Játa mig sigraðan!
27.1.2008 | 00:48
Ég verð að játa mig sigraðan í veðmáli um það hver yrði næsti forseti Bandaríkjanna - en spádómur minn um að John Edwards yrði næsti forseti Bandaríkjanna virðist ekki ætla að ganga eftir!
Ekki það að ég sé ósáttur með að annað hvort Hillary eða Obama verði forseti Bandríkjanna - þvert á móti - en taldi Bandaríkjamenn ekki það þroskaða að þeir gæru valið konu eða blökkumann sem forseta.
Ég taldi fyrirfram fyrir nokkrum vikum að Edwards myndi sigra í Suður-Karólínu - og koma þannig á flugi inn í baráttuna í 5. febrúar þegar úrslitin munu hugsanlega ráðast! En fyrst hann klárar ekki heimaríkið sitt - þá er þetta búið fyrir hann.
Vonandi mun það þeirra sem verður forsetaframbjóðandi halda sjó - og koma repúblikönum út úr Hvíta húsinu. Það yrði jákvæður sögulegur atburður - hvort sem nýi forsetinn yrði kona eða blökkumaður.
Obama sigraði í Suður-Karólínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég sagði vonandi...
Hallur Magnússon, 27.1.2008 kl. 01:30
Þá er bara um að gera og koma stuðningsmönnum Edwards yfir á Obama ;) Varðandi spurninguna sem Laissez-Faire bloggarinn setur fram hér að ofan, þá ætti kannski eftirfarandi frétt að geta sagt eitthvað: http://www.time.com/time/politics/article/0,8599,1707063,00.html
Barack Obama (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 01:43
Ég held reyndar að Edwards sé í raun lang besti kosturinn fyrir USA og The World. En verði hann ekki valinn núna, þá spái ég því að það verði bara síðar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.