Móttaka flóttamanna mikilvæg okkur Íslendingum!

Íslendingum ber skylda til þess að axla með öðrum þjóðum þá byrði sem flóttamannavandamálið er. Enda höfum við lagt okkar að mörkum við móttöku flóttamanna, þótt við eflaust gætum tekið við enn fleiri flóttamönnum en við höfum hingað til gert. Það er hvetjandi að fá svo jákvæða umfjöllun sem Reuters birtir um hlýjar móttökur sem hópur einstæðra mæðra sem fengu hæli á Íslandi hafa fengið að þeirra mati.

En það fer fjarri að þetta sé fyrsti hópur flóttamanna sem Íslendingar taka á móti með skipulegum hætti. Á nokkru árabili komu hingað á vegum Flóttamannaráðs hópar flóttamanna frá löndum fyrrum Júgóslavíu.

Ég átti því láni að fagna að taka þátt í móttöku slíks hóps er ég gegndi stöðu félagsmálastjóra og forstöðumanns Fræðslu- og fjölskylduskrifstofu Austur-Skaftafellssýslu á Hornafirði, en félagsmálaráðuneytið leitaði til sveitarfélagsins Hornafjörður um að taka á móti slíkum hóp í ljósi góðs árangurs sem sveitarfélagið hafði sýnt í reynslusveitarfélagsverkefnum á þessum tíma.

Það var mjög gefandi fyrir okkur öll sem að verkefninu kom - stuðningsfjölskyldum, Rauðakrossfólki á Hornafirði, okkur starfsfólki sveitarfélagsins og starfsfólki Rauðakross Íslands. Þá var þakklæti flóttamannanna ómælt - en flóttamennirnir lögðu sig mjög fram um að samlagast samfélaginu - það vildi vinna og vann vel - og lagði sig fram um að læra íslensku sem best á því ári sem flóttafólkið fékk massívan stuðning samfélagsins.

Dugnaður flóttafólksins var mikill - og ég fullyrði að koma þess hafði mikil og jákvæð áhrif á samfélagið á Hornafirði - þannig að allir voru betur settir eftir en áður.


mbl.is Hlýjar móttökur í köldu landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Best væri samt ef hægt væri að beita áhrifum okkar þannig að enginn þyrfti að yfirgefa sitt föðurland, með þessu er ég ekki að gera lítið úr þessari flóttamannahjálp okkar, en hún er eins og dropi í hafið, miljónir manna eru hrakin á flótta á hverju ári, og eins og sagt hefur verið, við getum bara tekið á móti örfáum......    

Magnús Jónsson, 5.1.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Rétt hjá þér - betra væri að við gætum komið því þannig fyrir að enginn þurfi að yfirgefa sitt föðurland. En svo er það ekki. Já, þetta er dropi í hafið - en hafið er samansett af litlum dropum.

Hallur Magnússon, 5.1.2008 kl. 01:26

3 identicon

Mér finnast þið tveir hér fyrir ofan vera kjánar. Kæri Hallur,  þú skrifar á móti eigin sannfæringu og Magnús klappar fyrir þér að þú hafir skrifað svona mörg orð.

Dropi í hafi (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband