John Edwards næsti forseti Bandaríkjanna
4.1.2008 | 08:49
Ég hef trú á því að John Edwards verði næsti forseti Bandaríkjanna. Niðurstöður forkosninga í Iowa styrkja mig í þeirri trú. Þrátt fyrir að kastljósið hafi fyrst og fremst beinst að Hillary Clinton og Barack Obama í aðdraganda forkosninganna, þá nær Edwards öðru sæti og nær næstum 30% atkvæða. Hann er því búinn að stimpla sig rækilega inn.
Ástæða þess að ég tel John Edwards verða næsti forseti Bandaríkjann er í fyrst lagi sú að ég held að bandarískir kjósendur vilji skipta republikönum út úr Hvíta húsinu eftir hræðilega frammistöðu George W. Bush.
Í öðru lagi vegna þess að ég tel Bandaríkjamenn ekki enn hafa náð þeim áfanga í jafnréttisbaráttunni að þeir muni kjósa konu sem forseta - því miður.
Í þriðja lagi vegna þess að ég tel Bandaríkjamenn heldur ekki reiðubúna til að kjósa sér svartan mann sem forseta - því miður - sérstaklega ekki svartan mann sem ekki er hefðbundinn "Afro-American".
Í fjórða lagi þá held ég að John Edwards hafi fulla burði til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.
Huckabee og Obama sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg rétt að Hillary þarf að óttast bæði Edwards og Obama í þessari kosningabaráttu. En við fáum ekki staðfest neitt fyrr en eftir að fleiri ríki hafa kosið.
Barack Obama (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 09:02
Vildi bara segja að ég tel að mat þitt á stöðunni er alveg rétt, Bandaríska þjóðinn er orðin fullsödd af kerfinu og spillingunni í Washington D.C. og vill breytingu. Clinton er hluti af kerfinu sem þjóðin vill losna við.
Pétur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:19
Ég hef nú ekki fylgst nógu vel með baráttunni hjá Repúblikönum en ég var nú að spá því að Guiliani verði þeirra frambjóðandi og ef annað hvort þeirra Obama eða Clinton verða í framboði fyrir Demokrata mun Guiliani verða næsti forseti af þeim ástæðum sem Hallur nefnir.
Gísli Sigurðsson, 4.1.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.