Það verður spennandi að sjá niðurstöður nefndar félagsmálaráðherra um úrbætur í húsnæðismálum - niðurstöður sem fulltrúi ASÍ telur að efnisleg samstaða sé um í nefndinni. Samstaða er því að nást milli fulltrúa félagsmála- og fjármálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Sambands sveitarfélaga, Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Það eitt eru gleðileg tíðindi.
Verkefni nefndarinnar er nefnilega ekki einfalt.
Hið pólitíska upplag var að móta tillögur sem miða að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn, og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum. Jafnframt þurfi að skilja með skýrari hætti á milli almennra og félagslegra lánveitinga og er hlutverk nefndarinnar meðal annars að tryggja aðgengi að lánsfé fyrir þá sem eru að kaupa húsnæði í fyrsta sinn, íbúa á landsbyggðinni og lágtekjufólk.
Verkefnislýsingin gæti bent til að lítið hafi verið gert í félagslegum þætti húsnæðiskerfisins á undanförnum árum. Því fer reyndar fjarri - eins og sjá mátti í bloggi mínu Félagslegar lánveitingar Íbúðalánasjóðs 1999-2006 í haust.
Hins vegar hefur það greinilega ekki dugað. Enda fasteignaverð hækkað óhóflega undanfarin ár - meðal annars vegna þess óhefta offramboðs sem snögglega varð á fasteignatryggðum lánum bankakerfisins eftir að það kom af miklum krafti með ný lágvaxtalán inn á markaðinn sumarið 2004 á sama tíma og greiðslugeta almennings var í hámarki vegna mikillar kaupmáttaraukningar sem varð á valdatíma ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Tillagna nefndar um úrbætur í húsnæðismálum að vænta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.