Flugvöllurinn teiknaður úr Vatnsmýrinni af öryggi!
15.2.2008 | 08:45
Flugvöllurinn hefur verið teiknaður úr Vatnsmýrinni af miklu öryggi. Völlurinn mun fara þaðan fyrr en síðar hvað sem Ólafur F. Magnússon rembist. Það vita það allir - líka Ólafur F. - að svokallaður "málefnasamningur" þar sem rætt er um að taka ekki formlega ákvörðun um flutning flugvallarins næstu örfáu mánuðina - er ekki pappírsins virði. "Málefnasamningurinn" er Potkemíntjöld - til þess að halda völdum - örlítið lengur en Jörundur hundadagakonungur.
Það er alveg ljóst eftir niðurstöður skipulagssamkeppni fyrir Vatnsmýrina hefur birst borgarbúum - að flugvöllurinn á ekki heima á þeim stað. Það verður einungis afar lítill minnihlutahópur sem mun hanga á þeirri hugmynd til framtíðar.
Þetta veit Hanna Birna. Þetta veit Gísli Marteinn. Þess vegna passa þau sig á því að tala alltaf á þeim nótum að flugvöllurinn muni fara - þótt hann eigi að vera næstu mánuði. Þau ætla sér framhaldslíf í pólitík.
Þetta veit Ólafur F. líka . Það væri heiðarlegast af honum að hætta þessu streði - hætta að staglast á flugvellinum - og einbeita sér að því að vinna vinnuna sína á öðrum sviðum - þessa örfáu daga sem hann á eftir í stól borgarstjóra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flugvöllurinn í Reykjavík á núverandi stað er hjarta borgarinnar, hann er forsenda þess að svona fámenn þjóð geti starfað saman og íbúar alls landsins búa við það öryggi að geta komist á sjúkrahús á fljótlegan og öruggan hátt.
Ef Reykjavík ætlar að hætta að vera höfuðborg landsins og afsala sér þjónustuhlutverki sínu fyrir allt landið þá það. En þá þarf líka að endurskoða stjórnkerfið í heild sinni, uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og ferðaþjónustu.
Ég vil gerast svo djarfur að halda því fram að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni sé ein dýrmætasta auðlind Reykjavíkur. En auðvitað sjá menn það ekki !
Ingimar Eydal, 15.2.2008 kl. 09:07
Fín grein hjá þér Hallur. Jú, jú víst sjá menn það Ingimar að flugvöllurinn í Vatnsmýrini er auðlind fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla. Það er heldur enginn að tala um það að eyða þessari auðlind. Þessa auðlind má nefnilega færa til og nefni ég þar Löngusker og Hólmsheiði til sögunar. Held reyndar að Löngusker yrði mun betri kostur. Að ætla að færa innanlandsflugið alla leið til Keflavíkur eins og sumir hafa haldið fram væri hinnsvegar nánast dauðadómur yfir innanlandsfluginu. Sú óheilla ráðstöfun væri til þess að spilla þessari auðlind okkar verulega.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 09:21
Ágæti Ingimar. Vil gjarnan benda þér á blogg mitt:
Löngusker langbesti kosturinn!
Hins vegar er ég mjög til í að endurskoða stjórnkerfið í heild sinni! Þú færð væntanlega að lesa um það einhvern tíma á næstunni.
Hallur Magnússon, 15.2.2008 kl. 09:38
Sitt sýnist hverjum. Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefur bent á þá staðreynd að Hólmsheiði er um 120 m hærra yfir sjó en Reykjavíkurflugvöllur og skýjahæð þar myndi verða mjög til trafala þar sem mjög oft er það lágskýjað að flugvöllur á Hólmsheiði væri lokaður þótt Reykjavíkurflugvöllur eða annar völlur í svipaðri hæð mundi haldast opinn. Ég hef tilhneigingu til að taka mark á Páli sem sérfræðingi í þessum málum og tel því Hólmsheiði ekki koma til greina skv. fræðum og umfjöllun Páls um flugvöll á Hómsheiði. Og svo má líka koma því að eins og stundum áður að Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst flugvöllur landsbyggðarinnar svo Reykvíkingar hafa síður en svo einir um málið að segja þótt þeir vilji endilega gefa einhverjum flottræflum byggingarsvæði í Vatnsmýrinni.
corvus corax, 15.2.2008 kl. 09:41
Flugið fer á Patterson við Keflavíkurvöll.
Bullið um fjarlægð og þessha´ttar er aumkunarvert.
Vatnsmýrin verður ,,Háborg Íslands og menn verða að finna aðrar leiðir til að halda uppi kennslu á Akureyri en að fljúga daglega kennslukrafti Norður og Suður.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 15.2.2008 kl. 10:17
Nokkrar ástæður fyrir því að flugvöllurinn fer aldrei:
60% borgarbúa og ennþá fleiri á landsbyggðinni vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
Ríkið á landið undir flugvellinum.
Unnið verði að sjálfbærri þróum með því að draga smám saman úr orkunotkun.
Að ferja 400.000 ferþega á ári til og frá Keflavík og lengja flestar flugleiðir um 10 mín. er brot á skipulags og umhverfislögum.
Að lengja flest björgunarflug um 15mínútur varðar þjóðaröryggi.
Sjúkraflug frá Keflavík og til baka lengist um 20 mín. + akstur til Reykjavíkur.
Flutningur farþega og starfsfólks til og frá Keflavíkur eykur slysahættu.
