Stígamót vel að viðurkenningu komin
17.1.2008 | 17:34
Stígamót eru vel að viðurkenningu alþjóðasamtakanna Equality komin. Fórnfúst starf samtakanna á undanförnum árum hefur verið ómetanlegt fyrir íslensku þjóðina og í raun hefur Stígamót lyft grettistaki í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi - og gert hundrum - jafnvel þúsundum kvenna kleift að vinna sig upp úr djúpum táradal afleiðinga kynferðislegrar misnotkunar og kynferðislegs ofbeldis.
En betur má en duga skal í þeirri baráttu. Því er viðurkenning sem þessi mikilvæg fyrir Stígamót.
Til hamingju Stígamót og gangi ykkur allt í haginn í baráttunni!
![]() |
Stígamót fá alþjóðlega viðurkenningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.