Flytjum náttúruverndar- og matvælasvið Umhverfisstofnunar á Höfn!
9.7.2007 | 17:46
Ríkisstjórnin á að sjálfsögðu að koma til móts við Austur-Skaftfellinga, hraða uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðsins með myndarlegum fjárframlögum og flytja náttúruverndar- og matvælasvið Umhverfisstofnunar á Höfn. Það eru allar aðstæður til þess að Hornfirðingar geti hýst þennan hluta Umhverfisstofnunar á Höfn og höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðar eiga náttúrlega hvergi annars staðar heima en í Austur-Skaftafellssýslu.
Mikill niðurskurður í þorskheimildum er ekki eina stjórnvaldsaðgerðin sem bitnað hefur á Hornfirðingum undanfarin misseri. Það er ekki langt síðan Ratstjárstofnun lokaði starfsemi sinni á Hornafirði og fjöldi velmenntaðra manna missti vinnuna. Reyndar skil ég ekki af hverju höfuðstöðvar Ratstjárstofnunar voru ekki settar upp á Hornafirði á sínum tíma. Skólabókadæmi um opinbera starfssemi sem hefur ekkert sérstaklega að gera í Reykjavík.
Flutningur náttúruverndar- og matvælasviðs á Höfn kallar á vel menntað fólk sem er mjög mikilvægt fyrir samfélag eins og á Hornafirði. Fjölbreytni í atvinnulífi sem kallar á fjölbreytt fólk með fjölbreytta menntun er gulls ígildi.
Hornfirðingar hafa sýnt og sannað að þeim er vel treystandi að taka við metnaðarfullum verkefnum. Sem reynslusveitarfélag tók sveitarfélagið Hornafjörður við rekstri allrar heilbrigðisþjónustu á Höfn, gerði þjónustusamning við félagsmálaráðuneytið um þjónustu við fatlað og hafa rekið málaflokkinn með miklum sóma.
Á sama tíma var Hornafjörður beðinn um að taka við hópi flóttamanna frá ríkjum fyrri Júgóslavíu. Það verkefni var talið takast með miklum ágætum.
Uppbygging Nýheima þar sem meðal annars má finna frumkvöðlasetur sýnir að stórhuga Hornfirðingar eru vel í stakk búnir að taka við opinberri stofnun eins og náttúruverndar- og matvælasviði Unhverfisstofnunar. Sú stofnun hefur ekkert að gera í Reykjavík.
Hornfirðingar vilja Umhverfisstofnun til sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.