Flugvöllur á Hólmsheiði gengur ekki vegna ókyrrðar í lofti, snjóþyngsla og þoku. Fyrir utan að íbúar í Grafarholti og Norðlingaholti munu aldrei samþykja flugvöll enda var hann ekki á skipulagi þegar það fékk sínar lóðir eða keypti húsnæði.
Og hættu þessu rugli Hallur minn, ég hitti Gísla Martein frænda þinn á Vatnsmýrasjóinu í gær og hann er jafn ruglaður og þú, vildi ekki ræða flugvalla mál.
Sturla Snorrason, 15.2.2008 kl. 12:01
Sniðugt. Færum höfuðborgina til keflavíkur, og breytum RKV í slömm. Þar verður nóg pláss fyrir stúdenta, iðnaðarsvæði og drykkjumenn.
Eða, breytum RKV í Háskólabæ. Ekkert ónæði af flugvelli. Nóg af ódýru húsnæði. (Skosky peyjarnir hafa hannað eina vitrænt upp setta hverfi landsins- sem hugsanlega verður aldrei byggt. Og kjallarar gætu lekið þar. En þeir gerðu ráð fyrir frárennslisskurði, sem er gott.)
Löngusker? Það mun kosta. Búumst við að flugfargjöd muni hækka til að vega upp á móti saltaustri og hærri lendingargjöldum. Sem er bara verðbólga, sem fær seðlabankann til að hækka vexti. Sem er það eina sem seðlabankinn gerir.
"Bankastjóri, það er rottugangur hjá okkur!"
"Hækkið stýrivextina!"
Jæja...
Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2008 kl. 12:13
Flugvöllur í Vatnsmýri er flott mál. Svo skulum við muna að það sem teiknað er í borgarskipulagssamkeppnum er eitt. Það sem er svo byggt er alltaf á endanum eithvað drasl.
Ólafur Þórðarson, 15.2.2008 kl. 13:58
enn og aftur rísa upp fylgjendur þessa flugvallar upp og bulla út í eitt.. hvað kemur þessi flugvöllur því við að Reykjavík sé höfuðborg ? Bonn var höfuðborg þýskalands í áratugi og hefur ekki millilandaflugvöll eða neitt slíkt svo mér sé kunnugt um.. Canberra er höfuðborg ástralíu en hefur ekki millilandaflugvöll eða þann status að vera miðdepill þjónustu í ástralíu.. það er sydney.. svo þessi rök fóru þá leið sem þau eiga heima.. beint í ræsið.
skoðanakönnunin var meingölluð þar sem kom fram að 60 % íbúa í reykjavík væru fylgjandi flugvelli í reykjavík, í þessari könnun var ekki spurt hvort það vildi flugvöllin í Vatnsmýri heldur var bara spurt hvort fólk vildi hafa flugvöll í reykjavík !! Btw.. mér er alveg sama hvað fólki úti á landi finnst um Vatnsmýrina, hún er í reykjavík en ekki úti á landi. capís ?
Að ríkið eigi landið undir vellinum skiptir ekki jackshit.. borgin er með lögin sín megin og ef ríkið er með eitthvað múður þá verður landið bara tekið eignarnámi eins og þeir fjölmörgu einstaklingar í kópavogi sem áttu land þar hafa fengið ða kynnast.
Burtu með þessa tímaskekkju úr borginni og komið henni fyrir einhverstaðar annarsstaðar.. Kef er fínn kostur..
Um já mér er líka skítsama um það hvort reykjavík sé höfuðborg eða ekki, við fáum aldrei að njóta þess í samgöngum.. frekar að grafa fyrir 800 manns á bolungarvík og 1800 manns á húsavík áður en 100.000 manns í Reykjavík fái sanngjarna afgreiðslu sinna mála.
Óskar Þorkelsson, 15.2.2008 kl. 17:45
Flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni, baráttumál allra rétt hugsandi íbúa Íslands.
Ef svo illa fer að nokurum íbúm í 101 tekst að hrekja flugvöllin úr höfuðborg landsins, þá verður gerð krafa um að vernda Vatnsmýrinna og biggja upp fuglalíf og að gera svæðið sem næst því sem það var fyrir hernámið 1940.
Gísli E (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 18:08
ekki batnaði rökstuðningur við áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri við þín orð Gísli E..
Óskar Þorkelsson, 15.2.2008 kl. 18:44
Áhugaverð grein: http://visir.is/article/20080215/SKODANIR01/80215031/-1/SKODANIR
Kalli (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:13
600 - 700 störf eru núna í kringum flugvöllinn, þau hverfa til keflavík
þjónustufyrirtæki fara til Keflavík, þar er talið um 400-500 störf
verður að byggja nýtt sjúkrhús í Keflavík, þar er talið um 200-300 störf og jafnvel fleiri
opinberar skrifstofur flytja til Keflavík vegna landsbyggðarinnar 500 störf
allt að 2000 störf hverfa úr Reykjavík til Keflavík
Gísli Marteinn talaði um minnkun á mengun, en tilfellið er að meingunin verður 10 x sinnum meiri í íbúðarbyggð í mýrinni.....
stýri
Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 14:34
Tryggvi!
Við getum þá sleppt álveri í Helguvík - og byggt það þar sem það skiptir öllu máli - á Bakka!
Reykjavík sér um sig sjálf.
Hallur Magnússon, 16.2.2008 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.