George W. Bush talsmaður pyntinga!

Ég tek ofan fyrir Bandaríkjaþingi sem hefur nú samþykkt að banna vatnspyntingar sem tíðkaðst hafa hjá CIA undir verndarvæng þess sem síst skyldi - forseta Bandaríkjanna George W. Bush! Bush mun ætla að beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir bannið - þar sem hann vill gjarnan að Bandaríkjamenn beiti slíkum pyntingum gegn meintum óvinum Bandaríkjanna.

Sem betur fer eru líkur á að skipulögðum pyntingum Bandaríkjastjórnar fari að linna þar sem allar líkur eru á að næsti forseti Bandaríkjanna verði demókrati, en það voru einmitt demókratar sem komu banninu gegnum þingið í andstöðu við flesta repúblikana - sem eins og forsetinn - virðast talsmenn pyntinga.

Það er með óhug sem maður fylgist með mannréttindabrotum Bandaríkjanna - þessa ríkis sem ætti að vera í farabroddi fyrir mannréttindi og lýðræði í heiminum. Ég treysti því að næsti forseti Bandaríkjanna - hver sem hann verður - snúi við blaðinu og beiti sér fyrir því sem leiðtogi öflugasta lýðræðisríkis í heimi - að vinna að framgangi lýðræðis og mannréttinda í heiminum - í stað þess að grafa undir hvorutveggja með ofbeldisstefnu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bandaríkjastjórn styður pyntingar. Hafa í raun gert það lengi en nú er það opinbert að það á að halda því áfram. Verst finnst mér að John McCain styður einnig pyntingar. Vonandi verður hann ekki næsti forseti. Þá eru Hillary og Barak Obama skárri. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.2.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Jonni

Ég leyfi mér að efast um að hlutirnir breytist með Hillary eða Obama. Þetta er svona good cop-bad cop númer hjá þeim í BNA (repúblikanar/demókratar). Það var nú á sínum tíma Jimmy Carter sem pumpaði Saddam fullan af ógeði og sendi hann á Íran. Það var stríð í umsjá BNA með öðrum orðum og að frumkvæði demókratans Carter. Svo var það líka Clinton sem fyrirskipaði árás á lyfjaverksmiðjuna Al Shifa í Súdan með óhugnalegum afleiðingum. Demókratar eru úlfar í sauðargærum.

Jonni, 14.2.2008 kl. 12:30

3 identicon

BNA standa fyrir þeim vanda að fari þeir ekki að gefa eftir í stefnu sinni til öfgakapítalisma. Spilaborg þar sem kerfið er skipulagt þannig að það þjóni hagsmunum þeirra ríkustu mest(nánast bara hugsað um að þeir hafi það sem best). Tæknilega séð var þetta ekki slæmt til að byrja með, því kapítalismin er öllu skárri en það kerfi sem var á undan. Hann þarf hins vegar að þróast í eitthvað annað betra. Ég er talsmaður þess að við hugsum um að allir hafi það sem best. Ekki bara hugsað um á þá hæst settu eða þá sem eru í miðjunni eða þeir sem eru lægstir. Þegar við hugsum um heildina, þá næst besti árangurinn fyrir alla, þ.e. það græða allir meira en sá eini hópur sem hugsað er um. Það að styðja píntingar er enungis gert til að vernda það kerfi sem BNA hafa uppi. Auðvitað á meðan það kerfi er við lýði er betra að þeir beiti þeim aðferðum, því annars hrynur allt. Innrásin Í Írak var ekkert annað en viðhaldsaðgerð á kapítalismanum og þess vegna var ég á móti henni. En ef þeir breita ekki um kerfi þá er skárra að þessi innrás hafi átt sér stað því hún er mjög líklega nauðsinleg til þess að allt hrynji ekki ef við höldum núverandi kerfi óbreittu. Píntingarnar eru því miður stundum nauðsinlegar til að halda lélegu kerfi áfram gangandi og til þess að það sé mögulegt að þróa okkur uppí annað betra kerfi. BNA eru því miður búnir að rótfesta sig í kapítalismanum og verður ekki bjargað. Innrás í BNA er yfirvofandi á þessari öld.

Baldur Freyr Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Jonni

Ég myndi frekar segja að hrun BNA er fyrirsjáanlegt og kemur kannski fyrr en marga grunar. Það hrynur auðvitað í hausinn á okkur og ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á að þeir fari niður með reisn.

Jonni, 14.2.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað er að styðja pyntingar það er að spyrna við teþróristum. Það er aldrei talað um þessa hluti með heilbrigðri skinsemi. Við látum 20 milljónir ólöglegra flæða inn í Evrópu og það er þusast yfir að Evrópu bandalagið ætli að fara taka fingraför og byggja skrá yfir búseta. Í raun styður Ísland terróista með þessum athugasemdum. Ég spyr. Hvað hafa Íslendingar lagt til málanna til að halda aftur af almennu ofbeldi bæði innanlands og utan. Fjölmiðlar með ofbeldi hér og terróistar annarstaðar.  Ekkert bara sett út á allt.

Valdimar Samúelsson, 14.2.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Jonni

Eru innflytjendur í Evrópu terroristar? (20 miljónir???) Hvernig spyrna pyntingar við terroristum? Hér þarft þú að gera grein fyrir máli þínu Valdimar. Ekki bara hella þessum rasistaósóma algjörlega órökstuddum og illa þefjandi. Helvítis táfýla er þetta.

Jonni, 14.2.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þingið er steingeldur leppur vopnaframleiðenda og braskara. Sú staðreynd að Impeachment proceedings hafa ekki gengið fram og að allir frambjóðendurnir eru með augað á innrás á Íran segir allt sem þarf.

Ólafur Þórðarson, 14.2.2008 kl. 15:34

8 Smámynd: Jonni

Takið eftir því í fréttaflutningi að það er þessa dagana sífellt verið að fóðra okkur á öllu illu í Íran, dauðarefsingum og öðru slíku. Kemur einhver frétt um eitthvað jákvætt úr þessu landi? Hvar eru fréttirnar um dauðarefsingar í Kína (sem eru ca. 20 á DAG) , mannréttindabrot og spillingu í Bandaríkjunum, Rússlandi, Bretlandi? Þetta eru mál af allt annarri stærðargráðu og kemur okkur miklu meira við.

Ástæðan er einföld og þarf engrar skýringar við. Hér er hún samt; það er löngu búið að ákveða að ráðast á Íran og mbl eins og gervöll fjölmiðlamaskína vesturlanda lepur dauðan úr skel áróðursmaskínu BNA. Spurningin er bara hvort þeir gera það fyrir kosningar eða eftir, það fer eftir hentisemi frambjóðanda og sitjandi forseta.

Jonni, 14.2.2008 kl. 15:47

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Þegar lönd eru farin að haga sér eins og USA gerir núna er þetta spurning um eitthvað annað og meira en einn forseta til eða frá!  Þessi þróun er búin að taka yfir hundrað ár og henni verður ekki snúið við á fjórum eða átta árum.  Dem eða Rep skiptir ekki máli því öflin sem stjórna USA ganga þvert á flokkslínur.  Bara spurning um sma show fyrir þessa örfáu sem nenna ennþá að kjósa.  Það er meira lýðræði í kína.

Björn Heiðdal, 14.2.2008 kl. 21:45

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sú var tíðin að Bandaríkin voru framvörður mannréttinda. Já sú var tíðin.

Sigurður Þórðarson, 14.2.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband