Vegagerðin og gömul stöð belja

Vegagerð ríkisins minnir mig oft á staða belju sem var að gera mér lífið leitt þegar ég var kúasmali. Það var gersamlega ómögulegt að koma henni úr stað ef hún hafði ákveðið eitthvað - hversu heimskulegt sem það var. Ef hún tók það í sig að vilja ekki af básnum út í góða veðrið að úða í sig ilmandi grasið - þá var nánast ómögulegt að hnika henni.  Ef hún tók það í sig að vilja ekki heim að láta mjólka sig - þá þrýsti hún klaufunum ofan í svörðin og stóð þar pikkföst!

Vegagerðin ætlar ekki að leggja Sundabrautina í göng. Hversu heimskulegt sem það er að gera það ekki. Tekur sig til og smyr öllum þeim mögulega kostnaði sem unnt er að láta sér detta í hug við gerð kostnaðaráætlunar gangna vegna Sundabrautar til þess að reyna að fá sína leið fram.  Mér þætti gaman að sjá sambærilega aðferðafræði við kostnaðaráætlanir vegna annarra jarðgangna!

Auðvitað á að leggja Sundabrautina í göng. Reyndar á ekki að láta þar staðar numið í gangnagerð á höfuðborgarsvæðinu - heldur beita göngum víðar til að leysa umferðavandann - þótt það kosti peninga. 

Á sama hátt er Vegagerðin enn að ströggla við fáránlegar hugmyndir sínar um 2+1 þjóðveg út frá höfuðborgarsvæðinu´- í stað þess að leggja almennilegan veg. Ef Vegagerðin hefði ráðið þá hefði Reykjanesbrautin orðið slík braut. Skiptir þá engu að allir aðrir eru hættir slíkri vitleysu vegna slysahættu og óhagkvæmni til langs tíma litið.

Heimskulegasta vegaframkvæmd síðar tíma er í Svínahrauni á leiðinni austur fyrir fjall. Í stað þess að leggja þar 4 akreina veg - þar sem hráefnið í veginn var í vegastæðinu - þá er  þessi kúdelluhugmynd 2+1 orðin að veruleika - ökumönnum flestum til mikillar armæðu. Allir aðrir en Vegagerðin sjá hversu vitlaust það fyrirkomulag er.

Það versta er að samgönguráðherrar hafa látið Vegagerðina hlaupa með sig í gönur fram að þessu - og mér sýnist hinn ágæti Siglfirðingur sem nú situr í samgönguráðuneytinu ætli að lenda í sama fjóshaugnum - en vonandi sér hann að sér.


mbl.is Vegagerð með bæði belti og axlabönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þessi Sundabraut er búin að taka langan tíma.Það var byrjað að tala um Sundabraut fyrir um 20 árum síðan og enn er verið að pæla og pæla og þvæla og þvæla. Eins finnst mér enn meira furðulegra þegar er verið að tala um að bæta og laga vegina,eins og t.d. þessar aðal æðar út úr höfuðborginni, þá tala þeir sem telja sig best vita um 2+1 veg. Það er ekki verið að hugsa um þær hættur sem geta skapast við slíkar aðstæður á þeim vegum sem er 2+1, eins og ömurlegt umferðarslys. Ég bý við vesturlandsveg (Kollafjörð) og ég er búin að fá mig fullsadda að keyra þennan veg og ég tala nú ekki um þegar mesta skammdegið er eins og núna.Það er engin lýsing á þeim kafla vegarins frá Mosfellsbæ og að byggðakjarnanum á Kjalarnesi. Umferðin er slík á mesta annatíma að ég þakka fyrir að það sé ekki búið að keyra mig niður fyrir löngu síðan, eins að taka hægri beygju heim til mín við Mógilsá þar sem engin afrein er á veginum og hafa alla bílahalarófuna á eftir sér með bílstjórum innanborðs sem halda að þeir séu Palli einn í heiminum.

Hvað eigum við að bíða lengi eftir úrbætum og þá meina ég GÓÐUM úrbætum ?

Þessar aðalæðar úr höfuðborginni eru eins og góðir sveitavegir erlendis, eins og t.d. í Kanada þar sem ég bjó í 1.ár.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.1.2008 kl. 09:10

2 identicon

Alveg er ég hjartanlega sammála þér með þessa blessaða Vegagerð ég hef raunar oft sagt að það ætti að leggja hana niður í núverandi mynd það er alveg örugglega  hægt að koma allflestum verkefnum hennar á einkaaðila, eins og hefur nú raunar verið gert í töluverðu mæli með góðum árangri.  Það mætti hinsvegar hugsa sér að taka þetta enn lengra og gera vegagerðina bara að deild í Ríkiskaupum þar sem menn væru að versla inn verktöku á nýlagningu vega hönnun og viðhaldi.

Haraldur (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 09:12

3 identicon

Ruglið í ykkur. Ég bý austan fyrir fjall og keyri á hverjum degi til Reykjavíkur í vinnu. Umferðin á þessari leið er einfaldlega það lítil að það er engin þörf fyrir tvöfaldan veg. 2+1 vegur annar alveg umferðinni, og vel það. Það var alger bylting þegar kaflinn fyrir ofan litlu kaffistofuna var kláraðu, enda hafa engin slys orðið á þeim kafla síðan. Mér finnst allt þetta tal um tvöföldun vera óábyrgt hjal sem lyktar af múgæsingu. Ef farið hefði verið strax eftir tillögum vegagerðarinnar um 2+1 á þessari leið, þá væru þær framkvæmdir hafnar nú þegar, og öryggi okkar sem förum þessa leið daglega stórbætt. Mér hefur fundist að þeir sem tala hæst um þessa tvöföldun séu menn sem fara þessa leið örsjaldan, helst um helgar á sumrin, og hafa þar af leiðandi enga yfirsýn yfir það hvernig umferðin er þarna í raun flesta daga ársins.

Saxi (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 09:26

4 identicon

Í sjálfu sér er skipulagið þannig að Vegagerðin á að vera bara svona administration, ekki framkvæmdaaðili. Hún á að útfæra skipulag ákvarðana stjórnvalda. En þeim tókst að halda hönnunarþættinum hjá sér, nokkuð sem ætti að bjóða út eins og framkvæmdirnar. Þetta er ótrúlega stórt og dýrt batterí, sem tekur alltof mikið fé til sín sem ella gæti farið í framkvæmdirnar með beinni hætti en nú er. En ósköp er ég hræddur um að núverandi samgönguráðherra fagni öllu sem getur hjálpað honum að setja Sundbrautina aftur fyrir Vaðlaheiðargöng, Austfjarðagöng og önnur gæluverkefni í sínu kjördæmi.

nöldrarinn (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 09:28

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er nú sú besta samlíking sem ég hef heyrt lengi,
og sammála ég er þér.
Það er sama hvar þú berð niður í kringum landið,
allstaðar er verið að vinna fyrir aftan afturendann á sér.
Það kostar peninga að eiða peningum,
en sé það gert fljótt og vel, er það besti gróðinn.
Enn það skilja þeir ekki þessir menn því þeir
eru ekki komnir út úr moldarkofunum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2008 kl. 10:00

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Má til að bæta aðeins við, kemur ekki við blogginu þínu hér að ofan.

Datt í hug að ef að þú mundir nú sækja um stöðu hjá ríkinu akkúrat núna,
þá væru ansi mörg fylgiskjöl, um reynslu þína og ekki skemmdi það nú fyrir þér,
en haft eftir þér að þú sért af vondu fólki,
þá mundir þú nú trúlega ekki fá stöðuna, eða hvað heldur þú.

Verð að játa, að eigi hef ég áður komið með komment á síðu þína.
fannst bara húmorinn hjá þér í persónulýsingunni góður,
þess vegna áræddi ég að kommenta smá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2008 kl. 10:14

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Saxi.

Ég´bjó austur á Hornafirði á sínum tíma - og þá var vegurinn frá Selfossi að Reykjavík stærsta samgönguhindrunin. EKki hefur umferðin minnkað. Umferð á þessari leið hefur verið að aukast og mun aukast enn meira á næstu árum - enda uppbygging á íbúðarhúsnæði - og atvinnuhúsnæði - mikil og mun aukast.

 Það kallar á bættar samgöngur.

Það var galið að leggja ekki strax 2+2 veg í Svínahrauni fyrst annað borð var verið að leggja í svo stóra framkvæmd.  Viðbótarkostnaður hlutfallslega lítill - ef menn hefðu hugsað til framtíðar - en ekki bara fram að næstu blindhæð. Það verður grátbroslegt að horfa upp á framkvæmdirnar þegar farið verður að bæta við einni akgrein enn á þennan spotta.

Þú leyfir þér að gera lítið úr þeim þúsundum Íslendinga sem aka þennan á sumrin og um helgar - í frístundahús sín fyrir austan fjall. Um helgar og á sumrum er allt fast þarna. Sú umferð þarf líka að vera greið.

Reyndar ástandið þannig að miklir erfiðleikar eru fyrir sjúkraflutningabíla að komast leiðar sinnar í forgangsakstri þegar hægagangsumferðin fer um 1 hlutann í 2+1 hluta leiðarinnar.

Ef Vegagerðinn hefði ekki verið föst á básnum sínum með þessa fáránlegu 2+1 hugmynd sína - heldur hannað eðlilegan 2+2 veg austur fyrir fjall - þá hefði sú framkvæmd verið farin. Ekki rugla saman orsök og afleiðingu hvað varðar seinkun á vegalagningu austur fyrir fjall.

Ég er ekki 100% en mig minnar að það hafi nýlega verið slys við Litlu kaffistofuna.

Hallur Magnússon, 11.1.2008 kl. 10:19

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæta Guðrún!

Takk fyrir hlý orð í minn garð - en til að það sé á hreinu - þá er ég reyndar komin af afar góðu fólki!

Föðurfólkið mitt er úr Hnappadalnum þar sem sr. Árni Þórarinsson þjónaði á sýnum tíma - og er að vísa í  tilvitnun Þórbergs Þórðarsonar í Árna í ævisdögu Árna - þar sem sagðar voru meðal annar sögur  "af vondu fólki"- sem voru sóknarbörn hans fyrir vestan.

Hallur Magnússon, 11.1.2008 kl. 10:26

9 identicon

Það var nú einhver verkfræðingur sem mældi með því að það ætti helst að hafa 2+1 veg af því að þá myndi fólk ekki geta leift sér að keyra hraðar. Vegna þess að þegar vegurinn er orðinn 2+2 þá er hægt að taka fram úr "hægfara fólki" og keyra þar af leiðandi hraðar.

En ég vil minnast líka á eitt, þegar þú ert að keyra á 1+1 hlutanum og lendir á bíl sem að er að keyra úr gagnstæðri átt þá er alveg eins og þú sért að keyra á vegg á 180 km/klst (ef þú keyrir nákvæmlega framan á hann).

Þegar það er kominn 2+2 vegur þá ætti að vera vegrið á milli (helst ekki ostaskeri útaf mótorhjólafólkinu) miðað við þann part sem að er 2+2 á selfoss. Ef það er vegrið er á milli ætti í rauninni að vera hærri hámarkshraði á þessum veg útaf því að það er ekki lengur hægt að lenda framaná bíl lengur og hækka hámarkshraðann útaf minni (bana)slysahættu.

Ég nefni hærri hámarkshraða vegna þess að alvarlegustu slysin sem að ég hef heyrt um eru árekstrar við framúrakstur og það eru hættulegustu árekstrarnir vegna þess að það er mesti hraðinn í því og þessvegna verða mikil átök við framúrakstursárekstur og hann leiðir oft til dauða. En með veghandriði og 2+2 vegi er þetta ekki hægt.

Eyþór Sigmundsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 11:04

10 Smámynd: Birnuson

Það er ekki rétt að Vegagerðin sé að "smyrja á kostnaði" í sinni áætlun. Kostnaðurinn hefur vissulega rokið upp, en það er ekki síst vegna nýrra og strangari Evrópustaðla, sem Íslendingar eru skuldbundnir til að taka upp, hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Birnuson, 11.1.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Hallur hélst þú að ég tryði því að þú værir af vondu fólki kominn.
Það er engin af vondu fólki, þetta var bara skondin tilvitnun.

                                     Kveðja frá Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2008 kl. 12:21

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæta Guðrún!

Hvarflaði ekki að mér að þú værir að gefa í skyn að ég væri komin af vondu fólki í eiginlegum skilningi þess orðs

Ég hef hins vegar að undanförnu nokkrum sinnum verið spurður af hverju í ósköpunum ég kenni mig við vont fólk - og greinilegt að margir hafa ekki lesið Þórberg. Ákvað því að nota tækifærið og skýra út orðtakið!

Hallur Magnússon, 11.1.2008 kl. 12:52

13 identicon

Ég keyri milli Selfoss og Reykjavíkur ca 6 sinnum í viku. 2+1 kaflinn er mjög þægilegur og öruggur. Ég veit ekki um neitt alvarlegt slys á honum en hinsvegar hara orðið allavega 5 banaslys á öðrum köflum Suðurlandsvegarins á sama tíma þar sem bílar  hafa skollið saman. Það átti að halda áfram með gerð hans á háheiðinni í fyrra en þess í stað er nú verið að endurhanna veginn sem 2+2 og síðan á eftir að setja hann í umhverfismat, gera útboð og að lokum að byrja framkvæmdir. Miðað við verkhraðann á Reykjanesbrautinni sem er mun styttri verður 2+2 vegurinn tilbúinn eftir ca 10 ár eða lengur.

Vigfús (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 13:48

14 Smámynd: Sturla Snorrason

Borgastjóri og þetta 101 lið eru að mála sig útí horni með þennan gamla miðbæ. Innri leið og nýr miðbær við Elliðaráósa er eina rétta lausnin. Hvað með göngin frá 101 og inn í Garðabæ það má ekki gleyma þeim kostnaði.
Ég skil ekki af hverju allir eiga að keyra eftir jarðgöngum vestur í bæ til að komast í skóla eða vinnu.

Sturla Snorrason, 11.1.2008 kl. 15:49

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Saxi getur ekki verið að nota veginn austur fyrir fjall eða vestur yfir það daglega, þá mundi hann ekki tala svona.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2008 kl. 19:58

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vigfús! Ég trúi bara ekki að þú keyrir á milli og talar svo svona.

Hefur fólk ekki áttað sig á að byggðin á milli Borgarnes og Selfoss er að renna saman í eitt.

Við eigum einmitt að horfa fram í tímann þó svo að það taki tíu ár að gera almennilegann veg en ekki fimm ár að gera veg sem þarf svo strax að fara að endurbæta og það á ekki að þurfa að taka svo langann tíma að gera 2+2 frá Selfossi til Reykjavíkur, bara troða sinnepsbrúsa uppí rassgatið á helv. "beljunni"

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2008 kl. 20:07

17 identicon

Hvað er svona ótrúlegt við að ég vilji stoppa banaslysin núna strax en ekki eftir nokkur ár?

Vigfús (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 21:45

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vigfús, þú veður í villu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband