Verðtryggingin betri 1990 - 2004

Í umræðunni að undanförnu hafa "fjármálasérfræðingar" af öllum tegundum og gerðum haldið því á lofti að myntlán og óverðtryggð lán væru betri en verðtryggð lán í íslenskum krónum. Þetta er rétt hjá þeim - ef við horfum á handvalin tímamörk sem hentar röksemdafærslu þeirra.

Eftir að hafa snuprað hinn duglega og málefnalega Talsmann neytenda á vefsíðu minni vegna afstöðu hans til verðtryggingar - þá hef ég fengið nokkra ábendingar um röksemdafærslur sem styðja mitt mál.

Ein ábendingin var að Guðmundur Ólafsson, hinn skemmtilegi hagfræðingur, sem ætíð stendur af sér tízkustrauma, enda öflugur á velli, hafi sýnt fram á að ef aðrir mælipunktar eru valdir, td. tímablið 1999-2004, þá hefði verðtryggingin verið betri!

Þetta má sjá á færslu Guðmundar sem ég vil kalla: Lobbi um verðtryggingu!

Það hefur hins vegar ekki verið í tízku að halda slíku fram! 

Afstaðan gegn verðtryggingu hefur nánast verið eins og trúboð - en ástæða til að halda öllum kostum og göllum til haga.

Svo er nú það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband