Mistök Seðlabankans - segir gamli Seðlabankamaðurinn!

"Seðlabankinn ætti að einbeita sér að því að finna leiðir til þess að auka bitið í vaxtastefnu sinni," segir Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður verðbréfasviðs Landsbankans. Yngvi Örn segir að samband stefnu Seðlabankans við peningamarkaðinn sé of veikt vegna þess að öll útlán, sem máli skipta, séu verðtryggð. Seðlabankinn hafi gert mistök. Til dæmis hafi hann tímasett illa lækkun bindiskyldu bankanna til samræmis við það sem gerist í nálægum löndum. Það hafi stuðlað að fasteignaverðsprengingunni. Yngvi Örn telur að íslenski peningamarkaðurinn hafi á undanförnum misserum náð meiri dýpt en áður og það dragi úr hættu á stórum og afdrifaríkum sveiflum.
Þetta er inngangur að Jóhanns Haukssonar Morgunahana að viðtali við Yngva Örn í morgun. Unnt að hlusta á það hér.
Ég heyrði viðtalið við Yngva Örn sem var afar áhugavert - eins og mörg viðtöl Morgunhanans. Frábær kennslustund í samspili vaxta, gengis og fjárfestinga erlendra aðilja í íslensku krónunni - auk greiningar á hverjir hafa verið að fjárfesta í svokölluðum "jöklabréfum". Sammála hverju orði!
Ég hef lengi bent á það sem Yngvi Örn sagði um Seðlabankann og afnám bindiskyldunar og stórkaupa Seðlabankans á gjaldeyri af íslensku bönkunum og greiddu með krónum:
Seðlabankinn kom af stað þenslunni árið 2004 með því að fylla vasa bankanna af íslensku fjármagni sem varð að koma út. Bankarnir sprengdu síðan fasteignalánamarkaðinn með þekktum afleiðingum.
Íbúðalánasjóður og 90% lánin voru ekki orsökin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband