Algjör Sirkus!
30.1.2008 | 23:42
Húsafriðunarmál á Laugavegi og nágrenni er að breytast í algjöran sirkus - þökk sé nýja borgarstjóranum. Það er alveg ljóst að allir þeir sem eiga gömul hús á samþykktum byggingarlóðum á Laugavegi og nágrenni munu nú koma í röðum ásamt húsfriðunarfólki og þrýsta á um að Reykjavíkurborg kaupi húsin á svipuðum kjörum og borgarstjórinn keypti á Laugaveginum í síðustu viku - algerlega að óþörfu.
Ætli þetta muni ekki kosta borgarbúa svona 10 milljarða - ef miðað er við verðmiðann á húsunum sem þegar hafa verið keypt. Það eru hálf Sundabrautargöng.
Ekki veit ég hvort sirkusinn gangi svo langt að borgin kaupi Sirkus - þann ágæta skemmtistað - sem rekinn er í handónýtum skúr við Klapparstíg - og fellur afar illa inn í núverandi götumynd þar.
Þá geri ég mér ekki heldur grein fyrir því hvort listamennirnir vilja vernda Sirkus eins og hann er í dag - eða hvort þeir vilja að húsið verði gert út í upphaflegri mynd. Menn geta rifist um það.
En einhvern veginn hef ég grun um að hin skemmtilega stemning sem hefur verið í þessum handónýta skúr fari veg allrar veraldrar ef hann verður gerður upp. Þá muni partýin og listsköpunin finna sér nýjan, ónýtan skúr, til að finna aftur flottu stemminguna.
Hver veit!
![]() |
Niðurrifi mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Athugasemdir
Hver á skúrinn? Sá sem á skúrinn á að ráða hvort hann fer eða ekki. Ekki borgin, ekki einhverjir drykkjumenn niðri í bæ, ekki Lalli Johns.
Eða þannig á það að vera. Eða búum við í einhverju fasísku ríki þar sem ekkert má nema það sem local yfirvöld vilja?
Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2008 kl. 00:36
Eigum við ekki bara að leggjast undir feld...... - spáum í þetta - kær kv.E.
Edda (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 02:09
Nú verða engar teikningar samþykktar fyrr en nýtt deiliskipulag er komið á, málið leyst.
En hver er jarðgangatrúðurinn? Verða Landsbankagöngin (Þingholts Öskjuhlíðar og Kópavogsgöng) lengri en Glitnisgöngin (Sundagöng) ?
Sturla Snorrason, 31.1.2008 kl. 11:02
Jarðgangatrúðurinn er "ónefndur heimildarmaður" ríkisútvarpsins í kvöldfréttum. Kemur ekki á óvart að Vegagerðin og andstæðingar gangnagerðar á höfuðborgarsvæðinu hverfi undir yfirborðið og hefji ónafngreint áróðurstríð.
Ekki ert þú þessi "ónefndur heimildarmaður" Sturla - er það?
Hallur Magnússon, 31.1.2008 kl. 18:20
Nei, nei alveg saklaus.
Sturla Snorrason, 31.1.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.