Vextir íbúðalána rétt yfir meðallagi!
29.11.2007 | 11:41
Mikið er rætt um afar háa vexti íbúðalána um þessar mundir, en staðreyndin er sú að vextir íbúðalána Íbúðalánasjóðs eru rétt yfir meðallagi tímabilsins 1993-2007. Þá ber að hafa í huga að vextir banka og sparisjóða hafa ekki enn náð því háa vaxtastigi sem var á slíkum lánum bankanna fyrir ágústmánuð 2004. Það er heldur ekki lengra síðan en í águst 2002 sem raunvextir húsbréfalána voru hærri en núverandi útlánavextir Íbúðalánasjóðs.
Reyndar eru núverandi vextir Íbúðalánasjóðs heilum 4% lægri en hæstu raunvextir húsbréfalána sem náðu 9,5% á tímabili árið 1991.
Staðreyndin er sú að vextir húsbréfalána voru iðulega á bilinu 5,5%-6,05% eins og sjá má á meðfylgjandi töflu sem byggir á upplýsingum frá Seðlabankanum um ávöxtunarkröfu húsbréfa og útlánavexti Íbúðalánasjóðs tímabilið 1993-2007.´
Ástæða þess að almenningur áttar sig ekki á þessu er eðli húsbréfakerfisins sem lagt var af sumarið 2004. Húsbréfin báru fasta vexti, en raunverulegir vextir komu fram í afföllum - eða yfirverði - á hverjum tíma fyrir sig. Afföllin voru ekkert annað en fyrirframvaxtagreiðsla á mismuni fastra vaxta húsbréfanna - lengst af 5,1% - og raunvöxtum sem birtust í ávöxtunarkröfunni - sem oft var á bilinu 5,5% - 6,05% - og var reyndar 7,6% í upphafi þess tímabils sem meðfylgjandi tafla sýnir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Almenningur áttar sig hvorki á útreikningi vaxta í dag né í gær. Síst af öllu áttar almenningur sig á þeirri umræðu sem á sér stað um vaxtamun og þess háttar. Að lokum áttar almenningur sig eldur ekki á því hvers vegna sífellt er verið að tönnlast á vöxtum, vaxtastigi og vaxtamun, þegar stæsti útgjaldapóstur heimilanna hvað varðar lán, er einhver ósanngjarnasta skattheimta sem fundin hefur verið upp. Þar á ég að sjálfsögðu við verðbætur. Það er ekki eins og verðbætur renni í ríkissjóð. Þessi skelfing rennur beint í sjóði viðkomandi lánastofnunar án nokkurra skýringa. Fyrir almenning er mun heillavænlegra að greiða hreinlega, heldur hærri vexti en losna við verðbætur.
Í mínum huga eru verðbætur ekkert annað en okurvextir sem ákveðnir eru með ólögum frá Alþingi. Það er ekkert sem getur réttlætt þessa innheimtu lánastofnana sem fer fram í skjóli úreltra laga frá Alþingi.
Þórbergur Torfason, 29.11.2007 kl. 16:14
Ertu annars af Nesinu?
Þórbergur Torfason, 29.11.2007 kl. 16:22
Ágæti Þórbergur.
Ég er ekki af Nesinu
En hvað varðar verðtrygginguna. Ef þú hefðir lánað mér eina krónu árið 1982 - vaxtalaust - hvort vildir þú fá til baka eina krónu á virði einnar krónu ársins 1982 - sem væntanlega væru örfáir aurar á verðgildi dagsins í dag - eða sama verðgildi á núvirði og krónan var á þávirði árið 1982?
Ágæti Óskar.
Að sjálfsögðu höfumvið hjá Íbúðalánasjóði óskað eftir fjölbreyttari lánveitingarmöguleikum - sem hver og einn einstaklingur gæti tekið ákvörðun um hvaða kost hann tæki hjá okkur - en stjórnvöld hafa ekki viljað auka fjölbreytnina.
Hins vegar er dæmið ekki eins einfalt ogþú setur það upp.
Reiknaðir þú eðlilega ávöxtunarkröfu á það fé sem þurfti til að standa undir fleiru tuga prósenta hærri greiðslu sem þurfti til að greiða mánaðarlega afborgun af myntláni árið 2001 - vegna lækkunar gengis - miðað við verðtryggt lán?
Þótt sú greiðslubyrði í íslenskum krónum hafi gengið til baka - þá var fjármagnskostnaðurinn miklu meiri en bara gengisbreytingin!
Hvað ef krónan félli núna um 20%?
Hefur þú reiknað út hvað þú tapar á því að þurfa að auka við mánaðarlega afborgun um þessi 20% - og taka þá fjárhæð út af 15% ávöxtun á peningamarkaðsreikningi í stað þess að ávaxta hana á þeim háu vöxtum?
Ég hef grun um að þú hefðir valið vertryggða annuitetsafborun í staðin - því hagnaðurin þinn af því að geyma aurana þína á 15% skammtímavöxtum er hærri en tapið af því að taka þá peninga út til að borga 20% hærri mánaðarlega afborgun en þú hefðir þurft í vertryggðri krónu.
En við erum sammála um að fólk á að hafa VAL um hvaða leið það fer - líka hjá Íbúðalánasjóði
Hallur Magnússon, 29.11.2007 kl. 23:31
Aftur ágæti Þórbergur!
Ég er úr Hnappadalnum - en reyndar líka af nesinu - því ein langamma mín var fædd þar - en fluttist 4 ár til Reykjavíkur upp úr aldamótunum. Meira um þá ágætu konu á bloggi mínu um sjómannadaginn!
Hallur Magnússon, 29.11.2007 kl. 23:36
Þarna kemur Óskar að kjarna málsins. Allar sveiflur í gengi hafa árif, bæði á verðbólgu og gengi.
Er ekki samspil þarna á milli svo mikið að ef krónan fer aðra leiðina, fer gengið hina svo þessar sveiflur mætast á kafi í veski þeirra sem eru með verðtryggð lán eða myntkörfulán og niðurstaðan verður nokkuð samhljóma.
Ein spurning. Hvernig stendur á því að lánastofnanir í öðrum löndum, geta lánað milljónir á milljónir ofan óverðtryggt? Gamli söngurinn um rýrnun krónu virkar bara ekki. Veit ekki fyllilega um Íbúðalánasjóð en fullkomlega viss um bankana. Þeir eru ekki með fjármögnunarlán á bak við sín íbúðakaupalán. Þessi hrakfarasaga íslensku krónunnar í útlánum til lengri tíma en 5 ára er orðin of þreytt til að geta haldið augunum opnum lengur. Bara þetta eina atriði hlýtur að kalla á mjög alvarlega skoðun á að leggja þessa sömu, gömlu, þreyttu krónu bara niður og taka upp einhverja aðra mynt nema hægt væri að benda á eitthvað meðal til hressingar krónu.
Það fæst enginn óvitlaus Íslendingur til að hlusta á þennan gamla úr sér gengna söng. Niðurstaða íslenskra alþýðuheimila í dag er eftirfarandi. Vextir+verðbætur=gjaldþrot. Einfalt mál og enginn dregur þessa formúlu í efa í dag.
Ég skoðaði dæmið frá Seðlabanka sem þú ert með Hallur og bloggaði um það. Það sem mér finnst alltaf vanta í þessa umræðu, er verðbótaþátturinn. Ég kalla þetta okurvexti og gerendurna okurlánara. Þegar talað er um vaxtamun er aldrei reiknað með verðbótunum sem er mjög stór póstur í útgjaldalið venjulegs heimilis. 8,6% vaxtamunur að meðaltali á árunum 1990-2002. Þarna vantar verðbæturnar sem eru um 4,5%. Þannig er vaxtamunurinn orðinn 13,1% sem er orðið býsna nálægt því sem Þorvaldur Gylfason hélt fram fyrir stuttu. Ég varaði reyndar við þeirri tölu vegna þess að Þorvaldi er tamt að reka áróður fyrir upptöku Evru.
Ég ætla að lesa bloggið þitt um sjómannadaginn. Ég á 30 ár að baki á sjó og hef alltaf gaman af umræðunni um "vont fólk". "Árni Þórarinsson og Þórbergur".
Þórbergur Torfason, 30.11.2007 kl. 00:38
Í óverðtryggðum lánum lánum erlendis er verðbólguþátturinn tekinn inn í vextina - sem ekki eru fastir heldur fljótandi. Til að mynda voru vextir í Noregi yfir 10% fyrir nokkrum árum.
Ef við hefðum ekki verðtryggingi - þá væru vextir á íbúðalánumfljótandi - og væntanlega æa bilinu 17-19% á Íslandi um þessar mundir vegna aðgerða Seðlabankans.
Það er verðbólgan - ekki verðtryggingin - sem er vandamálið - og íslenska krónan :)
Hallur Magnússon, 30.11.2007 kl. 07:53
Og helsta ástæða verðbólgu á Íslandi er Íbúðalánasjóður þar sem hann heldur niðri vöxtum þegar Seðlabankinn hækkar þá til að slá á verðbólgu. Er þá ekki bara svarið að loka Íbúðalánasjóði. Hann er rót verðbólguvandans á Íslandi. Héldu menn kannski að það væri enginn fórnarkostnaður annars staðar í hagkerfinu við að niðurgreiða vexti. Við sem ekki skuldum Íbúðalánasjóði þurfum að taka á okkur veruleg og vond högg sem felast í verðbólgu og háum vöxtum til þess að hjálpa fólkinu sem skuldar Íbúðalánasjóði að eignast sitt eigið húsnæði. Fair??? I don't think so...
IG (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:07
Óskráði IG. Þetta er alrangt hjá þér. Sökin liggur í mistökum Seðlabankans árið 2003 þegar hann lækkaði bindiskyldu á versta tíma efnahagslega séð og gerði bönkunum kleift að lána fleiru hundruð nýrra milljarða óheft haustið 2004 - á versta tíma efnahagslega. Málið er ekki hóflegir vextir Íbúðalánasjóð - heldur óábyrg óheft innkoma bankanna með niðurgreidd lán á markað sem þeir höfðu því miður ekki sinnt um langt árabil.
Það er hins vegar ekki við þá að sakast í sjálfu sér - þeir eru í bissiniss!
Sök Seðlabankann síðan þá liggur líka í því að hann notar ekki þau meðul sem duga á verðtryggð lán!
Hallur Magnússon, 1.12.2007 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.