ASÍ virðist ganga bónleitt til búðar!
5.1.2008 | 23:34
Viðbrögð forsætisráðherra sem virðist taka dræmt í hugmyndir ASÍ um sértæka hækkun skattafrádráttar hinna lægst launuðu - og sérkennilegt inngrip framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í samtal ASÍ og ríkisstjórnarinnar - virðast benda til að ASÍ gangi bónleitt til búðar!
Ræddi það meðal annars í bloggi mínu "Gengur ASÍ bónleitt til búðar?" í síðasta mánuði.
Ef sértæk hækkun skattafrádráttar er ekki rétta leiðin - þá verður ríkisstjórnin að finna aðra leið!
Það er er eðlilegt að dregið verði úr skattbyrði hinna tekjulægstu, þótt skattalækkanir nú gætu orðið til að ýta undir verðbólguna - sem hefur verið á fullri ferð í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórnin verður bara að fara í mótvægisaðgerðir sem bitnar á öðrum en barnafjölskyldum og láglaunafólki vegna mögulegra áhrifa bættra kjara þessara hópa á efnahagslífið. Auglýsi eftir tillögum um slíkar mótvægisaðgerðir!
Kostnaðurinn þrefalt minni en SA telur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áfram ASÍ, hækkum jaðarskatta.
Björn Heiðdal, 6.1.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.