Hugrökk og skynsamleg ákvörðun hjá Einari Kristni!

Einar Kristinn Guðfinnsson sýnir bæði hugrekki og skynsemi með því að ákveða stöðvun loðnuveiða á meðan óvissa ríkir um stofnstærð loðnunnar. Hann sýndi sama hugrekki og skynsemi þegar hann skar niður þorskvótann fyrir þetta fiskveiðiár.

Einar Kristinn hefði að líkindum verið vinsælli í kjördæminu sínu ef hann hefði látið undan og ekki látið fiskistofnana njóta vafans. En hann valdi skynsamlegir leiðina.

Hins vegar verður Einar Kristinn að berja í ríkisstjórnarborðið og knýja fram raunverulegar mótvægisaðgerðir fyrir sjávarbyggðirnar! Það sem ríkisstjórnin hefur kynnt sem "mótvægisaðgerðir" duga bara allt of skammt!

Oft var þörf - en nú er nauðsyn að sjávarútvegsstefnan sé byggðastefna eins og ég sagði í pistli mínum:  Sjávarútvegsstefnan á að vera byggðastefna!


mbl.is Veiðum hætt á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Einar.

Grandi fór fram með ófyrirgefanlegum hætti gagnvart Skaganum - í skjóli niðurskurðar kvótans. Það var hins vegar bara skálkaskjól. Meira um það í  Sjávarútvegsrstefnan á að vera byggðastefna!

Hitt atriðið er einmitt ómögulegar, svokallaðar "mótvægisaðgerðir" ríkisstjórnarinnar - sem eru engar mótvægisaðgerðir - heldur potkemíntjöld!

Nú reynir á ríkisstjórnina!  Það þarf alvöru mótvægisaðgerðir. Ef þær koma ekki - þá hefur ríkisstjórnin brugðist!

Hallur Magnússon, 20.2.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Niðurskurður þorskaflans er eitt mesta bull sem um getur. 

Hvaða vit er í því að friða þorsk sem er ekki að vaxa  en vöxtur er sagður við sögulegt lámark?

 Hvaða hugrekki felst í því að hætta veiðum þegar lítið sem ekkert veiðist?

Sigurjón Þórðarson, 20.2.2008 kl. 21:46

3 identicon

Sjálfur hef ég verið á sjó, og síðastliðið sumar var ég á togara sem var ásamt mest öllum togurum landsins sem veiða botnfisk að veiða ýsu fyrir utan vestfirði ef ég man alveg rétt, en skyndilega þurftu öll skip að flýja ýsu miðin því það var svo mikill þorskur sem meðafli að hann var jafnvel í meirihluta hvers hols.

Það er ekki kjarkur að fara eftir Hafró. Þar sem ég tel að 30 ára rannsóknir hjá Hafró séu tilgangslausar, þ.e.a.s. togararallið. aðstæður í sjónum hafa breyst og þorskurinn hreyfir sig í takt við hlýnun sjávar, en Hafró er enn að draga á sömu slóðum og í fyrsta rallinu fyrir um það bil 30 árum síðan. og það má ekki segja bara þegar Hafró mælir mikið af einhverri sjávartegund að um skekkju í mælingum er, eða ekki marktækar niðurstöður, en þegar Hafró mælir ekki neitt þá á að taka mark á þeirra niðurstöðum

Þorbjörn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hallur ég var einmitt að blogga um þetta, sennilega fengið hugskeyti.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband