Hrekjast íslensku bankarnir úr landi?
11.1.2008 | 20:20
Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Eflaust eru rök þeirra góð og gild. En spurningin er hvenær íslensku bankarnir hætta að vera íslenskir. Er kannske hætta á að þeir yfirgefi Ísland og íslensku krónuna í kjölfar þessarar andstöðu Seðlabankans?
Ég bara spyr.
Minni enn á hugmynd mína um að við tökum upp færeysku krónuna! Tökum upp færeysku krónuna!
Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Gerum Ísland meira aðlaðandi fyrir Pólverja og tökum upp Júruna. Síðan mætti alveg leggja niður íslenskuna og tala bara ensku. Gamla fólkið þarf hvort sem er að læra tælensku eða pólsku til að ná sambandi við starfsfólk elliheimila. Það kostar ótrúlega mikla peninga að nota íslenskuna sem ríkismál á Íslandi. Við gætum notað aurinn sem sparast til að kenna Pólverjunum ensku sem nýtist þeim miklu betur síðar meir. Þýðendur gætu leitað sér að betri vinnu og íslenskir rithöfundar hefðu greiðari leið að stærri markaði. Þegar öllu er á botninn hvolft er best fyrir okkur að taka upp Evruna og leggja niður íslenskuna.
Björn Heiðdal, 11.1.2008 kl. 21:00
Já það er skammsýni að standa í vegi fyrir Kaupþingi að taka upp evru. Alþjóðleg fyrirtæki verða að fá að ráða þessu. Getur haft slæm áhrif á efnahag okkar ef fyrirtækið flytur úr landi.
Þorsteinn Sverrisson, 12.1.2008 kl. 01:15
Skammsýni eða ekki ,,, það þarf að skoða svona í víðu samhengi, en ekki eingöngu út frá hagsmunum bankanna,
Annaðhvort er fyrirtæki erlent eða innlent, ætti því að fylgja þeim reglum í því landi sem það er skráð.
annað mál er svo hvort Íslendingar ættu að taka upp annan gjaldmiðil,,,,,,
hins vegar skil ég þetta sjónarmið vel, en við verðum líka að muna hversu stór þjóð við erum, þá á ég ekki við hversu stórhuga við erum, heldur í hausum talið.......
Ólafur Þór Ólason, 12.1.2008 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.