Ánægjuleg afstaða almennings til Íbúðalánasjóðs
11.9.2007 | 13:22
Það er ánægjulegt að sjá afstöðu almennings til Íbúðalánasjóðs.
Mikill meirihluti fasteignakaupenda vill að Íbúðalánasjóður starfi óbreyttur áfram. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Íbúðalánasjóð í júní og júlí. 82,5% eru þessarar skoðunar samkvæmt könnuninni, ámóta margir og í sambærilegri könnun í lok síðasta árs.
9,2% telja að sjóðurinn eigi að vera heildsölu og einungis 8,4% vilja að Íbúðalánasjóður hætti starfsemi og viðskiptabankarnir sjái alveg um íbúðalán.
Fleiri en 8 af hverjum 10 hafa talið að Íbúðalánasjóður ætti að starfa í óbreyttri mynd í sambærilegum könnunum sem Capacent Gallup hefur gert fyrir sjóðinn síðastliðið eitt og hálft ár. Nærri þrír af hverjum fjórum fasteignakaupendum eru mjög eða frekar jákvæðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aðeins 7% eru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart sjóðnum.
Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild sinni hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.