Íslendingar vilja afdráttarlaust að ríkið styðji við eignalitla og tekjulága einstaklinga við húsnæðiskaup. Þetta kemur fram í sömu viðhorfskönnun sem sýndi afgerandi stuðning almennings og fasteignakaupenda við Íbúðalánasjóð sem Capacent Gallup gerði fyrir sjóðinn í desember.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ætti því að hafa sterka stöðu í að efla félagslegan þátt íbúðalánakerfisins.
Hvorki meira en minna en 87,5% þeirra sem svöruðu spurningunni: "Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að ríkið styðji við eignalitla og tekjulága einstaklinga við húsnæðiskaup?" voru því hlynntir. Einungis 8,3% voru því andvígir.
Þá er jafn ljóst að almenningur vill að slíkur stuðningur sé í formi húsnæðisbóta í einhverri mynd en sé ekki í formi niðurgreiddra vaxta. Tveir af hverjum þremur töldu húsnæðisbætur réttu leiðina.
Niðurstöður skoðanakannananna er að finna á vef Íbúðalánasjóðs www.ils.is en í þeim er margt athyglisvert að finna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki nærtækast að lífeyrissjóðir okkar komi til skjalanna og fjárfesti í húsnæði til útleigu?
Árni Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.