Ráðherra Björgvin, stattu þig drengur!
19.2.2008 | 23:55
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur staðið í lappirnar í Evrópuumræðunni þrátt fyrir að að honum hafi verið sótt úr ýmsum áttum - ekki hvað síst frá aðiljum í samstarfsflokknum í ríkisstjórn. Ég er innilega sammála afstöðu Björgvins - eins og lesendur bloggsins míns hafa séð gegnum tíðina.
Ég átti ekki von á því að hann myndi standa svo fast við hugmyndafræði sína þegar hann væri kominn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Ánægður með ráðherra Björgvin - já, stattu þig drengur!
Eina leiðin að sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallur minn. Af hverju ertu ekki fyrir löngu gengin í Samfylkinguna? Eða ertu kannski þegar genginn í hana? Þá bara til hamingju með það ! Bara hlaut að
VERA...........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.2.2008 kl. 00:45
Er ekki alveg í lagi með þig Guðmundur!
Þótt ég hrósi þessum elskum stundum þegar þau standa sig vel - þá er ekki þar með sagt að ég sé genginn í Samfylkinguna!
Ef þú ert að vísa til afstöðunnar til Evrópusambandsins - þá verð ég að benda á að þótt vinur minn Bjarni Harðarson sé holdgervingur andstöðunnar gegn Evrópusambandinu - þá er fjarri því að afstaða hans sé lýsandi fyrir Framsóknarflokkinn! Hann er talsmaður minnihluta Framsóknarmanna - þe. harðra andstæðinga Evrópusambandsins. Annar minnihlutahópur eru Evrópusinnarnir sem er að líkindum ekki minni en hópurinn hans Bjarna og sá þriðji - og líklega stærsti - eru þeir sem eru beggja blands - eru reiðubúnir að skoða aðild að Evrópusambandinu - en setja það ekkert sérstaklega á oddinn.
Ef þú ert að vísa til þess að ég er að hrósa Björgvini fyrir að standa í lappirnar og halda skoðunum sínum á lofti - þá er það virðingarvert! Ljóst að Framsóknarflokkurinn hefði ekki fengið þá útreið sem hann fékk í síðustu kosningum - ef menn á þeim bæ hefðu ekki steinhaldið kjafti og staðið á sínu í umræðunni - þótt það kæmi illa við Sjálfstæðisflokkinn. Sú þöggun sem var í gangi gekk nærri þeim ágæta flokki - og loks þegar áttu að láta skerast í odda um grundvallarmál - eins og auðlindaákvæði stjórnarskrár - þá var það einfaldlega of seint!
Minni á Evrópuumræðuna á þarsíðasta flokksþingi - þar sem Evrópumálin voru áberandi - flokkurinn skiptist nánast í tvennt - og sátt náðist um það að Framsóknarmenn væru ósammála um Evrópumálin.
Hallur Magnússon, 20.2.2008 kl. 09:22
Sammála þér Hallur. Umsókn inn í evrópusambandið mundi breyta öllu vaxtaumhverfi landsmanna á stuttum tíma, það jafnvel þótt við færum ekki inn í EU. Þetta væri bara byrjunin.
Óskar Þorkelsson, 20.2.2008 kl. 09:57
Guðmundur: Það má stundum halda með öðru íþróttafélagi ef vel er gert. Hallur er ekki hallur undir Samfylkinguna sem hann og segir, en er einn af fjölmörgu Sjálfstæðismönnum sem eru að koma út úr evrópuskápnum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:18
Einu sinni var því haldið fram að blaðrið í Steingrími Hermannssyni væri stærsta efnahagvandamál þjóðarinnar. Blaðrið í núverandi viðskiptaráðherra er hálfu verra. Hvað með seðilgjöldin, stimpilgjöldin og vaxtaokrið? Hvernig væri að láta verkin tala?
Sigurður Sveinsson, 20.2.2008 kl. 12:08
Lesa fréttir Sigurður, kynna sér.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:39
Þetta er ábyrgðarlaust blaður hjá viðskiptaráðherranum.
Þetta Evrópusambands lið er með óábyrgum kjaftavaðli sínum um "handónýta krónu" og eilífu sívri sínu um Evru í tíma og ótíma að koma því inn hjá alþjóða fjármálamörkuðunum og matsfyrirtækjunum að það geti nú kanski ýmislegt verið satt í þessu sívri þeirra og því verði að hækka skuldaálag banakanna og Ríkið sé of lítið fyrir banakanna og svo framvegis. Þannig svífst þetta Evrópusambands lið einskis við að grafa undan Íslensku sjálfstæði. Þetta jaðra við að vera landráð.
Ég kvíði því svo ekki þegar sá dagur kemur að helstu stjórnmálaforkólfar landsins verða komnir á þá skoðun að best sé að Ísland gangi í Evrópusambandið eins og Jón Baldvin spáði svo glaðklakkalega fyrir um í hádegisviðtalinu í gær. Þá skiptir það engu höfuðmáli, því aðild Íslands að Evrópusambandinu verður kolfelld hér í atkvæðagreiðslu og það verður þvert á allar flokkslínur. Það sama hefur gerst tvisvar í Noregi og það mun gerast hér líka, sanniði til.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.