Langlíf lygi um meinta spillingu Framsóknar!

Það er með ólíkindum hvað langlíf lygin um að Auðunn Georg Ólafsson sem ráðinn var sem fréttastjóri á RÚV á sínum tíma hafi verið Framsóknarmaður. Alltaf þegar rætt er um meintar pólitískar ráðningar stjórnmálaflokka er Auðunn Georg tekinn sem dæmi um meinta spillingu Framsóknar  - þrátt fyrir að það hafi alla tíð legið fyrir að maðurinn hefur aldrei verið í Framsóknarflokknum.

Nú síðast er þetta gefið í skyn í Fréttablaðinu - þar sem blaðamðurinn sér reyndar sóma sinn í að segja "... en Auðun var tengdur við flokkstarf Framsóknarflokksins. Auðun neitaði því alltaf í viðtölum að hann hefði verið ráðinn í starfið vegna pólitískra tengsla..."

Hins vegar gefur umfjöllunin til kynna að Auðunn hafi verið í Framsóknarflokknum - sem er hreinlega lygi - sem fengið hefur að lifa og verið kynnt undir reglulega í umfjöllun um pólitískar ráðningar.

Hin dæmin sem Fréttablaðið fjallar um er ráðning Sjálfstæðismannsins Þorsteins Davíðssonar, Jóns Steinars vinar Davíð Odssonar og Sjálfstæðismanns, Ólafar Ýrr Atladóttur og Guðna Más Jóhannessonar úr Samfylkingu og skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar frænda Davíðs Oddssonar. Ekki veit ég hvort hann var í Sjálfstæðisflokknum.

Framsóknarflokkurinn er í góðum málum hvað meinta spillingu varðar ef ráðning Auðuns er helsta dæmi um slíkt - því maðurinn er ekki og hefur ekki verið Framsóknarmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðunn Georg sagði mér að hann væri í Framsóknsrfdlokknum, og það hjálpaði honum. Ég hef ekki reynt hann að ósannindum, svo ég tel það rétt.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er og hefur hvergi verið skráð

Hallur Magnússon, 28.1.2008 kl. 07:34

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ertu með félagaskrá Framsóknar í vasanum? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Nei, en fer reglulega í gufu með´nokkrum félögum mínum - þmt. fyrrum framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Ýmislegt sem maður fréttir í gufuni á Loftleiðum!!!

Hallur Magnússon, 29.1.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband