Spesía komin á fullt!

Spesía komin á fullt og Íbúðalánasjóður að baki. Fyrsti vinnudagurinn í eigin alhliða ráðgjafarfyrirtæki í dag.  Fullt að gera - bæði verkefni fyrir aðra - sem jú gefa tekjurnar - og fyrir Spesíu sjálfa - sem verið er að ýta úr vör.

Það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar nýtt fyrirtæki er sett á fót - og heilmikil vinna í gangi.

Er að undirbúa kynningu og leita nýrra verkefna.

Gaf mér þó tíma upp úr hádeginu að ganga í miðja Esjuna með fjölskyldunni - og fara síðan með hana í sund.  Það er að segja fjölskylduna - ekki Esjuna!

Kallar á vinnu í kvöld í staðinn. 

Logoið klárt eins og sjá má hér að neðan!

Spesia (2)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gangi þér vel og gleðilegt ár. kv. B

Baldur Kristjánsson, 2.1.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott logo, góður ásetningur og gott gengi!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Til hamingju Hallur með þetta glæsilega einkaframtak (Spesía) og hamingjuóskir um gott og farsællt ár.  Þú færð eflaust einhver verkefni í færeyjum í kringum þettan áhuga þinn á færeysku krónunni. ( sem gengur aldrei upp-en samt sem áður góður húmor).

Birgir Guðjónsson, 3.1.2008 kl. 00:13

4 identicon

Til hamingju með allt!

Antonia (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Helgi Már Barðason

Til hamingju, Hallur, og gangi þér allt í haginn. Gleðilegt ár.

Helgi Már Barðason, 3.1.2008 kl. 14:00

6 identicon

Glæsilegt Hallur - gangi ykkur allt í haginn - kv Steini

Steini (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Til lukku með fyrirtækið, gangi þér allt í haginn.

Óttarr Makuch, 8.1.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband