26.2.2008 kl. 14:06
Hallur. Áður en þú setur svona sósíaldemókratiska fullyrðingu fram að Ísland
eigi að ganga í ESB VERÐUR þú að gjöra svo vel og útskýra hvernig Ísland eigi
að halda yfirráðum sínum yfir fiskiauðlindinni gangi við í ESB. Sjávarútvegurinn í
dag er UNDANÞEGIN ESB. Þess vegna getum við bannað útlendingu að fjárfesta
í ísl. útgerð og komast þannig yfir kvótann, bakdyrameginn inn í lögsöguna.
En eins og þú vonandi veist HALLUR er kvótinn á Íslandi FRAMSELJANLEGUR. Við
inngöngu í ESB færi nær ALLUR KVÓTINN á Íslandsmiðum Á UPPBOÐ innan alls
ESB SVÆÐISINS. Hið svokallaða kvótahopp myndi hefja innreið sína líkt og t.d á
Bretlandseyjum sem hefur lagt breskan sjávarútveg Í RÚST. Meðan þið ESB-
sinnar útskýrið ekki fyrir þjóðinni hvernig þið ætlið að koma í veg fyrir slíkt
er málflutningur ykkar GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT! Rauar ÞJÓÐHÆTTULEGIR!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.2.2008 kl. 14:58
Ágæti Guðmundur. Slakaðu nú aðeins á!
Aðildarumsókn er eitt. Innganga er annað.
Það er alveg ljóst að það er unnt að semja um fiskveiðistjórnina.
Það eru fordæmi fyrir því að einstök lönd eða landssvæði haldi fullu forræði fyrir sjávarútvegnum og má þar nefna Asoreyjar og Grænhöfðaeyjar sem dæmi. Ástæðan er sú að þessi lönd eru efnahagslega háð sjávarútvegi og floti evrópusambandslanda hefur ekki veiðihefð innan lögsögunar.
Það er ekki markmið ESB að gera einstök lönd eða svæði efnahagslega háð Brussel og þessvegna halda menn t.d. olíulindum, sjávarútvegi, skógrækt sbr Finnland og fleiru utan ESB ef þess er óskað í aðildarviðræðum.
Það verður aldrei hægt að tala sig niður á þá niðurstöðu sem við getum náð í aðildarviðræðum án þess að sækja um og láta á það reyna.
Ég skal vera fyrsti maður til að greiða atkvæði gegn aðild að ESB ef ekki nást viðunandi samningar um sjávarútvegsmál og önnur atriði sem skipta okkur meginmáli.
sjávarútvegsmál.
Hallur Magnússon, 26.2.2008 kl. 16:35
Ég, eins og sumir aðrir, skil ekki hvernig ESB sinnar halda að við fáum einhverja sérmeðferð hjá ESB. Við eru rétt rúmlega 300.000 manna þjóð sem verður kaffærð á nóinu. ESB aðlagar sig EKKI að okkur það hlýtur að vera ljóst öllu hugsandi fólki.
Haukur Nikulásson, 26.2.2008 kl. 17:28
Ágæti Haukur.
Finnar fengu sérmeðferð með timburiðnað sinn. Þeir eru aðeins fleiri en við. Það er hefð fyrir sérmeðferð fiskveiða. Af hverju ættum við ekki að fá sambærilega sérmeðferð í ljósi efnahagslegra hagsmuna sjávarútvegs fyrir þjóðarbúið?
Ég skil ekki ykkur andstæðinga umsóknar sem haldið að við fáum enga sérmeðferð í aðildarviðræður án þess að farið sé í aðildarviðræður.
Ég ætla ekki að gera ykkur upp að þið séuð ekki hugsandi fólk, Haukur ...
Hallur Magnússon, 26.2.2008 kl. 19:48
Hallur. Þú svaraði ekki minni GRUNDVALLARSPURNINGU. Við aðild að ESB kemst
kvótinn á Íslandi á OPINBERAN UPPBOÐSMARKAÐ innan ESB. Þar gefst ÖLLUM að
versla með hann sbr allt kvótahoppið milli landa innan ESB. Við aðild að ESB fá
ALLIR þegnar þess að kaupa hlut eða meirihluta í íslenzkum útgerðarfyrirtækjum,
og komast þannig inn í okkar fiskveiðilögsögu og með kvóptayfirtöku. Hvernig
ætlar ESB sinnar að koma í veg fyrir það.? Þú verður að útskýra þetta
GRUNDVALLARATRIÐI. Er hér ekki að tala um stjórnun fiskveiðanna, það er
óskilt mál. Aðal atriðið er að TRYGGJA ÍSLENZKA EIGNARAÐILD yfir fiskiauðlindinni.
Hún HVERFUR með aðild að ESB!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.2.2008 kl. 20:31
Í fyrsta lagi get ég ekki séð að íslensk eignaraðild hafi skipt margar íslenskar sjávarbyggðir á landsbyggðinni miklu máli. Eignaraðildin er ekki stærsta málið - enda áratuga hefð fyrir því að menn hafi farið kring um hana.
Ekki gleyma því að auðlindin er í þjóðareign - allavega á pappírunum.
Ekki heldur gleyma því að kvótinn er ekki varanleg eign útgerðarmanna - þótt hefð sé að myndast fyrir því. Það er mjög einfalt að setja á skilgreinda fyrningu þess kvóta sem gengur kaupum og sölum. Slíkur kvóti ætti náttúrlega að firnast - og ganga til íslenska ríkissins fh. íslensku þjóðarinnar - sem síðan getur endurúthlutað honum - með skilgreindri firningu.
Aðalmálið er að við fáum sem bestan arð af auðlindinni sem samfélag - og að sjávarbyggðirnar á Íslandi njóti þeirra. Ein leiðin - sem mér reyndar finnst að ætti að taka upp í núverandi kerfi - er að allur fiskur sem ekki er unninn á Íslandi fari á uppboðsmarkað á Íslandi. Vænti þess að um slíkt yrði unnt að ná samkomulagið í aðildarviðræðum. Einnig að sjávarbyggðir Íslands njóti afrakstursins. Treysti reyndar Evrópusambandinu ekki síður að tryggja stöðu íslenskra sjávarbyggða á landsbyggðinni - en stjórnvöldum íslenskum.
Þá er ljóst að breyta þarf stjórnarskrá Íslands á þann veg að þjóðareign verði þar skýrt skilgreind - hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða ekki.
Það er rangt hjá þér gefa þér fyrirfram að eignaraðild´íslensku þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni hverfi með aðild að ESB. Þau veist bara ekkert um það fyrr en við höfum farið gegnum aðildarviðræður. Ég er sannfærður um að lausn muni ´fást. Bendi einnig á nýrri pistil minn hér að ofan.
Hallur Magnússon, 26.2.2008 kl. 20:44
Sæll Hallur.
Til hvers eigum við að ganga í EB?
Er það til þess að staðna?, dragast aftur úr?, hafa ekki sjálfstæði né sjálfræði? Láta miðstýra utanríkismálum okkar?, efnhagsmálum?, skattamálum?, atvinnumálum?, peningapólitík?, etc., etc.?
Eða er það kannski bara til að vera "með", það er víst svo gaman.
Af hverju eru lífskjör okkar á flestalla alþjóðlega mælikvarða betri en hjá EB?
Af hverju er ekki sama verð á matvælum, vöxtum, sköttum, húsnæði, eldsneyti etc. í t.d. Danmörku og á Spáni? Heldurðu virkilega að við fengjum vaxtakostnað eins og í Lux. við að ganga í EB? Af hverju er bensín dýrara í Danmörku en á Íslandi?
Þrátt fyrir alla okkar tímabundnu óáran og óstjórn á stundum og innbyrðis karp og deilur þá eru samt lífskjör almennings, já alls almennings, meðaltals launamannsins hærri og betri á Íslandi en í nánast öllum ríkjum EB.
Þetta er grundvallaratriði.
Ekki frekar en 1262, verður okkur Íslendingum betur borgið til frambúðar með okkar lífskjör með því að framselja til EB sjálfræðið, sjálfstæðið og sveigjanleikan í atvinnustefnu okkar hverju sinni, heldur en að hafa sjálfir stjórn á öllum okkar málum. Sjálfs er höndin hollust, segir gamalt máltæki.
Ég treysti Íslendingum sjálfum best til að halda utan um okkar mál. Jafnvel þeim Íslendingum sem hafa aðra stjórnmálalega lífsskoðun í okkar eigin innanlandsmálum en ég. Þeir eru jú Íslendingar eins og ég og vita því og skilja betur betur en útlendingar almennt hvar og hvað brennur heitast á þjóðinni.
Ef þú treystir okkur sjálfum ekki til að skaffa okkur betri lífsafkomu heldur en miðstýðri, þunglamalegri stjórn EB, þá spyr ég þig? Þurfum við nokkuð að vera sjálfstæð þjóð í þínu "útópíska sæluríki EB".
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:50
Hallur. Við inngöngu í ESB er Rómarsáttmálinn yfir öllu hvað varðar frjálsar fjárfestingar í landi eða sjó. Einhver klásúla um að fiskistofnar séu eign íslenzkrar þjóðar verður innantóm orð. Þannig að hinn framseljanlegi kvóti í dag færi
BEINT á opinn markað innan ESB við inngöngu Íslands í sambandið. Það er alveg
skýrt, enda hefur ENGINN mótmælt því. Og hvað sem má segja um framsalið í
dag, þá er það GRUNDVALLARMUNUR að kvótinn seljist INNAN ÍSLANDS og
milli íslenzkra lögaðila, en ef hann færi á flakk á alþjóðlegum markaði. Í dag fer
ALLUR VIRÐISAUKINN af íslenzkum fiskimiðum í íslenzka þjóðarbúið. Skilar sér
100% þangað í dag! Á því verður GRUNDVALLARBREYTING við aðild Íslands að ESB. Er þetta ekki auðskilið?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.2.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.